Innherji

Íslenskur fótbolti hefur ekki efni á að vera í ruslflokki

Evrópuævintýri Blikakvenna mun eflaust reynast mikil lyftistöng fyrir íslenska kvennaknattspyrnu. Þátttaka í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er meiriháttar afrek á alla mælikvarða en sökum þess hvernig verðlaunagreiðslum evrópska knattspyrnusambandsins UEFA er háttað verður áhugavert að rýna í fjármálahliðina.

Umræðan

Gjörbyltu gömlu ríkisfyrirtæki og fengu gott verð fyrir

Jón Sigurðsson, sem leiðir eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, var valinn viðskiptamaður ársins á Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021 fyrir stöðuga verðmætaaukningu í íslensku atvinnulífi með áhrifafjárfestingum Stoða. Þetta er verðmætaaukning sem verður ekki til af sjálfu sér heldur með úthugsaðri stefnumótun áður en Stoðir kaupa sig inn í félög.

Innherji

Forstjóri PLAY: „Við höfum séð að það er bara verðið sem skiptir máli“

Bandaríkjaflug PLAY, sem hefst í vor, gjörbreytir viðskiptalíkani íslenska flugfélagsins og leiðir til þess að umsvifin aukast gríðarlega. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir félagið í góðu færi til að sækja markaðshlutdeild á tengimarkaðinum yfir Norður-Atlantshafið með lágum verðum. Verðið sé það sem skipti mestu máli þegar upp er staðið.

Innherji

Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera

Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. 

Innherji

Bíódagar á köldum klaka

Astraltertan stóð líklega í mörgum þegar fréttir bárust að því að í fjárlögum væri gert ráð fyrir hálfum milljarði í þróun á íslenskri streymisveitu á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og þar með íslenska ríkisins.

Umræðan

Ríkisábyrgðin hefur verið mikilvægur öryggisventill að mati Icelandair

Ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair hefur verið mikilvægur öryggisventill fyrir íslenska flugfélagið þrátt fyrir að félagið hafi ekki þurft að draga á línuna. Þetta kemur fram í svari flugfélagsins við fyrirspurn Innherja um hvort það hafi þurft eða muni hugsanlega þurfa að draga á lánalínuna áður en ríkisábyrgðin rennur út næsta haust.

Innherji

Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas.

Innherji

Rekstur sveitarfélaga ekki sjálfbær til lengri tíma litið

Á röskum 40 árum, frá árinu 1980 til 2020, sýna gögn hagstofu að heildarafkoma sveitarfélaga hefur verið neikvæð í 33 ár og jákvæð í aðeins 8 ár, síðast árið 2007. Þetta kemur fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarpið.

Innherji

Viðskiptaverðlaun Innherja og 1881 veitt á miðvikudag

Viðskiptaverðlaun Innherja og velgjörðarfélagsins 1881 verða veitt á miðvikudaginn, þar sem fólk og fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir góðan árangur. Dómnefnd Innherja byggir val sitt á tillögum sem bárust frá tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum úr viðskiptalífinu. Viðskiptaverðlaunin eru nú haldin í fyrsta sinn, en verða árviss viðburður, þar sem allur ágóði rennur til góðs málefnis.

Innherji

Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu

Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.

Innherji

Svava segir Boozt ekki vera að taka af NTC

Svava Johansen, kaupmaður í NTC, segir innreið netverslunar Boozt til Íslands vissulega kröftuga, en segir þó að staðan muni ekki skýrast fyrr en að áhrifum heimsfaraldurs á hegðun og ferðalög fólks linnir. Sjálf fagnar hún allri samkeppni og segir Boozt ekki fyrstu áskorunina í sínum verslunarekstri, sem spannar áratugi í borginni.

Innherji

Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða

Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.

Innherji