
Viðskipti erlent

Asos hættir að selja vörur úr ákveðnum dýraafurðum árið 2019
Breska netverslunin Asos hefur gefið það út að hún muni hætta að selja vörur úr kasmírull, angóraull, fjöðrum og silki frá og með janúar 2019.

Goldman Sachs fjárfestir 54 milljörðum í fyrirtæki rekin af konum
Goldman Sachs hefur ákveðið að fjárfesta 500 milljónum bandaríkjadala í fyrirtæki sem eru stjórnað, stofnuð eða í eigu kvenna.

Nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af horfum eftir Brexit
Tvær nýjar skýrslur draga upp dökka mynd af efnahagshorfum Bretlands eftir formlega úrsögn úr Evrópusambandinu á næsta ári.

Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu.

Forstjóri Audi handtekinn
Rupert Stadler, forstjóri bílaframleiðandans Audi hefur verið handtekinn í Þýskalandi í tengslum við rannsókn á röngum upplýsingum um útblástur dísilbíla.

iPhone 3GS aftur í sölu í Suður-Kóreu
Síminn fara aftur í sölu í takmörkuðu upplagi í Suður-Kóreu nú í júní eftir að óopnuð sending fannst.


AT&T og Time Warner fá að sameinast
Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur.

Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp
Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins.

Facebook vill ekki ræða launamun kynjanna
Natasha Lamb, sem stýrir sjóði sem er hluthafi í Facebook, fær ekki áheyrn hjá stjórnendum fyrirtækisins því hún er ekki nógu "kurteis.“

Netflix komið aftur í gagnið eftir truflanir og mikla geðshræringu notenda
Streymisveitan lá niðri í rúma klukkustund í kvöld.

Óvenjulegt ákvæði felldi niður risaskuld Færeyja
Færeyingar urðu skyndilega átta milljörðum króna ríkari í dag vegna þess að engin olía hefur ennþá fundist við eyjarnar. Fjárhæðin jafngildir því að íslenska þjóðin hefði fengið sextíu milljarða króna happadrættisvinning.

Eldvörpur Elon Musks hafa verið afhentar
Eldvörpur Elon Musks hafa loksins verið afhentar eftir margra mánaða bið.

Umdeildum breytingum á fjármálakerfi Sviss líklegast hafnað
Breytingarnar ganga út á að banna fjármálastofnunum að lána meiri peninga en þeir eiga innistæðu fyrir.

Hætt við milljarðaverkefni vegna sólarorkutolla Trump
Ríkisstjórn Trump lagði 30% verndartoll á innfluttar sólarsellur í janúar. Tollarnir hafa kælt fjárfestingar í sólarorku.

Gluggalausar vélar framtíðin
Flugfélagið Emirates hefur svipt hulunni af gluggalausu fyrsta farrými um borð í nýjustu vél félagsins.

Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn
Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí

Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla
Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans.

Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur
Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember.

Netflix opnar fyrir uppástungur
Nú getur almenningur stungið upp á þremur titlum sem viðkomandi finnst að ættu að vera inni á Netflix.

Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS.

Svona virkar Instagram í raun og veru
Instagram útskýrir algóriþmann sinn í fyrsta skipti.

Falsa dóma um rússneska veitingastaði í aðdraganda HM
Rússnesk ráðgjafaþjónusta, Bacon agency, hefur nú brugðið á það ráð að hreinlega falsa dóma fyrir veitingastaði á Trip Advisor á ensku og öðrum tungumálum

„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“
Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“

Kjúklingarækt Brasilíu í hættu
Verkfall vörubílstjóra hefur leitt til skorts og stöðvað verksmiðjur víða um landið. Verst hefur það þó komið niður á kjúklingaræktendum í Brasilíu.

Þúsundir verslana Starbucks loka í dag vegna þjálfunar í samskiptum kynþátta
Um átta þúsund verslunum kaffihúsakeðjunnar Starbucks munu loka í klukkutíma síðar í dag svo starfsmenn fyrirtækisins geti sótt námskeið í samskiptum kynþátta.

Birta upplýsingar um kostaðar auglýsingar
Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur opnað fyrir aðgang að gagnabanka sínum þar sem hægt er að sjá kaupendur kostaðra kosninga- og stjórnmálaauglýsinga.

Netflix stærra en Disney
Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot.

Segja Facebook stunda persónunjósnir
Mark Zuckerberg er sakaður um að hafa þróað aðgerðaáætlun fyrir Facebook sem miðaði að því að nýta sér mikið magn persónulegra upplýsinga notenda til þess að fyrirtæki hans gæti grætt milljarða og gert út af við keppinauta.

Þúsundum sagt upp hjá Deutsche Bank
Gert er ráð fyrir því að hinn þýski Deutsche Bank muni segja upp meira en 7000 starfsmönnum á næstu vikum og mánuðum.