Viðskipti innlent

Sjö ný til Stefnis

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir hefur ráðið til sín sjö nýja starfsmenn sem munu starfa í nýju teymi sem ber heitið Greining, sala og samskipti. Framkvæmdastjórinn segir ánægjulegt að fá þennan liðsauka til sín. 

Viðskipti innlent

Fjórir hug­búnaðar­sér­fræðingar til Empower

Nýtt starfsfólk nýsköpunarfyrirtækisins Empower vinnur að þróun hugbúnaðarlausnarinnar Empower Now, sem fer á alþjóðlegan markað á næsta ári. Lausnin gerir fyrirtækjum og stofnunum á alþjóðavísu kleift að ná yfirsýn yfir stöðu jafnréttis og fjölbreytni, setja mælanleg markmið og innleiða örfræðslu fyrir starfsfólk í gegnum stafrænar leiðir.

Viðskipti innlent

Alltof stór orð notuð og hafa verði í huga hver láti þau falla

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að halda því til haga að þeir sem hafi gagnrýnt fyrirhuguð skipti á ÍL-sjóðinum séu aðeins þeir sem hafi beina hagsmuni í málinu - lífeyrissjóðirnir. Stór orð þeirra um greiðslufall ríkissjóðs og laskað lánstraust minnir hann á umræðuna í uppgjörinu við föllnu bankana.

Viðskipti innlent

„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum.

Viðskipti innlent

Meint ís­­lenskt ó­­veður reynst dýr­­keypt fyrir Vueling

Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Dagur verk­fræðinnar

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan.

Viðskipti innlent

Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi

Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir.

Viðskipti innlent