Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt 5. október 2009 08:48 Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira