Viðskipti innlent

Halla lítur í kringum sig
Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár.

Framlengir einnig úrræði fyrir Grindvíkinga
Landsbankinn hefur ákveðið að framlengja úrræði fyrir Grindvíkinga vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa á Reykjanesskaga.

Falið að gera Reykjavík aðgengilegri
Bragi Bergsson hefur verið ráðinn í starf aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar.

Stýrir markaðs- og samskiptamálum Samskipa
Samskip hafa ráðið Ágústu Hrund Steinarsdóttur í starf forstöðumanns markaðs- og samskiptadeildar.

JBT uppfærir mögulegt tilboð í öll hlutabréf Marels
Matvælatæknifyrirtækið John Bean Technologies Corporation hefur sent Marel uppfærða óskuldbindandi viljayfirlýsingu varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu á verðinu 3,60 evrur á hlut. Stjórnarformaður Marel segir góð rök fyrir sameiningu félaganna.

Bein útsending: Ánægjuvogin afhent
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og fimmta skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir fjórtán atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím
Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023.

Ráðin nýr framkvæmdastjóri hjá Eimskip
Jónína Guðný Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.

Ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en klukkutíma í senn
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf, útgerðarfélags í Grindavík, segir ekki hægt að hugsa lengra fram í tímann en eina klukkustund í senn. Hann segir starfsmenn sína merkilega bratta miðað við aðstæður.

Um helmingi dýrara að leigja hjá hagnaðardrifnum leigufélögum
Leiguverð hjá hagnaðardrifnum leigufélögum er ríflega sextíu prósent hærra en hjá þeim óhagnaðardrifnu samkvæmt nýrri leiguvísitölu. Vísitalan byggir á nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem gefur mun betri mynd af leigumarkaðnum en áður.

Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum.

Lilja Björk tekur við nýju hlutverki
Lilja Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins.

Rauðar tölur eftir hikst í kjaraviðræðum
Gengi langflestra félaga í Kauphöllinni lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins. Telja má líklegt að tíðindum af erfiðleikum í kjaraviðræðum sé um að kenna.

Ráðinn aðalhagfræðingur Kviku banka
Hafsteinn Hauksson hefur tekið við starfi aðalhagfræðings Kviku.

Falið að bæta verðlagseftirlit og stafræna þjónustu
Albert Þór Kristjánsson hefur tekið við stöðu forstöðumanns í upplýsingatækni og stafrænni þróun á fjármála- og rekstrarsviði og Rakel Másdóttir hefur tekið við stöðu verðstýringar- og verkefnastjóra á verslunar- og mannauðssviði hjá Samkaupum. Þau hafa bæði þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

Davíð nældi í Karen úr ráðuneyti Katrínar
Karen Björk Eyþórsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Transition Labs, loftlagsfyrirtækis í eigu Davíðs Helgasonar og Kjartans Ólafssonar.

Strand í viðræðum um krónutöluhækkun
Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins vara við því að krónutölunálgun sé höfð að leiðarljósi við gerð kjarasamninga. Það valdi því að kostnaður sé vanmetinn við upphaf kjaraviðræða. Breiðfylking stærstu stéttarfélaga og landssambanda á almennum vinnumarkaði segir Samtök atvinnulífsins hafna nálgun fylkingarinnar um þjóðarsátt.

Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga
Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum.

Raunverð íbúðaverðs lækkar og kaupkeðjur oftar að rofna
Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast.

Berjast um bestu tillöguna
Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu.

Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021.

Framlengja frystingu lána Grindvíkinga
Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka.

Ásdís og Snorri nýir forstöðumenn hjá Icelandair
Icelandair hefur ráðið þau Ásdísi Sveinsdóttur og Snorra Tómasson í störf forstöðumanna á Tekju-, þjónustu- og markaðssviði félagsins.

Play flýgur til Króatíu
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til strandborgarinnar Split í Króatíu. Fyrsta flug Play til Split verður 28. maí en til stendur að fljúga þangað einu sinni í viku á þriðjudögum yfir sumarmánuðina.

Hulda til Klappa
Hulda Þórhallsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Klöppum grænum lausnum.

Linda hættir og staðan lögð niður
Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Marel. Staðan verður í kjölfarið lögð niður og verkefni færast á aðra stjórnendur í fyrirtækinu.

Augljóst að frumvarpið hafi ekki verið samið af fagfólki
Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið.

Birta nýr framkvæmdastjóri hjá Arctic Adventures
Birta Ísólfsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu framkvæmdastjóra sölu-, markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Arctic Adventures. Hún hefur þegar hafið störf og tekið sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Thelma Björk frá Heimkaupum til Olís
Thelma Björk Wilson hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra smásölusviðs Olís. Hún mun jafnframt taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olís.

Þórhallur ráðinn til Góðra samskipta
Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar og fjölmiðlamaður, er genginn til liðs við ráðgjafarfyrirtækið Góð samskipti.