Viðskipti erlent

Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum

Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli

Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007.

Viðskipti erlent

Verð á demöntum hefur hrapað milli ára

Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum.

Viðskipti erlent

AGS lánar Sri Lanka

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Sri Lanka lán að andvirði 2,6 milljörðum bandaríkjadollara til að styðja við efnahagsáætlanir þeirra. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í 37 ár á Sri Lanka og staða ríkisfjármála er slæm, ef marka má lýsingar AFP fréttastofunnar.

Viðskipti erlent

Deilur Lettlands við AGS valda ESB vandræðum

Deilur Lettlands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn geta leitt til þeirrar klemmu fyrir ESB að þurfa að velja á milli hvort sambandið eigi að bjarga þeim nýríkjum í ESB sem vilja ekki skera meira niður hjá sér eða láta ríkin taka afleiðingum þess að gera slíkt ekki.

Viðskipti erlent

Töluvert tap hjá Eik Banki

Tap af rekstri Eik banki í Færeyjum nemur rúmlega 69 milljónum danskra kr. eða tæplega 1,7 milljarði kr. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa ár. Á sama tímabili í fyrra var tapið rúmar 9 milljónir danskra kr.

Viðskipti erlent

FME í Noregi hefur áhyggjur af Storebrand

Fjármálaeftirlitið í Noregi hefur áhyggjur af lausafjárstöðu tryggingarrisans Storebrand. Það eru kaupin á sænska líftryggingarfélaginu SSP ásamt fjármálakreppunni sem valda þessum áhyggjum hjá eftirlitinu að því er segir í nýútkominni skýrslu frá því.

Viðskipti erlent

Ford keyrir út úr kreppunni

Bílaframleiðandinn Ford skilaði mun betra uppgjöri á öðrum ársfjórðungi en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Nettóhagnaður Ford nam 2,8 milljörðum dollara, að mestu vegna endurskipulagningar á skuldum.

Viðskipti erlent

Fitch Ratings gefur FIH toppeinkun á skuldabréfum sínum

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði gefið FIH bankanum toppeinkunn eða AAA á langtíma skuldabréfaútgáfum bankans. Þar með er FIH bankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, kominn með sömu einkunn og ríkissjóður Danmerkur hvað skuldabréfaútgáfuna varðar.

Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Hefur vísitalan nú hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku.

Viðskipti erlent

Botninn dottinn úr spákonugeiranum í New York

Ein af afleiðingum fjármálakreppunnar er að botninn er alveg dottinn úr spákonugeiranum í New York. Þær konur, og menn, sem hafa lífsviðurværi sitt af því að spá fyrir um framtíð viðskiptavina sinna segja að efnahagurinn hafi aldrei verið eins slæmur og þessa dagana.

Viðskipti erlent

Bernanke mætir fyrir þingið í dag

Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna mætir aftur fyrir bandaríkjaþing í dag til þess að svara spurningum um þær aðgerðir sem seðlabankinn hefur gripið til og mun fara í, til að takast á við efnahagsástandið í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Vísbendingar um að það versta sé yfirstaðið í Bandaríkjunum

Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að margt bendi til þess að hagkerfi landsins sé að rétta úr kútnum. Þrátt fyrir það telur hann farsælast til lengri tíma litið, að viðhalda öflugri og varfærinni peningastefnu um óákveðinn tíma. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag.

Viðskipti erlent