Körfubolti

Hilmar Smári tilnefndur sem besti leikmaður EM | Taktu þátt í kosningunni
Hafnfirðingurinn knái hefur farinn mikinn í B-deild Evrópumótsins í körfubolta karla.

Fyrrverandi stigakóngur Domino's deildarinnar til Hauka
Haukar eru búnir að finna sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil.

Allt lítur út fyrir að Chris Paul spili með Oklahoma City Thunder í vetur
Chris Paul kom til Oklahoma City Thunder í síðustu viku frá Houston Rockets í skiptum fyrir Russell Westbrook. Flestir héldu að Thunder myndi skipta honum áfram til annars liðs. Það hefur aftur á móti reynst þrautinni þyngri.

Charles Barkley finnst að tvær ungar NBA-stjörnur þurfi að létta sig
Charles Barkley þótti sjálfur leyfa sér aðeins of mikið utan vallar þegar hann var á fullu í NBA-deildinni á sínum tíma en nú ráðleggur Sir Charles tveimur af ungum stórstjörnum NBA-deildarinnar að létta sig.

Strákarnir komnir áfram og mæta Tékkum í 8-liða úrslitum
Sigurinn stóri á Ungverjum fyrr í dag endaði á að duga íslenska U-20 ára landsliðinu í körfubolta karla til að komast áfram í 8-liða úrslit á EM í Portúgal.

Íslensku strákarnir rúlluðu upp Ungverjum og sæti í 8 liða úrslitum ætti að vera þeirra
Íslenska 20 ára landslið karla í körfubolta vann frábæran 37 stiga sigur á Ungverjum, 78-41, í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal í dag. Íslensku strákarnir áttu frábæran dag og rúlluðu ungverska liðinu upp í leik sem okkar menn urðu að vinna stórt til að komast í átta liða úrslitin.

Körfuboltakona í tíu leikja bann eftir að hafa verið handtekin fyrir heimilisofbeldi
Riquna Williams fékk nýjan samning nokkrum vikum eftir að hún var handtekin fyrir að ráðast inn á heimili fyrrum kærustu með byssu. Nú rúmum tveimur mánuðum seinna þarf hún fyrst að glíma við einhverjar afleiðingar inn á körfuboltavellinum.

„Coming to America“ útgáfa af nýju skónum hans Giannis
Giannis Antetokounmpo var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðasta tímabili og að sjálfsögðu er sá besti kominn með nýja skólínu hjá Nike. Þar á meðal er sérstök útgáfa tengd einni uppáhaldsmynd Giannis.

Ekkert til í því að Stjarnan sé að semja við Amin Stevens
Amin Stevens átti að vera á leiðinni til Stjörnunnar fyrir komandi tímabil í Domino´s deild karla í körfubolta samkvæmt kjaftasögum í íslenska körfuboltaheiminum en innanbúðarmenn í Garðabænum kannast ekkert við það.

Sleppir HM til að undirbúa sig betur fyrir Lakers
Anthony Davis hyggst ekki gefa kost á sér í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir HM í körfubolta sem fram fer í byrjun september.

Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum
Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla.

Engin vandræði gegn Írum á EM
Ísland vann sinn fyrsta sigur á EM U-20 ára í körfubolta karla þegar liðið lagði Írlandi að velli, 85-61.

Slakur síðari hálfleikur kostaði U20-strákanna sigurinn
Byrjuðu vel en krafturinn virtist úr litlu strákunum okkar í síðari hálfleik.

Bara 7 af 24 leikmönnum í Stjörnuleik NBA 2017 eru enn hjá sama liði
Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú.

Risaskipti í NBA deildinni og Westbrook orðinn leikmaður Houston Rockets
Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum.

Líkja því að ná Kawhi Leonard við það þegar Saddam Hussein var handtekinn
Los Angeles Clippers gerir sig líklegt til að vinna NBA-titilinn í körfubolta á næstu leiktíð eftir að félaginu tókst að semja við hinn magnaða Kawhi Leonard.

Golden State losar sig við Shaun Livingston
Shaun Livingston verður ekki með Golden State Warriors liðinu í NBA-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en hann ætlar samt ekki að hætta að spila í NBA-deildinni.

Kawhi Leonard getur yfirgefið Clippers eftir aðeins tvö ár
Kawhi Leonard gerði bara þriggja ára samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur nú skrifað undir hjá nýja félaginu sínu.

Collin farinn frá Stjörnunni
Landsliðsmaðurinn Collin Pryor hefur yfirgefið Stjörnuna.

Segir næsta tímabil það stærsta á ferlinum og dreymir um að spila með risunum á Spáni
KR-ingurinn er verður í eldlínunni í Euroleague í vetur. Hann dreymir um að spila með Barcelona eða Real Madrid.

Kevin Durant með nýtt númer á bakinu þegar hann kemur til baka
Bandaríski körfuboltamaðurinn Kevin Durant tók stóra ákvörðun á dögunum þegar hann ákvað að yfirgefa Golden State Warriors og semja við lið Brooklyn Nets. Hann ætlar að byrja nýtt körfuboltalíf í Brooklyn og skiptir því um númer.

Tryggvi kynntur til leiks hjá Zaragoza
Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er orðinn leikmaður spænska körfuknattleiksliðsins Zaragoza. Liðið tilkynnti um komu Tryggva í dag.

LeBron James verður leikstjórnandi Lakers-liðsins í vetur
Körfuboltamaðurinn LeBron James verður í nýju hlutverki á sínu sautjánda tímabili í NBA-deildinni samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum.

Westbrook tilbúinn að yfirgefa Oklahoma
Eftir ellefu ár hjá Oklahoma City Thunder gæti Russell Westbrook verið á förum.

Langaði í nýja og stærri áskorun
Haukur Helgi Pálsson verður annar íslenski körfuboltamaðurinn til þess að leika í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta. Haukur Helgi gekk á dögunum til liðs við Unics Kazan en áður hafði Jón Arnór Stefánsson leikið þar í landi.

Nýi leikmaður Stólanna er tveimur árum eldri en Hlynur Bærings og Jón Arnór
Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson hættu í vetur í íslenska landsliðinu vegna aldurs en þeir eru samt langt frá því að vera elstu leikmenn Domino´s deildar karla á næstu leiktíð.

Íslandsmeistararnir sækja sér kana í KR
Kiana Johnson hefur gert samning við Íslandsmeistara Vals um að spila með liðinu í Domino´s deild kvenna í körfubolta á næsta tímabili.

Öruggt hjá Spáni sem varði EM-bikarinn
Spánn er Evrópumeistari kvenna eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM kvenna.

Serbar fengu brons á heimavelli
Bretand kom mest á óvart á mótinu en fékk skell í bronsleiknum.

Þórsarar búnir að finna mann í staðinn fyrir Rochford
Þór Þ. hefur samið við Bandaríkjamanninn Omar Sherman.