Innherji
Ofgreiðsla skatta við slit félaga og réttur til endurgreiðslu
Það er óhætt að fullyrða að með nýlegum úrskurðum hafi yfirskattanefnd tekið af skarið og kveðið á um það með afdráttarlausum hætti að sú framkvæmd sem ríkisskattstjóri hefur viðhaft við slit félaga um árabil fái ekki staðist.
Hækkar verðmatið á Alvotech í 630 milljarða rétt fyrir skráningu á markað
Heildarvirði íslenska líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech, sem verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi síðar í þessum mánuði, er metið á um 4,95 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 630 milljarða króna, í uppfærðu verðmati bandaríska fjárfestingabankans Nortland Capital á félaginu.
BBA//Fjeldco varar við frumvarpi sem girðir fyrir erlenda fjárfestingu
Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.
Fasteignaskattur hækkar úr öllu hófi
Ráðast þarf í breytingar á þeirri lagaumgjörð sem gildir um fasteignaskatt. Fyrsti liðurinn væri að afnema þá heimild sem sveitarstjórnir hafa til 25 prósent hækkunar á skattstofni fyrir atvinnuhúsnæði og að innleiða varúðarreglur að norrænni fyrirmynd sem kæmu í veg fyrir stórfelldar hækkanir á fasteignaskatti.
Stærsti einkafjárfestirinn selur sig út úr Íslandsbanka
Útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur á síðustu vikum selt nær allan eignarhlut sinn í Íslandsbanka fyrir vel á þriðja milljarð króna. Félagið var fyrir söluna stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans með rétt rúmlega eins prósenta hlut.
Stefnir með um fimmtungshlut í Nova og félagið metið á 19,5 milljarða í útboðinu
Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, dótturfélag Arion banka, er næst stærsti hluthafi Nova en sjóðir í rekstri þess fara með samanlagt um 18 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu sem hefur boðað til hlutafjárútboðs næstkomandi föstudag sem mun standa yfir út næstu viku, eða til 10. júní. Í kjölfarið verður félagið skráð á Aðalmarkað í Kauphöllinni þriðjudaginn 21. júní.
Andri Fannar til ADVEL lögmanna
Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur gengið til liðs við ADVEL lögmenn. Þar mun hann starfa sem ráðgjafi samhliða áframhaldandi störfum sínum við HR.
Íslenskir framtakssjóðir klára kaup á Promens fyrir um 15 milljarða
Tveir íslenskir framtakssjóðir, sem eru nánast alfarið í eigu lífeyrissjóða, fara í sameiningu fyrir kaupum á starfsemi Promens hér á landi en viðskiptin kláruðust fyrr í dag, samkvæmt heimildum Innherja.
Afskiptasami ráðherrann og löngunin til að handstýra hagkerfinu
Hið undarlega hlutverk hagfræðinnar, skrifaði nóbelsverðlaunahafinn Friedrich A. Hayek í lauslegri þýðingu undirritaðs, er að varpa ljósi á hversu lítið menn vita í raun um það sem þeir ímynda sér að geta hannað.
Stefnt að útboði Nova í næstu viku og vilja selja fyrir sjö til níu milljarða
Stefnt er að því að hlutafjárútboð Nova muni hefjast í næstu viku en stjórnendur og ráðgjafar fjarskiptafyrirtækisins, sem hafa fundað með fjárfestum og markaðsaðilum í vikunni, horfa þar til þess að selja hluti í félaginu fyrir á bilinu um sjö til níu milljarða króna, samkvæmt heimildum Innherja.
Bankasýslan taldi sér „skylt“ að upplýsa um „læk“ á færslu um útboð ÍSB
Bankasýslan ríkisins taldi sér „skylt“ að afhenda Ríkisendurskoðanda upplýsingar um að Hersir Sigurgeirsson, dósent við Háskóla Íslands, hefði sett „læk“ við færslu á Facebook þar sem framkvæmd útboðs við sölu á stórum hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka var harðlega gagnrýnd og eins störf Bankasýslunnar.
SAF reyndi að siga Samkeppniseftirlitinu á veiðifélög
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfu Samtaka ferðaþjónustunnar um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem féllst ekki á að beiðni samtakanna um að settar yrðu kvaðir á veiðifélög vegna útleigu veiðihúsa.
Hærri vextir og meiri áhættufælni lækkar verðmat á Íslandsbanka
Gerbreytt vaxtaumhverfi ásamt aukinni áhættufælni fjárfesta þýðir að ávöxtunarkrafa á eigið fé Íslandsbanka hækkar talsvert, eða úr 11,3 prósentum í 12,3 prósent, og við það lækkar nokkuð verðmatsgengi bankans, að mati Jakobsson Capital.
Mikill vöxtur í fyrirtækjalánum utan hins hefðbundna bankakerfis
Stöðugur vöxtur er í lánum fagfjárfestasjóða til fyrirtækja á sama tíma og bankakerfið hefur einnig tekið við sér í að stórauka á ný lán til atvinnulífsins. Frá því í ársbyrjun 2021 hafa heildarútlán slíkra sjóða, sem eru einkum fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, til atvinnufyrirtækja aukist um 60 prósent og námu þau 155 milljörðum í lok apríl.
Almennir fjárfestar skertir niður í 678 þúsund krónur í útboði Ölgerðarinnar
Almennir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk síðastliðinn föstudag, fengu úthlutað bréfum í félaginu upp á 678 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð
Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum.
Guðmundur Fertram gegnir stjórnarformennsku hjá indó
Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.
Fjármálastjóri Kviku kaupir í bankanum fyrir um 10 milljónir
Ragnar Páll Dyer, fjármálastjóri Kviku, keypti í morgun hlutabréf í bankanum fyrir tæplega 10 milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar keypti hann samtals 500 þúsund hluti á genginu 19,7 krónur á hlut.
Fyrsta fjármögnunin í íslenskum rafíþróttum gengin í gegn
Rafíþróttafélagið Dusty gekk í síðustu viku frá sinni fyrstu hlutafjáraukningu og er hún jafnframt fyrsta hlutafjáraukningin í rafíþróttum á Íslandi. Dusty, sem hefur hingað til verið fjármagnað með eigin rekstri og stofnframlögum eiganda, fékk 30 milljóna króna innspýtingu frá fjárfestingafélaginu Umbrella ehf. sem verðmetur rafíþróttafélagið á 150 milljónir króna.
Fjórföld eftirspurn í útboði Ölgerðarinnar og félagið metið á 28 milljarða
Alls bárust áskriftir fyrir rúmlega 32 milljarða króna í almennu hlutafjárútboði Ölgerðarinnar, sem lauk í gær, sem samsvarar rúmlega fjórfaldri umfram eftirspurn. Seldur var 29,5 prósenta hlutur í félaginu fyrir samtals 7,9 milljarða króna.
Forstjóri Kviku selur bréf í bankanum fyrir nærri 70 milljónir
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, seldi hlutabréf í Kviku í dag fyrir nærri 70 milljónir samkvæmt tilkynningu sem var send til Kauphallarinnar. Seldi hann 3,3 milljónir hluta á genginu 20,4.
Nærri 20 prósenta samdráttur hjá Medis
Rekstrartekjur Medis, sem er dótturfélag lyfjarisans Teva Pharmaceutical Industries, námu 191 milljón evra á síðasta ári, jafnvirði 26,4 milljarða króna, og drógust þær saman um rúmlega 19 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Lítið um innlausnir fjárfesta úr sjóðum þrátt fyrir verðhrun á mörkuðum
Annan mánuðinn í röð minnkuðu fjárfestar við stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum en hreint útflæði úr þeim var samanlagt tæplega 900 milljónir króna í apríl.
Vægi erlendra eigna stóru sjóðanna minnkaði mikið á fyrsta ársfjórðungi
Eftir að hafa aukist nánast stöðugt undanfarin misseri og ár þá minnkaði hlutfall erlendra eigna stærstu lífeyrissjóða landsins verulega á fyrstu þremur mánuðum ársins samhliða gengisstyrkingu krónunnar og miklum verðlækkunum bæði hlutabréfa og skuldabréfa á erlendum mörkuðum.
Jakob Valgeir kaupir 20 prósent í Hraðfrystihúsinu Gunnvör
Jakob Valgeir ehf., sem rekur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík, hefur keypt nærri 20 prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvör samkvæmt heimildum Innherja.
Engin áform uppi um hlutafjáraukningu, segir forstjóri Play
Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverði eftir innrás Rússa í Úkraínu þá segir forstjóri Play að engar breytingar séu á fyrri rekstraráætlunum flugfélagsins fyrir þetta ár. Enn sé búist við því að einingakostnaður Play, að frátöldum eldsneytiskostnaði, muni minnka jafnt og þétt undir fjögur sent í sumar og að félagið verði farið að skila rekstrarhagnaði á seinni hluta ársins.
Tekjur Arctic Adventures jukust um 50 prósent milli ára
Rekstrartekjur Arctic Adventures, sem er stærsta afþreyingarfyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu, námu rúmlega 2,3 milljörðum króna á síðasta ári og jukust um 50 prósent milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.
Hlutabréfaverð Play komið undir útboðsgengi félagsins í fyrra
Hlutabréfaverð Play, sem hefur lækkað um nærri 16 prósent frá áramótum, er í fyrsta sinn komið undir það gengi sem stærri fjárfestar keyptu á í almennu hlutafjárútboði og í kjölfarið skráningu flugfélagsins á markað fyrir nærri einu ári síðan.
Jón Óttar í stjórn Nova eftir kaup fjárfesta á þriðjungshlut
Stokkað var upp í stjórn Nova, sem undirbýr nú skráningu á markað, í síðasta mánuði eftir að þrír framtakssjóðir fóru fyrir kaupum fjárfesta á rúmlega þriðjungshlut í fjarskiptafélaginu.
SaltPay missti stóra kúnna og mikla hlutdeild til keppinauta
Stórir samningar um færsluhirðingu, meðal annars við smásölurisann Festi, færðust frá SaltPay til keppinautanna Valitor og Rapyd á seinni hluta síðasta árs. Sú staðreynd að markaðshlutdeild SaltPay hefur legið niður á við í samfellt þrjú ár var ein ástæða fyrir því að Samkeppniseftirlitið taldi samruna keppinautanna skaðlegan samkeppni án sérstakra skilyrða.