Handbolti

Andri: Við eigum ennþá fullt af hlutum inni

KA/Þór sigraði Stjörnuna með einu marki, 27-26, í KA heimilinu í dag. Heimastúlkur náðu mest sjö marka forskoti um miðbik síðari hálfleiks en misstu það svo niður í eitt mark undir lok leiks. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór var sáttur með stigin tvö en fannst leiðinlegt hvernig lið hans endaði leikinn.

Handbolti

Get ekki út­skýrt af­hverju þeir gerðu ekki betur

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli.

Handbolti

Magdeburg og Bergischer höfðu betur í Íslendingaslögum dagsins

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og tveir af þeim voru Íslendingaslagir. Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs vann öruggan sigur gegn Daníel Þór Ingasyni og HBW Balingen-Weilstetten 28-17. Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer sem vann með minnsta mun gegn Andra Má Rúnarssyni og félögum hans í Stuttgart, 26-25.

Handbolti

„Sjaldan sem menn ná árangri strax“

Á ýmsu hefur gengið hjá Guðmundi Guðmundssyni undanfarna daga. Á sunnudaginn var honum sagt upp störfum hjá Melsungen í Þýskalandi en í gær var hann kynntur sem nýr þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Fredericia. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fredericia og tekur við liðinu næsta sumar.

Handbolti