Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri KEA hótela Gabríela Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri KEA hótela. Viðskipti innlent 31.10.2022 11:09 287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Viðskipti innlent 31.10.2022 11:02 Bjóða „gjafaverð“ um helgina eftir erfiðan lukkuhjólasamanburð Skemmtistaðurinn Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstræti hefur ákveðið að „blása til sóknar“ og lækka tímabundið verðið fyrir viðskiptavini sem greiða fyrir að snúa lukkuhjólinu á staðnum. Viðskipti innlent 28.10.2022 11:00 Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. Viðskipti innlent 28.10.2022 10:03 Renata nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures Renata Blöndal hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures þar sem hún tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu. Viðskipti innlent 28.10.2022 08:04 Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Viðskipti innlent 27.10.2022 23:51 Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27.10.2022 20:58 Sjö ný til Stefnis Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. Viðskipti innlent 27.10.2022 18:04 „Taktfastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrarhagnað EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum. Viðskipti innlent 27.10.2022 17:39 Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Viðskipti innlent 27.10.2022 14:05 Hafsteinn leiðir nýtt svið hjá Advania Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar. Viðskipti innlent 27.10.2022 13:35 Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 27.10.2022 12:51 Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27.10.2022 11:22 Verðbólga hækkar lítillega og mælist 9,4 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,4 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 27.10.2022 09:15 Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. Viðskipti innlent 26.10.2022 17:42 Stækka álverið á Grundartanga fyrir sextán milljarða Áætlað er að stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga muni kosta sextán milljarða. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki árið 2024. Viðskipti innlent 25.10.2022 17:15 Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. Viðskipti innlent 25.10.2022 14:01 „Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. Viðskipti innlent 25.10.2022 11:55 Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn – þau fiska sem róa! Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í dag en yfirskrift dagsins í ár er: Þau fiska sem róa! Viðskipti innlent 25.10.2022 08:00 Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 25.10.2022 07:03 Ármann og Magnús ganga til liðs við Rexby Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason til sín. Ármann mun bera ábyrgð á notendaupplifun fyrirtækisins en Magnús við forritun. Viðskipti innlent 24.10.2022 22:04 Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Viðskipti innlent 23.10.2022 10:00 Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 23.10.2022 07:00 Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 21.10.2022 14:16 Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01 Bein útsending: Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan. Viðskipti innlent 21.10.2022 12:31 Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27 Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26 Eiríkur ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunnar Eiríkur Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunar ehf. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:51 Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07 « ‹ 95 96 97 98 99 100 101 102 103 … 334 ›
Ráðin markaðsstjóri KEA hótela Gabríela Rún Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri KEA hótela. Viðskipti innlent 31.10.2022 11:09
287 milljón króna gjaldþrot Björns Inga Alls voru gerðar kröfur upp á tæplega 286 milljónir króna í þrotabú fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar. Ekkert fékkst greitt upp í lýstar kröfur. Viðskipti innlent 31.10.2022 11:02
Bjóða „gjafaverð“ um helgina eftir erfiðan lukkuhjólasamanburð Skemmtistaðurinn Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstræti hefur ákveðið að „blása til sóknar“ og lækka tímabundið verðið fyrir viðskiptavini sem greiða fyrir að snúa lukkuhjólinu á staðnum. Viðskipti innlent 28.10.2022 11:00
Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. Viðskipti innlent 28.10.2022 10:03
Renata nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures Renata Blöndal hefur verið ráðin til ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures þar sem hún tekur við stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustu. Viðskipti innlent 28.10.2022 08:04
Settu upp Blátt lón og bræddu hraun í Lundúnum Stærsti kynningarviðburður seinni ára á Íslandi sem áfangastað fer nú fram í Lundúnum. Öllu hefur verið tjaldað til fyrir viðburðinn, til að mynda hefur manngerðu Bláu lóni verið komið fyrir. Viðskipti innlent 27.10.2022 23:51
Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Íslandsbanka Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. Viðskipti innlent 27.10.2022 20:58
Sjö ný til Stefnis Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. Viðskipti innlent 27.10.2022 18:04
„Taktfastur dans“ skilar Nova milljarði í rekstrarhagnað EBITDA-hagnaður Nova á þriðja ársfjórðungi 2022 var rúmur milljarður króna. EBITDA-hlutfallið var 31,9 prósent og vex um 1,3 prósentustig frá fyrra ári. Forstjórinn segir ársfjórðungin hafa verið samkvæmt væntingum. Viðskipti innlent 27.10.2022 17:39
Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Viðskipti innlent 27.10.2022 14:05
Hafsteinn leiðir nýtt svið hjá Advania Hafsteinn Guðmundsson hefur tekið sæti í framkvæmdastjórn Advania og leiðir nýtt svið fyrirtækisins sem annast þjónstu og ráðgjöf við innviði upplýsingatækninnar. Viðskipti innlent 27.10.2022 13:35
Landsbankinn hagnast um 11,3 milljarða á árinu Landsbankinn hagnaðist um 11,3 milljarða á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, þar af um 5,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 27.10.2022 12:51
Fjórir hugbúnaðarsérfræðingar til Empower Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir. Viðskipti innlent 27.10.2022 11:22
Verðbólga hækkar lítillega og mælist 9,4 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,4 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. Viðskipti innlent 27.10.2022 09:15
Domino's kveður eftir kvartöld í Kringlunni Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi. Viðskipti innlent 26.10.2022 17:42
Stækka álverið á Grundartanga fyrir sextán milljarða Áætlað er að stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga muni kosta sextán milljarða. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki árið 2024. Viðskipti innlent 25.10.2022 17:15
Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana. Viðskipti innlent 25.10.2022 14:01
„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. Viðskipti innlent 25.10.2022 11:55
Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn – þau fiska sem róa! Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í dag en yfirskrift dagsins í ár er: Þau fiska sem róa! Viðskipti innlent 25.10.2022 08:00
Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 25.10.2022 07:03
Ármann og Magnús ganga til liðs við Rexby Íslenska sprotafyrirtækið Rexby hefur ráðið Ármann Kristjánsson og Magnús Skúlason til sín. Ármann mun bera ábyrgð á notendaupplifun fyrirtækisins en Magnús við forritun. Viðskipti innlent 24.10.2022 22:04
Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Viðskipti innlent 23.10.2022 10:00
Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 23.10.2022 07:00
Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 21.10.2022 14:16
Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01
Bein útsending: Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan. Viðskipti innlent 21.10.2022 12:31
Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27
Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26
Eiríkur ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunnar Eiríkur Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunar ehf. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:51
Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07