Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Viðskipti innlent 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. Viðskipti innlent 7.8.2025 16:44
Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í júní 2025 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Viðskipti innlent 7.8.2025 10:05
Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Vefur og smáforrit Íslandsbanka hafa legið niðri í morgun, fyrsta virka dag eftir verslunarmannahelgi. Vefurinn er kominn aftur í lag. Viðskipti innlent 5.8.2025 09:55
Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Sýn mótmælir tímabundinni ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda Sýn að dreifa efni sínu í gegnum Símann. Pakkarnir sem Síminn og Sýn bjóða upp á séu ekki sambærilegir. Viðskipti innlent 1.8.2025 17:47
Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. Viðskipti innlent 1.8.2025 12:16
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Forstjóraskipti hjá Ice-Group Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. Viðskipti innlent 1.8.2025 11:36
Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Lagaprófessor segir enn margt á huldu um verndartolla sem ESB hyggst beita á kísiljárn frá Noregi og Íslandi. Vel kunni að vera að málið endi fyrir gerðardómi. Viðskipti innlent 31.7.2025 12:32
Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Hvalur hf. hyggst höfða mál á hendur ríkinu til viðurkenningar bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið telur sig hafa beðið vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, um að stöðva hvalveiðar tímabundið sumarið 2023. Viðskipti innlent 31.7.2025 10:22
Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Arion banki hagnaðist um tæpa tíu milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 5,5 milljarðar. Bankastjóri segir afkomuna umfram væntingar. Viðskipti innlent 30.7.2025 16:06
Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Forstjóri Play bindur vonir við að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa félagsins og breytingar í rekstri verði til þess að koma félaginu úr ólgusjó. Félagið stefnir enn að því að gera fjórar vélar út á Íslandi og fljúga suður á bóginn. Viðskipti innlent 30.7.2025 14:41
Festi hagnast umfram væntingar Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna. Viðskipti innlent 30.7.2025 10:22
Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Flugvél Play sem skemmdist ill í hagléli yfir Póllandi í byrjun mánaðar er komin úr viðgerð í Katowice. Þannig nýtast níu af tíu vélum flugfélagsins en tíunda vélin er enn í viðgerð, sem hefru tafist vegna langrar biðar eftir varahlutum. Viðskipti innlent 30.7.2025 10:19
Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Forstjóri PCC á Bakka segir Evrópu geta orðið upp á Kína komna hvað framleiðslu kísilmálms verði af boðuðum tollum á kísiljárn og án verndartolla á kísilmálm. Viðskipti innlent 29.7.2025 13:50
Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sigurður H. Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri innviðalausnasviðs tæknifyrirtækisins Ofar. Innviðalausnir eru nýtt svið hjá Ofar en Sigurður býr að 30 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Viðskipti innlent 29.7.2025 11:21
Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Bílaleigan Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll hagnaðist um 721 milljón króna á árinu 2024, samanborið við 1.168 milljónir króna árið áður. Um er að ræða 38 prósenta samdrátt í hagnaði milli ára. Viðskipti innlent 29.7.2025 10:13
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03
Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: Viðskipti innlent 28.7.2025 07:00
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27.7.2025 17:26
„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59
Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Viðskipti innlent 25.7.2025 14:41
Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Viðskipti innlent 25.7.2025 13:22
Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Viðskipti innlent 24.7.2025 11:51
Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. Viðskipti innlent 24.7.2025 10:48