Viðskipti innlent

Fréttamynd

Sýn gefur út afkomuviðvörun

Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna

Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skil­málar Arion frá­brugðnir en á­hrifin væru ó­veru­leg

Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ómögu­legt að meta á­hrifin á bankana

Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin búin undir báðar niður­stöður

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stórir skellir geri ekki boð á undan sér

Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutu risastyrk til að stofna mið­stöð um gervi­greind

Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC). Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun

Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón

Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill að nýtt flug­fé­lag taki á loft næsta sumar

Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boðar skatt á inn­lendar og er­lendar streymisveitur

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni.

Viðskipti innlent