Viðskipti erlent

Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum

Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Alitalia gjaldþrota

Ítalska flugfélagið Alitalia tilkynnti um gjaldþrot í dag og mun hætta starfsemi þann 15. október. Öllum flugferðum eftir þá dagsetningu verður því aflýst.

Viðskipti erlent

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Viðskipti erlent

Gates harmar samskiptin við Epstein

Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála.

Viðskipti erlent

Methagnaður hjá Sony

Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna.

Viðskipti erlent

Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum

Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum.

Viðskipti erlent

Vesen á Snapchat

Töluvert fjöldi notenda samfélagsmiðilsins Snapchat virðist hafa lent í vandræðum með að komast inn í smáforritið í gærkvöldi. Fyrirtækið segist hafa komist fyrir vandann, sem plagar þó suma notendur að einhverju leyti enn.

Viðskipti erlent

Svarta ekkjan í hart við Disney

Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel.

Viðskipti erlent

Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna

Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming.

Viðskipti erlent

Vonir dofna vegna Delta-afbrigðisins

Þær vonir sem fjárfestar víða um heim höfðu varðandi það að lífið væri að færast í eðlilegan farveg, hafa ekki ræst að fullu. Hagkerfi hafa ekki jafnað sig eins hratt og vonast var og óttast er að það geti jafnvel tekið langan tíma vegna útbreiðslu Delta-afbrigðisins.

Viðskipti erlent