Viðskipti innlent

Aðal­fundi Lands­bankans frestað

Bankaráð Landsbankans ákvað á fundi sínum í dag að fresta aðalfundi bankans sem fara átti fram á morgun. Að höfðu samráði við Bankasýslu ríkisins hefur verið ákveðið að halda aðalfundinn föstudaginn 19. apríl.

Viðskipti innlent

Sýn fær fjár­mála­stjóra frá Kviku

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar.

Viðskipti innlent

Fimm nýir stjórn­endur í fram­kvæmda­stjórn Daga

Dagar hafa ráðið þau Guðfinnu Eyrúnu Ingjaldsdóttur, Brynhildi Guðmundsdóttur, Ísak Erni Kristinsson, Ingigerði Erlingsdóttur og Sigurð Hjaltalín Þórisson í stöður nýrra stjórnenda hjá fyrirtækinu. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og hafa þegar hafið störf.

Viðskipti innlent

Bein út­sending: Má þetta bara?

Samtök atvinnulífsins og Deloitte á Íslandi halda árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni. Yfirskrift fundarins er Má þetta bara?

Viðskipti innlent

Engin löndun í bili í Grinda­vík

Ekki verður landað í dag í Grindavík eins og vonir stóðu til um. Hafnarstjóri segir varnargarða þó hafa blásið mönnum byr í brjóst. Fyrirtæki fá að fara inn í bæinn í dag en fyrst stóð til að það yrði ekki leyft. 

Viðskipti innlent

Tæp­lega þriggja milljarða króna viðsnúningur

Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2023 var jákvæð um 8,1 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 5,2 milljarða króna árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu Isavia vegna nýbirts ársreiknings.

Viðskipti innlent

Kvika tók kipp

Gengi hlutabréfa Kviku banka hækkaði um tæplega fjögur prósent í fyrstu viðskiptum eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni klukkan 9:30 í morgun.

Viðskipti innlent

Forstjóraskipti hjá Play

Stjórn Fly Play hf. og forstjóri félagsins, Birgir Jónsson, hafa í dag gert samkomulag um starfslok hans. Einar Örn Ólafsson, núverandi stjórnarformaður félagsins, tekur við sem forstjóri PLAY.

Viðskipti innlent

Slóð við­skipta sak­bornings tengist World Class-veldinu

Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu.

Viðskipti innlent

Spá því að verð­bólga hjaðni ró­lega næstu mánuði

Íslandsbanki spáir því að ársverðbólga verði um 6,5 prósent í mars og lækki örlítið á milli mánaða. Landsbankinn spáir því að ársverðbólga verði óbreytt 6,6 prósent í mars.  Greinendur beggja banka eiga von á því að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði um 5,4-5,3 prósent um mitt ár. Bankarnir birtu báðir spár sínar í dag.

Viðskipti innlent

Í skýjunum með 111 milljarða króna út­boðið

Ríkissjóður Íslands gaf í dag út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,5% fasta vexti og voru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 3,636%. Skuldabréfin eru gefin út undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs.

Viðskipti innlent