
Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Njarðvík 90-68 | Frábær sigur Þórs á andlausum Njarðvíkingum
Þórsarar komu sér aftur á beinu brautina með öruggum sigri á Njarðvík á Akureyri í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld.

Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það
„Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld.

Mikil spenna og mikið skorað í NBA í nótt
Það fóru nokkrir rosalegir leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Detroit Pistons, Dallas Mavericks unnu Golden State Warriors í háspennuleik og Atlanta Hawks unnu Toronto Raptors.

Martin og Tryggvi með sigra á Spáni
Íslensku landsliðsmennirnir Tryggvi Snær Hlinason og Martin Hermannsson voru í eldlínunni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Íslensku stelpurnar steinlágu fyrir sterku liði Slóvena
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í Slóveníu þegar liðin mættust ytra í undankeppni EM 2021 í dag.

Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“
Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili.

Durant lét forráðamenn NBA-deildarinnar heyra það
Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets, lét forráðamenn NBA-deildarinnar í körfubolta fá það óþvegið á samfélagsmiðlum eftir leik liðsins gegn Toronto Raptors í nótt.

„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“
Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður.

Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið
Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru.

Slakur varnarleikur Nets áhyggjuefni og gott gengi Jazz heldur áfram
Það var af nægu að taka úr leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Ofurlið Brooklyn Nets getur ekki spilað vörn, Utah Jazz er besta lið deildarinnar sem stendur og Boston Celtics lögðu Los Angeles Clippers.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 74-98 | Keflavík á toppinn
Keflvíkingar komst aftur í efsta sætið Domino´s deildar karla í körfubolta er þeir sóttu tvö stig til erkifjenda sinna í KR í DHL-höllinni í kvöld.

Helgi: Við erum með hörkulið og hefðum alveg að getað unnið þá
KR-ingar voru sýnilega svekktir með úrslitin í leik sínum á móti Keflavík fyrr í kvöld en þeir töpuðu leiknum með 24 stiga mun sem væntanlega er allt of mikill munur fyrir lið eins og KR á heimavelli.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-76 | ÍR-ingar tóku fram úr í seinni hálfleik
ÍR vann góðan sigur á Grindavík, 98-76, þegar liðin áttust við í Seljaskóla í fyrri leik kvöldsins í Domino‘s deild karla.

Daníel: Þetta var galið, algjörlega galið
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var langt frá því að vera hamingjusamur eftir tapið fyrir ÍR, 98-76, í kvöld.

Fyrstu systurnar með yfir tíu stig í sama A-landsleik
Sara Rún og Bríet Sif Hinriksdætur voru báðar í hópi þriggja stigahæstu leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á móti Grikklandi í gær.

NBA dagsins: Besta liðið gefur ekkert eftir og James tók fram úr Chamberlain
Utah Jazz er með besta sigurhlutfallið það sem af er leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta og í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig liðið fór með Atlanta Hawks í nótt.

LeBron ósáttur með að stjörnuleikurinn fari fram í miðjum heimsfaraldri
LeBron James er ósáttur með að NBA-deildin ætli að vera með hinn árlega stjörnuleik í miðjum heimsfaraldri.

Durant og James vinsælastir
LeBron James skoraði þrefalda tvennu fyrir meistara LA Lakers í nótt þegar þeir stungu Denver Nuggets af í seinni hálfleik og unnu 114-93, í NBA-deildinni í körfubolta. Þar mættust liðin sem léku til úrslita í vesturdeildinni í fyrra.

Ægir Þór: Ég er bara að gera sömu hluti og ég hef verið að gera öll árin
Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, átti enn einn frábæran leik á þessum tímabili þegar Stjarnan sótti tvö stig í Njarðvík í kvöld er liðin mættust í Dominos-deild karla. Lokatölur 96-88 Stjörnunni í vil.

Lárus: Finnst við eiga slatta inni
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega sáttur með að vinna Val en þetta var þriðji sigur liðsins á útivelli í röð.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 67-86 | Þriðji útisigur Þórsara í röð
Þór Þ. vann sinn öruggan sigur á Val, 67-86, þegar liðin áttust við í Origo-höllinni í 9. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var þriðji útisigur Þórsara í röð og fjórði sigur þeirra í síðustu fimm leikjum.

Martin frábær í naumum sigri Valencia í framlengdum leik
Martin Hermannsson átti frábæran leik í naumum tveggja stiga sigri Valencia á CSKA Moskvu í framlengdum leik í EuroLeague í kvöld, lokatölur 105-103. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur en CSKA er sem stendur í 2. sæti deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 88-96 | Stjarnan á toppinn með sigri í Reykjanesbæ
Stjarnan mætti Suðurnesjaliði í þriðja leiknum í röð í Domino's deildinni. Í kvöld fór það svo að Stjarnan vann átta stiga sigur og tyllti sér á topp deildarinnar. Lokatölur 96-88 Garðbæingum í vil.

Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið
Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn.

Umfjöllun: Tindastóll - Haukar 86-73 | Loksins unnu Stólarnir heimaleik
Tindastóll vann sinn fyrsta heimaleik, í fjórðu tilraun, í Domino's deild karla er liðið hafði betur gegn Haukum á heimavelli í kvöld, 86-73. Haukarnir voru hins vegar að tapa sínum sjötta leik í röð í Domino's deildinni.

Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum
Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta.

Stórt tap gegn Grikklandi
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap gegn Grikklandi í kvöld er liðin mættust í undankeppni Evrópumótsins. Ísland tapaði með 37 stiga mun, lokatölur 95-58. Ísland hefur tapað öllum leikjum sínum.

NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið
Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot.

Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld
Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta.