

Fólk skiptist í fylkingar eftir afstöðu þess til áforma ríkasta manns heims um að kaupa Twitter. Stjórn fyrirtækisins reynir nú allt til að stöðva auðkýfinginn, Elon Musk.
Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut.
Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði.
Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum.
Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska.
Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter.
Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter.
Olíuverð lækkaði töluvert við opnun markaða í Asíu í nótt. Þannig lækkaði Brent-hráolían um tæp fimm prósent og West Texas hráolíuvísitalan um tæp sex prósent.
Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ.
Bandaríski tölvunarfræðingurinn Stephen Wilhite, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp GIF-ið, er látinn, 74 ára að aldri. Hann lést af völdum COVID-19.
Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu.
Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag.
Stríð Rússa í Úkraínu mun trufla alþjóðleg viðskipti verulega og rjúfa aðfangakeðjur, minnka hagvöxt og þrýsta á verðbólgu um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri og mjög svartsýnni spá Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.
Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina.
Rússneskir saksóknarar hafa hótað því að handtaka viðskiptamenn sem gagnrýna rússnesku ríkisstjórnina. Þá hafa þeir einnig hótað því að leggja hald á eigur fyrirtækja, sem lokað hafa starfsemi sinni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði í hádeginu.
London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður.
Tækni- og netrisinn Google hyggst kaupa netöryggisfyrirtækið Mandiant fyrir um 5,4 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 720 milljarða króna. Með kaupunum stefnir Google að því að tryggja betur gögn viðskiptavina sinna í skýinu.
Innrás Rússlands í Úkraínu mun hafa hamfarakennd áhrif á framboð og verð matvæla á heimsvísu að mati framkvæmdastjóra eins stærsta áburðarframleiðanda heimsins.
Olíurisinn Shell hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að kaupa mikið magn hráolíu frá Rússlandi á föstudaginn var. Olíuverð í heiminum hefur ekki verið hærra í mörg ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði.
Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum.
Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.
Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi.
Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi.
Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.
Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu.
Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.
Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár.