Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram „Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými. Menning 22.9.2025 14:01
Með Banksy í stofunni heima „Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy. Menning 22.9.2025 11:31
Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf. Menning 21.9.2025 12:07
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning 19.9.2025 09:44
Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Rax fékk á árum sínum hjá Morgunblaðinu oft það verkefni að taka portrettmyndir af ráðamönnum og öðrum fyrirmennum þjóðarinnar. Hann rifjar nú upp eftirminnilegar myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddsyni og öðrum. Menning 11.9.2025 10:02
Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Ellefu vilja stýra nýrri Þjóðaróperu, sem verður starfrækt innan Þjóðleikhússins. Óperustjóri mun heyra beint undir þjóðleikhússtjóra. Menning 10.9.2025 14:48
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Rithöfundurinn Sverrir Norland vakti nýverið athygli á óvenjulegu athæfi föður síns sem krotar leiðréttingar í útgefnar bækur líkt og hann sé að lesa þær yfir. Gjörningurinn vakti mismikla lukku netverja og ekki síður ákvörðun Sverris um að birta myndir af útkrotuðum blaðsíðum. Menning 9.9.2025 16:14
Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju 2500 fermetra húsnæði við Hlemm þar sem skapandi fólk býðst leiga á ódýrri aðstöðu. Óhagnaðardrifna sjálfseignarstofnunin Haus sér um rekstur rýmisins en Haraldur Þorleifsson er einn forsvarsmanna þess. Menning 5.9.2025 11:48
Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Nanna Rögnvaldardóttir, rithöfundur og þýðandi, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handritið „Flóttinn á norðurhjarann“ við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Menning 4.9.2025 15:45
Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar, fer fram í 24. sinn frá 4. til 7. september. Um 150 viðburðir eru skráðir í dagskrá Ljósanætur en meðal þeirra sem koma fram eru Væb, Steindi Jr. og hljómsveitin Valdimar. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. Menning 2.9.2025 18:01
Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Það var mikið líf og fjör á menningarviðburðinum RVK X sem haldinn var í Grósku á Menningarnótt og spannaði marga klukkutíma og hina ýmsu listmiðla. Kvöldið endaði á alvöru partýi í bílakjallara þar sem plötusnúðar og rapparar á borð við Aron Can stigu á stokk. Menning 1.9.2025 16:30
Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. Menning 23.8.2025 13:15
Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. Menning 19.8.2025 17:02
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ný göngubrú er risin yfir Sæbraut og hafa margir skoðun á útliti hennar. Einn þeirra sem klórar sér í kollinum yfir brúnni er rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem telur hönnunina merki um of afgerandi áhrif íslenskrar verkfræði í borgarlandslaginu. Fjölmargir leggja orð í belg. Menning 19.8.2025 15:09
Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Vigdís Jakobsdóttir hefur verið ráðin verkefna – og viðburðastjóri menningarmála í Kópavogi. Menning 18.8.2025 14:03
Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Kvikmyndin Ljósbrot heldur áfram sigurför sinni um heiminn en hún er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Menning 18.8.2025 10:15
Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Hallgrímur Helgason hrinti af stað mikill umræðu um skyr á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði borðað sveitaskyr frá Erpsstöðum og spurði í kjölfarið hvernig Íslendingar hefðu glutrað niður þessu gamla skyri. Fjölmargir syrgja gamla skyrið. Menning 14.8.2025 14:41
Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Menning 12.8.2025 14:32
Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Um miðjan ágúst mun fjölmiðlakona opna dyrnar að femíníska myndlistagalleríinu SIND. Hún kveðst ekki vita til þess að nokkuð annað gallerí hérlendis byggi á sömu hugsjón. Listakonan Rúrí verður fyrst til að halda einkasýningu í SIND. Menning 5.8.2025 21:02
„Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ „Maður þarf að hafa fyrir því að halda í vináttuna. Og mig langaði að fjalla um hvernig ég hef gert það, hvernig ég upplifi vináttu. Og það hefur gerst að maður missir vini,“ segir tónlistarkonan Iðunn Einars, hið 26 ára tónskáldið, er hún talar um breiðskífu sína Í hennar heimi sem kom út í fyrra og var meðal annars tilnefnd til plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor. Menning 2.8.2025 11:01
Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz. Menning 24.7.2025 17:20
Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika. Menning 24.7.2025 11:59
Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Bogi Ágústsson birtist óvænt á sviðinu þegar farsinn Ber er hver að baki var frumsýndur í Háskólabíó um helgina og vafði áhorfendum þar um fingur sér. Menning 13.7.2025 22:47
Risastór menningarhátíð á Flateyri Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson. Menning 8.7.2025 10:18
Ofboðslega falleg berskjöldun „Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu. Menning 7.7.2025 18:03