Lífið

Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu
Volcano Express opnaði í Hörpu síðastliðinn fimmtudag. Þá var haldið opnunarhóf þar sem gestir fengu að prufa sýninguna og mættu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar, jarðfræðingar í bland við samfélagsmiðlastjörnur.

Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs
Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) hefur hrint af stað söfnun til að stækka neyðarsjóð Ragnars Þórs Ingólfssonar, þingmanns Flokks fólksins og fyrrverandi formanns VR.

Segir gott að elska Ara
Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Hrím, fagna í dag tveggja ára sambandsafmæli sínu. Í tilefni dagsins deildu þau fallegum myndum af sér á samfélagsmiðlum.

Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis
Eftir að Donald Trump sneri aftur á forsetastól hefur hann þrætt samsæriskenningar eins og perlur á bandi í orðræðu sinni. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Skuggavaldið, rýna prófessorarnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann í hvernig samsæriskenningar hafa ekki aðeins mótað orðræðu Trumps heldur einnig ríkisstjórn hans og valdbeitingu.

Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl
Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn.

Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn
Allt sem gæti minnt á útlit Væb-strákanna í Söngvakeppninni hefur rokið úr Partýbúðinni að sögn verslunarstjóra sem hefur selt alveg gríðarlega mikið af silfurlituðum flíkum og speglagleraugum. Hún segir að meginbreytingin frá fyrri árum sé aukin þátttaka hinna fullorðnu í öskudagsfjörinu.

Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til
Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð.

„Litagleðin er að springa út“
Hvað er það vinsælasta í innanhússhönnun í vetur og hvað er það allra heitasta?

Rikki G skilar lyklunum að FM957
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans.

„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“
„Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir.

„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“
Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni.

Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?
„Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér.

Stórmyndir í útrýmingarhættu
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir risabreytingar á sjónvarps- og kvikmyndamarkaði útskýra hvers vegna færri kannast við þær kvikmyndir sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna í ár heldur en tíðkaðist á árum áður þegar stórmyndir voru gjarnan tilnefndar. Hann segir alveg ljóst að stórmyndin sem slík, blockbuster myndin, sé í útrýmingarhættu.

Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó
„Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó.

Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign
Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir.

„Samband okkar hefur alltaf verið flókið“
„Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Eiginmaður Dolly Parton er látinn
Carl Dean, eiginmaður bandarísku söngkonunnar Dolly Parton til nærri sex áratuga, er látinn, 82 ára að aldri.

Var mjög heit fyrir lýtalækninum
„Ég elska að vera lengi að mála mig og hlusta á gellu hlaðvarp. Ég elska enn meira að fara í langa sjóðandi heita sturtu,“ segir Tara Sif Birgisdóttir, þjálfari, dansari og fasteignasali, sem lýsir sjálfri sér sem jákvæðri og hreinskilinni girly-girl.

Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

Hefndi kossins með kossi
Bandaríska leikkonan Halle Berry smellti einum rembingskossi á kollega sinn Adrien Brody á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunin í gær. Þar með „hefndi“ hún fyrir það þegar Brody kyssti hana á sömu hátíð fyrir meira en tuttugu árum.

Flytur ekki inn í lúxusíbúðina
Holtsteinn ehf., félag í eigu Þormóðs Jónssonar markaðsmanns hefur sett smekklega og endurnýjaða 138 fermetra íbúð við Efstaleiti í Reykjavík á sölu. Rut Káradóttir innanhússarkitekt sá um hönnunina sem er hin glæsilegasta.

Maskadagur á Ísafirði
Móðir á Ísafirði hefur í nægu að snúast enda ber bolludag og maskadag upp á afmælisdag sex ára sonar hennar. Já, maskadagur er haldinn hátíðlegur vestur á fjörðum en fyrir vikið er lítið um fagnaðarlæti á öskudaginn sjálfan líkt og annarsstaðar á landinu - í það minnsta á Ísafirði.

Auddi og Steindi í BDSM
Alheimsdraumurinn hófst á föstudagskvöldið á Stöð 2 en í þáttunum keppa þeir Steindi og Auddi gegn Sveppa og Pétri Jóhanni í stigasöfnun.

Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris
Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, skutlaði Bjarna í þaulsetnum Toyota Yaris á landsfund flokksins í Laugardalshöll um helgina.

Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið
Guðmundur Ingi Þórvaldsson leikari segist hafa tengst stórleikaranum Anthony Hopkins í gegnum sameiginlega reynslu þeirra af tólf spora kerfinu. Hann segir hvert ár sem tekst að halda börnum frá áfengi og fíkniefnum skipta sköpum. Taka verði utan um þá krakka sem ekki passi inn í.

Aukatónleikar Bryan Adams
Vegna mikillar eftirspurnar og fjölda áskorana hefur Sena ákveðið að halda aukatónleika með Bryan Adams í Eldborg, Hörpu. Aukatónleikarnir fara fram daginn eftir hina tónleika, þriðjudaginn 22. apríl.

Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum
Það var nóg um að vera í Kringlunni um helgina og þá sérstaklega í gær þegar að strákarnir í Alheimsdraumnum árituðu plaköt og sátu fyrir á myndum með aðdáendum.

Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum
Marsmánuður er genginn í garð og veturinn mætti aftur með snjókomu, lægðum og öðru fjöri. Mánuðurinn virðist þó fara vel í stjörnur landsins sem hafa það huggulegt í hversdagsleikanum, baka bollur, fagna kærleikanum, í fríi erlendis og skella sér á skíði.

Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana
„Mér fannst svo fáránleg hugsun að ég þyrfti að bíða eftir einhverjum öðrum til að láta minn draum rætast og skapa mér það líf sem mig langaði í. Ég vildi taka stjórnina,“ segir Sigrún Dóra Jóhannsdóttir. Hún var 32 ára gömul þegar hún tók þá ákvörðun að eignast barn einsömul.