Rúnar ósáttur við bannið: Ömurlegt að menn giski á allt hið versta frá mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2021 15:06 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, er afar ósáttur með bannið sem hann var dæmdur í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn KA á laugardaginn. Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Rúnar fékk rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum fyrir brot á Patreki Stefánssyni. Rúnar hafði þá skorað sjö mörk. Þrátt fyrir brottrekstur hans vann ÍBV leikinn, 35-31. Á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag var Rúnar dæmdur í eins leiks bann. Og hann er langt frá því að vera sáttur við þann úrskurð eins og hann rekur á Facebook-síðu sinni. Hverjum tilheyrði höndin? Þegar Rúnar ræddi við dómarana um brotið eftir leik tjáði annar þeirra honum að hann hafi ekki séð neitt. Hinn sagðist hafa séð útrétta hendi og höfuð kastast til hliðar en var ekki viss hverjum höndin tilheyrði. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og viðtal við Rúnar þar sem hann segist skilja af hverju dómarar leiksins ráku hann af velli þótt brotið hafi ekki verið gróft. Klippa: Seinni bylgjan - Rúnar um rauða spjaldið Í Facebook-færslunni sagðist Rúnar hafa verið fullvissaður að hann yrði ekki dæmdur í bann vegna rauða spjaldsins þar sem hann hafi ekki áður verið rekinn af velli á tímabilinu. En annað kom á daginn. Þegar Rúnar leitaði nánari skýringa hjá HSÍ var honum tjáð að erfitt væri að sjá á myndbandi hvort hann hafi farið í andlit Patreks eða hvort hnefi eða opinn lófi hafi verið á lofti. En í skýrslu dómara hafi staðið að hann hafi slegið Patrek. Var ekki sárkvalinn Rúnar segir að vegna afleiðinga brotsins hafi menn giskað á það versta og dæmt hann í bann. Hann segir að Patrekur hafi legið eftir sárkvalinn en hafi svo tjáð honum að hann væri það ekki. Rúnar segir að þetta sé aðeins þriðja rauða spjald hans á ferlinum og hann sé þekktur fyrir að vera prúður á velli, og kannski um of. „En að það sé giskað í eyðurnar og gengið út frá því versta, að maður sé bara fauti að reyna meiða menn, óíþróttamannsleg hegðun, það er ég mjög ósáttur við. Því það er ekki það sem ég stend fyrir og mun aldrei gera,“ skrifar Rúnar. Gríðarlega óréttlátt Hann segir að fyrsta rauða spjaldið á ferlinum hafi hann fengið fyrir klaufalegt brot þegar hann var ungur leikmaður Fram og hitt fyrir að skjóta í höfuð markvarðar í vítakasti. Rúnar segir að markvörðurinn hafi hreyft höfuðið og síðan fyrirgefið sér. „En óíþróttamannsleg hegðun og menn giski á að allt hið versta frá mér, það finnst mér ömurlegt, mér líður illa með það og það finnst mér gríðarlega óréttlátt!“ segir Rúnar í lokaorðum sínum í færslunni. Hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á sunnudaginn en þar verður Rúnar fjarri góðu gamni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira