
Körfubolti

Sportpakkinn: Bikarmeistararnir fengu skell og Blikar unnu fallslaginn
Valur, KR og Breiðablik fögnuðu sigri í leikjunum í Domino´s deild kvenna í körfubolta sem fóru fram í gærkvöldi. Arnar Björnsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins.

Pétur Rúnar spilar landsleik á afmælisdaginn sinn
Skagfirski körfuboltamaðurinn Pétur Rúnar Birgisson heldur upp á 24 ára afmælisdaginn sinn með því að spila landsleik út í Kósóvó.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 75-72 | Engin bikarþynnka í KR
KR tók á móti Haukum í fyrsta leik sínum eftir að hafa tapað í bikarúrslitum fyrir Skallagrími.

Breiðablik hafði betur í botnslagnum
Breiðablik vann 89-68 sigur á Grindavík er liðin mættust í botnslagnum í Dominos-deild kvenna í kvöld.

Bikarmeistararnir töpuðu með rúmlega 60 stigum
Skallagrímur varð bikarmeistari um helgina en fékk skell í fyrsta leik eftir bikarleikinn er þær töpuðu fyrir Íslandsmeisturum Vals í kvöld, 107-41.

Jón Axel og félagar fengu á sig sigurkörfu 0,7 sekúndum fyrir leikslok
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson töpuðu á grátlegan hátt í bandaríska körfuboltanum í nótt. Það var ekki nóg með að þeir misstu niður tuttugu stiga forskot heldur skoruðu mótherjarnir þeirra hálfgerða flautukörfu sem færði þeim sigurinn.

Martin valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins
Martin Hermannsson endurtók leikinn frá því þegar hann vann síðast titil í körfuboltanum. Hann var aftur valinn bestur.

Íslenska „körfuboltafjölskyldan“ í Bandaríkjunum
Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna.

Thelma Dís valin íþróttamaður vikunnar eftir skotsýninguna um helgina
Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttamaður vikunnar í Ball State skólanum.

Martin: EuroLeague er miklu stærri en Íslendingar gera sér grein fyrir
Íslenski landsliðsmaðurinn segist hafa spilað marga eftirminnilega leiki í EuroLeague í vetur.

„Er byrjaður að finna til á stöðum sem ég hef ekki fundið til á áður“
Þátttöku Alba Berlin í EuroLeague fylgir mikið leikjaálag sem Martin Hermannsson er að venjast.

„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““
Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum.

LeBron kann að velja sér réttu leikmennina
LeBron James hefur unnið alla þrjá Stjörnuleikina síðan að núverandi kerfi var tekið upp og tveir atkvæðamestu leikmenn kosningarinnar fóru að kjósa í lið.

Dr. Dre hyllti Kobe með stórbrotnu myndbandi
Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Þar var sýnt stórbrotið myndband til minningar um Kobe Bryant sem tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Dr. Dre setti saman. Finna má myndbandið í fréttinni.

Sjáðu Martin Hermannsson vinna langþráð gull í gær
Martin Hermannsson fór fyrir sínu liði þegar Alba Berlin varð í gær þýsku bikarmeistari í körfubolta. Liðið fékk silfur í öllum þremur keppnunum í fyrra en nú vannst loksins titill.

Ægir og Pavel draga sig út úr íslenska landsliðshópnum
Íslenska körfuboltalandsliðið varð fyrir enn frekara áfalli í gær þegar ljóst var að tveir lykilmenn liðsins færu ekki með liðinu út til Kósóvó.

Kawhi Leonard fyrstur til að fá Kobe Bryant bikarinn
Kawhi Leonard var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna þegar lið LeBron James vann nauman sigur í æsispennandi Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

Kobe hafði samþykkt að aðstoða Dwight í troðslukeppninni
Dwight Howard staðfesti eftir troðslukeppni NBA deildarinnar að Kobe Bryant heitinn hafi ætlað að aðstoða sig í keppninni.

Þjálfarar bikarmeistaranna allir úr Borgarfirði
Fjórir þjálfarar og aðstoðarþjálfarar sem fögnuðu bikarmeistaratitlunum tveimur í körfubolta í gær eiga að minnsta kosti eitt annað sameiginlegt. Þeir eru allir Borgfirðingar.

Martin stigahæstur er Alba Berlin varð bikarmeistari
Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson varð í kvöld þýsku bikarmeistari er lið hans Alba Berlín vann öruggan sigur á Baskets Oldenburg í úrslitum. Martin gerði sér lítið fyrir og var stigahæstur á vellinum með 20 stig.

Hetjum Borgarness var vel fagnað
Það voru mikil fagnaðarlæti í Borgarnesi í gærkvöld þegar leikmenn og þjálfarar Skallagríms mættu á þorrablót Borgnesinga eftir að hafa landað fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik.

Valur Orri í metabækur Florida Tech | Thelma átti stórleik
Valur Orri Valsson átti ríkan þátt í mikilvægum sigri Florida Tech á Embry-Riddle, 77-70, í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt.

Verðlaunin nefnd eftir Kobe Bryant | Umdeild troðslukeppni
Verðmætasti leikmaður stjörnuleiks NBA-deildarinnar er jafnan heiðraður með verðlaunum og hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að verðlaunin skuli nefnd í höfuðið á Kobe Bryant heitnum, honum til heiðurs.

Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna
Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49.

Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið
Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins.

Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni
Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 75-89 | Stjörnumenn bikarmeistarar annað árið í röð
Eftir jafnan fyrri hálfleik seig Stjarnan fram úr í þeim seinni og landaði sigri. Stjörnumenn hafa fimm sinnum orðið bikarmeistarar í sögu félagsins.

Daníel: Sáu það allir að við söknuðum Le Day
Þjálfari Grindavíkur sagði að það hafi vantað jafnvægi í leik sinna manna gegn Stjörnunni.

Arnar: Ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í fleiri titla
Þjálfari Stjörnunnar var ánægður með annan bikarmeistaratitilinn á jafn mörgum árum.