Innherji

Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi

Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.

Klinkið

Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri

Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa.

Innherji

AGS segir að efla þurfi eftir­lit með líf­eyris­sjóðum

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála.

Innherji

Uggur og ótti á mörkuðum: Horfurnar betri á Íslandi en óvissan áfram ráðandi

Ef seðlabankar iðnríkja sjá sig knúna til að hækka vexti hratt og mikið vegna ótta um að verðbólgan sé að fara úr böndunum gæti það leitt efnahagssamdráttar. Verði slík sviðsmynd að veruleika, sem er ekki útilokað, þá mun það setja áfram þrýsting á eignamarkaði eins og hlutabréf sem hafa nú þegar lækkað skarpt hér heima og erlendis.

Innherji

Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu

Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.

Klinkið

Þing­nefndir fengu ýtar­lega kynningu á áformum Banka­sýslunnar

Bankasýsla ríkisins gerði bæði efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir því hvernig tilboðsfyrirkomulagið, sem var notað við síðustu sölu ríkissjóðs á hlutafé í Íslandsbanka, virkaði og hvaða markmiðum væri hægt að ná með þessu fyrirkomulagi í samanburði við almennt útboð. 

Innherji

Arion útilokar ekki yfirtökur á norðurslóðum

Stjórnendur Arion banka útiloka ekki að ráðast í yfirtökur til þess að auka umsvif bankans á norðurslóðum en þeir eru þó ánægðir með árangurinn sem bankinn hefur náð upp á eigin spýtur. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Arion banka í gærmorgun.

Innherji

Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar.

Innherji

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.

Innherji

Upplýsingaóreiða í Efstaleiti

Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.

Klinkið

Sidekick verðmetið á yfir 40 milljarða í fjármögnun leiddri af Novator

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér 55 milljón Bandaríkjadala fjármögnun, sem samsvarar rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna, til þess að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Innherja var fyrirtækið verðmetið á 300 til 350 milljónir dala í viðskiptunum, eða hátt í 45 milljarða króna.

Innherji

Erum að vinna í haginn fyrir kjarasamninga, segir seðlabankastjóri

„Við höfum tækin sem þarf til að ná niður verðbólgunni og við getum beitt þeim af fullum þunga. Ef við þurfum að gera það í andstöðu við aðila vinnumarkaðarins af því að þeir ætla sér að auka enn á verðbólguna með því að hækka launin meira en hagkerfið þolir þá þýðir það einungis að Seðlabankinn þarf að keyra hagkerfið niður í kreppu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í viðtali við Innherja.

Innherji

Jarðboranir fá 155 milljóna króna reikning frá Skattinum

Ríkisskattstjóri tilkynnti Jarðborunum í síðasta mánuði um fyrirhugaða endurákvörðun gjalda fyrir árin 2017 til 2020 vegna viðskipta við hollenska dótturfélag sitt Heklu Energy BV. Standi sú ákvörðun Skattsins þá mun tekjuskattur og álag Jarðborana vegna þessa tímabils hækka um 155 milljónir króna.

Innherji

Benedikt Egill ráðinn framkvæmdastjóri LOGOS

Benedikt Egill Árnason, lögmaður og einn eigenda LOGOS lögmannsþjónustu, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þórólfi Jónssyni, lögmanni, sem hefur gegnt starfinu síðastliðin þrjú ár en mun nú einbeita sér alfarið að lögmannsstörfum hjá félaginu.

Klinkið

Áhrif hækkandi matvælaverðs eiga eftir að „koma inn af fullum þunga“

Verðbólguhorfurnar eru dökkar fyrir næstu mánuði og útlit er fyrir að áhrif hærra matvælaverðs, sem hefur hækkað um 5,2 prósent síðasta árið, muni þá koma inn af fullum þunga. Þær miklu verðhækkanir sem hafa orðið á mörgum hrávörum á heimsvísu að undanförnu, meðal annars á sólblómaolíu, hveiti og sojabaunum, eru vart komin inn í matvælaverðið hér á landi.

Innherji

CCP í fjárfestingafasa: „Við þurfum að taka áhættu og læra af því“

Tölvuleikjafélagið CCP, sem fagnar brátt aldarfjórðungsafmæli, er í miklum fjárfestingafasa að sögn forstjórans Hilmars Veigars Péturssonar. Hann segir að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu.

Innherji