Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt 5. október 2009 08:48 Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. Það var dómari í Mílan sem kvað upp þennan úrskurð en í honum segir að CIR eigi rétt á þessum bótum frá Fininvest sökum þess að Fininvest eyðilagði verðmæti hlutar CIR í Mandadori stærsta útgáfufélagi Ítalíu með skemmdarverkum. Marina Berlusconi forstjóri Fininvest og dóttir forsætisráðherrans segir að málinu verði áfrýjað. Samkvæmt frásögn á vefsíðunni di.se ná málaferlin allt aftur til 1990 þegar Silvio Berlusconi settist sjálfur í forstjórastólinn hjá Fininvest og kastaði fyrrum forstjóra þess, De Benedetti út af skrifstofunni. „Þetta sannar enn á ný ólöglegar aðferðir Fininvest," segir De Benedetti. Silvio Berlusconi, sem á fjölda af dagblöðum og stjórnar þremur sjónvarpsstöðvum á Ítalíu, hefur verið ákærður um spillingu nokkrum sinnum. Í fyrra kom hann í gegn löggjöf á ítalska þinginu sem kemur í veg fyrir að hægt sé að saksækja hann meðan hann gegnir starfi forsætisráðherra.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira