Tónlist

Hátíð með rómantískum blæ

Það eru annasamir dagar hjá Steinunni Jónsdóttur, söngkonu Reyjavíkurdætra og Amabadama. Hún þeytist á milli landa og þenur röddina. Nýlega var það Hróarskelda, á morgun er það Spánn og síðan Bræðslan á Borgarfirði eystri.

Tónlist

Vettvangur fyrir ungt tónlistarfólk á Húsavík

Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari heldur tónleikaröð á Húsavík í júlí og ágúst. Þar koma að mestu fram húsvískir tónlistarmenn. Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld og eru það Lára og breskur píanisti sem ríða á vaðið með íslenska og breska tónlist í bland.

Tónlist

Gipsy Kings kemur aftur til Íslands

Eftir að hafa suðað um það nánast í heil tuttugu ár snýr sveitin aftur til Íslands og spilar í Hörpu. Sveitin er margsundruð enda ferillinn langur. Aðalsígaunakóngurinn Manolo lætur sig þó ekki vanta.

Tónlist

Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu

Emmsjé Gauti er kominn á Karolina Fund til að safna fyrir vínylútgáfunni af plötunni sinni Vagg & velta. Allir sem styrkja útgáfuna geta fengið alls kyns hluti í kaupbæti, allt frá hlekk á niðurhal á plötunni til snekkjuferðar.

Tónlist

Fyrsta sólóplatan í haust

Helena Eyjólfsdóttir söngkona situr ekki auðum höndum þótt hún sé orðin 74 ára. Í haust er væntanleg ný hljómskífa frá henni en það er fyrsta stóra sólóplatan á meira en sextíu ára ferli.

Tónlist

Eigum enn eftir að sanna okkur mikið

Of Monsters and Men hefur verið á tónleikaferðalagi kringum hnöttinn síðan á síðasta ári. "Blanda af auknu stressi og miklu stolti sem tekur yfir líkama manns,“ segir Ragnar, söngvari og gítarleikari sveitarinnar.

Tónlist

Gefur hæfileikaríkum konum tækifæri

Söngkonan Hildur gefur út nýtt tónlistarmyndband í dag en hún vakti talsverða athygli með laginu I'll walk with you fyrr á þessu ári. Að myndbandinu koma einungis konur en Hildur segir að það sé liður í því að breyta karllægu landslagi í tónlistarheiminum.

Tónlist