Innherji

Kim Kardashian nær sáttum við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur náð sáttum við bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) vegna auglýsinga á samfélagsmiðlum hennar um fjárfestingar í rafmyntaafurðum. SEC féll frá ákæru eftir að Kardashian náði samkomulagi um greiðslu upp á 1,26 milljónir dollara, eða sem nemur ríflega 180 milljónum króna.

Innherji

Markaðurinn klofinn um næstu vaxtaákvörðun

Skiptar skoðanir eru á því hvort hjöðnun verðbólgu og merki um viðsnúning á fasteignamarkaði gefi Seðlabanka Íslands nægt tilefni til að hægja verulega á vaxtahækkunum. Meira en helmingur markaðsaðila spáir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabankinn hækki vexti um 25 punkta á miðvikudaginn en aðrir telja að bankinn þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig og sjá því 50 punkta hækkun í kortunum.

Innherji

Helstu hætturnar fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna og Kína

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nú hækkað vexti um 75 punkta þrjú skipti í röð. Eins og við mátti búast heyrast kröftug mótmæli frá álitsgjöfum og stjórnmálamönnum, varandi við yfirskotum við vaxtahækkanir. Ég er ósammála. Það er löngu orðið tímabært fyrir Seðlabanka Bandaríkjanna að byrja á að grafa sig upp úr þeirri dýpstu holu sem hann hefur nokkurn tíma komið sér í.

Umræðan

Stjórn Símans vill greiða nær allt söluandvirði Mílu út til hluthafa

Á hluthafafundi sem stjórn Símans hefur boðið til verður lögð fram tillaga um lækkun hlutafjár félagsins með greiðslu til hluthafa upp á 31,5 milljarða króna, sem nánast allt reiðuféð sem fjarskiptafélagið fékk fyrir söluna á Mílu. Jafnframt er til skoðunar að selja eða greiða út til hluthafa 17,5 milljarða króna skuldabréf sem var hluti af sölunni. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallarinnar.

Innherji

Vanguard keypti fyrir tvo milljarða í Arion banka

Bandaríska sjóðastýringarfélagið Vanguard fer með tæplega 0,8 prósenta eignarhlut í Arion eftir að hafa fjárfest í bankanum samhliða því að íslenski markaðurinn var færður upp í flokk nýmarkaðsríkja í byrjun síðastu viku.

Innherji

Hið opinbera klekkir á einkaaðilum

Hið opinbera fer t.a.m. gegn skýrum markmiðum laganna með því að skipta innkaupum upp í sjálfstæða samninga og gera viðvarandi eða endurnýjanlega samninga þannig að erfitt verður að átta sig á samanlögðu virði þeirra, án þess að hafa jafnræði og hagkvæmni að leiðarljósi. Og hagsmunaárekstrar geta verið til staðar sem raska jafnvægi bjóðenda.

Umræðan

Lífeyrissjóðir með helmingi minni hlut í Mílu en þeim stóð til boða að kaupa

Takmörkuð aðkoma sumra af stærstu lífeyrissjóðum landsins við kaup á hlutum í Mílu í samfloti með franska sjóðastýringarfélaginu Ardian þýðir að samanlagður eignarhlutur sjóðanna í fjarskiptafyrirtækinu verður talsvert minni en áður var áætlað. Íslensku lífeyrissjóðirnir munu tilnefna fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Símanum sem fulltrúa sinn í stjórn Mílu eftir að viðskiptin klárast.

Innherji

Lán­þega­skil­yrðin komin til að vera en fyrstu kaup­endur gætu fengið af­slátt

Nýlegar reglur um hámark greiðslubyrðar á húsnæðislánum eru komnar til vera enda lítur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands svo á að reglurnar séu til þess fallnar að draga úr sveiflum fasteignaverðs til lengri tíma litið. Hins vegar gæti nefndin ákveðið að slaka á kröfum sem gerðar eru til fyrstu kaupenda þegar fasteignamarkaðurinn hefur róast.

Innherji

Rann­sakar hluta­bréfa­við­skipti dagana fyrir út­boð Ís­lands­banka

Rannsókn Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á starfsháttum ráðgjafa fjármálafyrirtækja við sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrr á árinu beinist meðal annars að mögulega óeðlilegum viðskiptum á hlutabréfamarkaði yfir tveggja daga tímabil áður en útboðið kláraðist. Eftirlitið hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá söluráðgjöfunum um samskipti þeirra við viðskiptavini sína dagana 21. og 22. mars síðastliðinn.

Innherji

Hægir á innlausnum fjárfesta úr innlendum hlutabréfasjóðum

Fjórða mánuðinn í röð dró lítillega úr innlausnum fjárfesta úr íslenskum hlutabréfasjóðum en stöðugt útflæði hefur verið úr slíkum sjóðum, rétt eins og í öðrum verðbréfasjóðum, samtímis miklum óróa og verðlækkunum á mörkuðum á síðustu mánuðum. Frá því í lok febrúar, þegar innrás Rússa hófst í Úkraínu, nemur nettó útflæði úr verðbréfasjóðum samanlagt um 23 milljörðum.

Innherji

Fimm aumir ráðherrastólar

Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur fyrst og fremst verið eyðslustjórn frá því hún var mynduð árið 2017 og nú virðist hún ætla að falla á stóra prófi ríkisfjármálanna.

Umræðan

Peningaprentun fór úr böndunum í heimsfaraldri

Erfið staða efnahagsmála í Evrópu er ekki eingöngu vegna orkuskorts heldur einna helst afleiðing mikillar peningaprentunar bæði í Evrópu og Bandaríkjunum frá vormánuðum 2020. Þetta er mat Lars Christensen, hagfræðings.

Innherji

Endur­skoða þarf sér­ís­lenskar reglur um kaup­auka, segir með­eig­andi LOGOS

Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni.

Innherji

Selt í Marel fyrir á annan tug milljarða á örfáum mánuðum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Capital Group, sem var um skeið stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi Marels, hefur á nokkrum mánuðum selt liðlega þriðjung allra bréfa sinna í íslenska félaginu. Stórfelld sala sjóða í stýringu Capital hefur átt sinn þátt í því að drífa áfram miklar lækkanir á hlutabréfaverði Marels.

Innherji

Spá mesta hagvexti síðustu fimmtán ára

Hagvöxtur á Íslandi verður 7,3 prósent á árinu 2022 ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt verður síðar í dag. Svo mikill hagvöxtur hefur ekki verið hér á landi í fimmtán ár.

Innherji

Tilfinninganefndirnar

Það skiptir máli að nú þegar við tökum fagnandi á móti erlendum vísitölusjóðum liggi fyrir einhver afstaða til tilnefningarnefnda. Þó vísitölusjóðir hafi ekki mikla skoðun, hafa þeir skoðun á stjórnarháttum.

Umræðan

Sjóðir Vanguard keyptu í Kviku fyrir nærri milljarð króna

Bandaríski sjóðastýringarrisinn Vanguard ræður yfir nálægt eins prósenta hlut í Kviku eftir að hafa keypt nánast öll þau bréf sem voru seld í bankanum í lokunaruppboði í Kauphöllinni á föstudaginn fyrir rúmlega viku í aðdraganda þess að Ísland færðist upp í flokk nýmarkaðsríkja.

Innherji