Handbolti

Ýmir Örn Gíslason á leið til Rhein-Neckar Löwen

Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti

Gísli Þorgeir meiddist enn á ný á öxl

Fyrr í dag greindum við frá því að Gísli Þorgeir Kristjánsson hefði snúið aftur á handboltavöllinn eftir erfið meiðsli á öxl og skorað tvívegis er Magdeburg tapaði gegn Flensburg. Meiddist Gísli Þorgeir enn á ný illa á öxl í leiknum.

Handbolti

Meistararnir í vandræðum gegn ÍBV

Íslandsmeistarar Vals unnu nauman tveggja marka sigur á ÍBV í 14. umferð Olís deildar kvenna í dag. Lokatölur 21-19 Valsstúlkum í vil en ÍBV var lengi vel yfir í leiknum.

Handbolti

Gunnar Magnússon: Þetta svíður mikið

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega ósáttur með að tapa fyrri erkifjendum FH í Olís deild karla í kvöld. FH vann með þriggja marka mun, 31-28, en byrjun síðari hálfleiks drap Hauka í kvöld.

Handbolti

Viggó hafði betur gegn Arnóri Þór og Ragnari

HSG Wetzlar, lið Viggó Kristjánssonar, hafði betur gegn Bergischer HC í þýsku úrvalsdeildinni í dag en þeir Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson leika með síðarnefnda liðinu. Lokatölur 27-24 Wetzlar í vil.

Handbolti

Annar sigur HK kom á Akureyri

HK gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild karla í dag. Unnu gestirnir úr Kópavogi fjögurra marka sigur, lokatölur 26-23. Var þetta aðeins annar sigur HK í deildinni.

Handbolti

Birna Berg með tvö mörk í naumum sigri

Birna Berg Haraldsdóttir, landslliðskona í handbolta, skoraði tvö mörk í þriggja marka sigri Neckarsulmer Sport-Union á HSG Bad Wildungen Vipers í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur 26-23.

Handbolti