
Menning

Nokkrir tímar eftir af uppboðinu og nokkur verk komin yfir verðmat
Í kvöld lýkur listaverkauppboðinu sem haldið var til styrktar Kvennaathvarfinu. Safnast hafa yfir tíu milljónir með uppboðinu.

Vann til alþjóðlegra verðlauna í píanóleik
Þrátt fyrir að Borgfirðingurinn Anna Þórhildur Gunnarsdóttir sé ekki nema tuttugu og fjögurra ára gömul þá var hún að vinna til alþjóðlegra píanóverðlauna en hún var að ljúka þriggja ára meistaranámi í Hollandi. Nú stefnir hún á doktorsnám.

Árbæjarskóli og Austurbæjarskóli komnir í úrslit Skrekks
Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram á þriðja og jafnframt síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks. Átta atriði komast í úrslit og verða seinustu tvö atriðin sem dómnefnd hleypir í úrslit, kynnt í fyrramálið.

Reynir að gera köngulærnar eins girnilegar og hægt er
Listakonan Helena Margrét fann fyrir keppnisskapi í listinni á sínum yngri árum en hún stendur nú fyrir einkasýningu í Ásmundarsal og tekur þátt í sýningum víða um heiminn á næstunni. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu.

Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli
„Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu.

Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi
Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman.

KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“
„Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

RAX Augnablik: „Hann er með níu líf og er búinn með sautján“
„Ég hef svo gaman af týpum, það er svo mikið af flottum týpum úti um allt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson í nýjasta þættinum af RAX Augnablik.

Stjórnar hljómsveitinni og syngur óperu á sama tíma
Óperudagar fara nú fram í sjötta sinn í Hörpu en lokahátíð þeirra fer fram á morgun. Þar mun 21 árs gömul tónlistarkona frumflytja þrjú íslensk verk. Hún stjórnar ekki aðeins hljómsveitinni heldur syngur hún á sama tíma.

Óli Palli poppar Skagann upp
Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ.

Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð
Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni.

„Maður er viðkvæmari fyrir þessu en mörgu öðru“
Út er komin glæpasagan Reykjavík eftir þau Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Það er alvanalegt að stjórnmálamenn sendi frá sér ævisögur um tíma sinn í pólitíkinni en fáheyrt að þeir sendi frá sér skáldsögur og það á meðan þeir sitja í embætti.

Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa
Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins
Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag.

RAX Augnablik: „Táraðist þegar þeir komu syngjandi“
Þegar Björn bóndi, fjölskyldufaðir á eyjunni Koltur, hugðist halda upp á afmælið sitt vissi hann ekki hvort einhver myndu koma því eina leiðin til þess að taka þátt í afmælisveislunni væri að sigla þangað.

Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu komið í loftið
Listaverkauppboð til styrktar Kvennaathvarfinu hófst í dag en uppboðið er haldið í samvinnu við Gallerí Fold og Vísi. Má þar finna verk eftir okkar fremsta listafólk sem gaf málverk til málefnisins ásamt hópi einstaklinga sem gaf verk úr einkasafni.

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir
Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu 2028
Ljóst er að Kópavogur verður ekki Menningarborg Evrópu árið 2028. Þetta varð ljóst í morgun þegar bæjarráð Kópavogsbæjar samþykkti með fimm atkvæðum að „ekki [væri] tímabært að taka þátt í verkefninu Menningarborg Evrópu að þessu sinni“.

Segir starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar einkennast af klíkuskap og valdníðslu
Hjálmar Einarsson kvikmyndagerðarmaður hefur ritað afar harðorða grein þar sem hann lýsir ófremdarástandi innan kvikmyndageirans sem rekja megi til vinnubragða Kvikmyndamiðstöðvar Íslands; að úthlutanir úr kvikmyndasjóði séu undirorpnar klíkuskap og vinahygli.

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu
Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

„Ég myndi aldrei láta það uppi“
Ljóð sem fylgt hafa Vigdísi Finnbogadóttur í gegnum lífið voru gefin út á bók í dag. Hún ber titilinn Ljóðin hennar Vigdísar en fyrrverandi forsetinn valdi öll ljóðin sem birtast í henni. Sjálf segist hún aldrei ætla að láta það uppi hvort hún eigi ljóð eftir sjálfa sig, falin í einhverri skúffunni.

Ræða næstu skref í réttindabaráttu fatlaðra í menningarheiminum
Menningarhátíðin List án landamæra á sér stað um þessar mundir og má með sanni segja að það sé viðburðarík vika framundan. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir og eru öll velkomin.

Lögmaður Bubba fundaði með útvarpsstjóra
Sölvi Blöndal, framkvæmdastjóri Öldu Music og Einar Þór Sverrisson lögmaður Bubba Morthens, fóru á fund Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra og kröfðust svara við því hvers vegna lag Bubba og Auðar Tárin falla hægt heyrðist varla á Rás 2.

Ólafur Elíasson kynnti verk sitt í eyðimörkinni í Katar
Íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson kynnti í gær verk sitt í eyðimörkinni í Katar í tengslum við listahátíðina Qatar Creates Week.

„Ólíðandi og ámælisvert“ að vera sniðgengin
Fulltrúar lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar telja sig hafa verið sniðgengna í umræðu um umsókn bæjarins um að vera útnefnd ein af menningarborgum Evrópu árið 2028. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét engan vita af möguleikanum í tæpa átta mánuði.

„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“
Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme.

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði
„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara
Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum.

Sögulegar skáldsögur áberandi í jólabókaflóði
Nú þegar rétt rúmir tveir mánuðir eru til jóla eru hillur verslana að fyllast af nýprentuðum bókum í öllum stærðum og gerðum. Bókajólin í ár eru sögð jól stærri höfunda og eins og fyrri ár má gera ráð fyrir eilítilli hækkun bókaverðs.

Tímamóta listasýning: „Breytingar eru alltaf til góðs“
Sjórinn hefur verið listamanninum Árna Má Erlingssyni hugleikinn bæði í verkum hans og eins lífi. Hann opnar tímamóta sýninguna Öldur aldanna - Útfjara í dag klukkan 16:00 í Listamönnum við Skúlagötu 32. Blaðamaður tók púlsinn á Árna Má.