

Andri Már Rúnarsson sló í gegn með Fram í Olís deild karla á síðustu leiktíð. Það vakti mikla athygli þegar hann samdi við þýska úrvalsdeildarliðið Stuttgart þar sem honum var hent beint í djúpu laugina.
Rakel Dögg Bragadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Hún verður aðstoðarþjálfari kvennaliðs Fram frá og með næsta tímabili.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er mikill sigurvegari í handboltanum og Aron bætti við enn einum titlinum um helgina. Þeir stóru eru nú orðnir þrjátíu í atvinnumennskunni.
Þrátt fyrir að hafa ekki fengið stig á árinu 2022 var Patrekur Jóhanneson, þjálfari Stjörnunnar, með góða tilfinningu fyrir leiknum gegn FH í kvöld. Og hún reyndist á rökum reist því Stjörnumenn unnu þriggja marka sigur, 24-27.
Stjarnan vann sinn fyrsta leik á árinu þegar liðið lagði FH að velli, 24-27, í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsta tap FH-inga á heimavelli í vetur.
Víkingur tók á móti Selfossi í 19. umferð Olís-deildar karla í kvöld.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson heldur áfram að gera það gott í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Grótta hélt möguleikanum á sæti í úrslitakeppni á lífi er liðið hafði betur gegn HK í Olís-deild karla í handbolta í dag.
Íslendingalið Álaborgar er danskur bikarmeistari í handbolta eftir þriggja marka sigur á GOG í Íslendingaslag í bikarúrslitaleik.
KA og Afturelding skildu jöfn 25-25 í KA heimilinu á Akureyri í dag eftir dramatískar lokasekúndur þar sem KA fór illa að ráði sínu í lokasókninni.
ÍBV og Haukar, tvö af efstu fjórum liðunum í Olís-deild karla í handbolta, áttust við í hörkuleik í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag.
Teitur Örn Einarsson og félagar í Flensburg höfðu betur gegn Alexander Petersson og Arnari Frey Arnarssyni í Melsungen í þýska handboltanum í dag, 26-32.
Valur komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á Fram 30-26. Valsarar voru sterkari á lokasprettinum og sigldu fram úr sem skilaði stigunum tveimur.
Íslendingalið Gummersbach trónir á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta.
Íslendingalið Magdeburg beið lægri hlut fyrir Kiel í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn Stjörnunni í dag.
Valur komst einu stigi frá toppi Olís-deildar kvenna í handbolta í dag er liðið hafði betur gegn Stjörnunni í Garðabænum.
Nokkrir íslenskir handboltamenn voru í eldlínunni með liðum sínum í evrópskum handbolta í dag.
KA/Þór vann afar mikilvægan útisigur á Fram í Safamýrinni 27-30. Seinni hálfleikur KA/Þórs var nánast fullkominn þar sem gestirnir skoruðu nítján mörk.
Ótrúlegur seinni hálfleikur KA/Þórs tryggði liðinu þriggja marka útisigur á Fram 27-30. Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var afar ánægður eftir leik.
ÍBV vann 5 marka sigur á HK í Kórnum í Olís-deild kvenna, 23-28.
Hinn stórskemmtilegi liður „Eina“ með hinum eina sanna Guðjóni Guðmundssyni eða Gaupa eins og alþjóð þekkir hann betur sem var á sínum stað í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Þar var rætt við Ásbjörn Friðriksson, einn besta leikmann FH sem og Olís-deildar karla í handbolta.
Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir.
Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir að Stjörnumenn þurfi að hreinsa andrúmsloftið ef þeir ætla ekki að líta illa út í úrslitakeppninni.
Valskonan Lovísa Thompson hefur komið endurnærð til baka eftir að hafa tekið sér frí frá handbolta. Hún hefur sjaldan spilað betur en undanfarnar vikur.
Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og í þeim öllum voru Íslendingar í eldlínunni.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten eru úr leik í svissnesku bikarkeppninni í handbolta eftir tveggja marka tap gegn Pfadi Winterthur í undanúrslitum í kvöld.
Í gær tilkynntu FH-ingar að Ásbjörn Friðriksson sé orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en þegar tölfræðin var skoðuð betur kom í ljós að FH-ingurinn öflugi á enn nokkuð langt í land með að taka metið.
FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson er nú orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi en hann bætti metið í stórsigrinum á Val í Olís-deild karla í gær.