Ræddu bleika fílinn í herberginu: Er SB skrípaþáttur eða skemmtiþáttur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 10:32 Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, og strákarnir í Seinni bylgjunni Stefán Árni Pálsson, Arnar Daði Arnarsson og Logi Geirsson. Samsett/S2 Sport Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV í Olís deild karla í handbolta, vill ekki gefa Vísi eða Stöð 2 Sport viðtöl eftir leiki Eyjamanna og segir ástæðuna vera að Seinni bylgjan sé skrípaþáttur. Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu þetta mál í gær. „Við þurfum að fara í bleika fílinn í herberginu strákar,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Arnar Daði Arnarsson rétti þá upp hönd en hann hefur gagnrýnt Erling fyrir þessa ákvörðun hans að skrópa í viðtöl. Hann er þó ekki bleiki fílinn í herberginu. „Það er viðtalið sem við báðum um. Við báðum um viðtal við Erling Richardsson eftir leikinn og við höfum verið að óska eftir því að fá viðtal við hann. Hann hafnaði því. Hann var ekki sáttur við eitthvað en við vitum ekki hvað hann er ósáttur við í umfjöllun okkar um hans störf eða spilamennsku Eyjamanna,“ sagði Stefán Árni og beindi spurningunni til Loga Geirssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Gagnrýni þjálfara ÍBV á Seinni bylgjuna „Hvað finnst þér um að þjálfarar neiti að mæta í viðtöl,“ spurði Stefán Árni Það elska allir Eyjamenn inn við beinið „Ég vil að allir fái að heyra skoðanir þjálfara. Þetta er maðurinn sem ber ábyrgð á liðinu og ég vil heyra hans skoðun og hvernig hann setti leikinn upp. Ég skil hann svo sem alveg. Honum finnst kannski vera mikið um blammeringar og við höfum gerst sekir um það að vera með alls konar leikþætti og tala um Eyjamenn svona og hins segin,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það er bara hluti af leiknum. Það eru allir að tala um Eyjamenn og það elska allir Eyjamenn inn við beinið. Með að mæta ekki í viðtal er eitthvað sem hann lagar alveg og ég er ekki mikið að erfa það við hann. Ekki eins og Arnar Daði því Arnar Daði er ekki að jafna sig á þessu,“ sagði Logi. „Arnar, mín nálgun á það að þjálfarar mæti ekki í viðtal. Ég horfi á þetta þannig að hann er að tala við sitt fólk þegar hann mætir í viðtöl. Hann er að tala við stuðningsmenn ÍBV og ef það eru einhverjar spurningar sem stuðningsmenn ÍBV eru að velta fyrir sér þá væri gaman fyrir hann að mæta í viðtal og útskýra sitt mál,“ sagði Stefán Árni. Hvað er hann ósáttur með? „Ég myndi halda það,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar en Logi skaut þá inn í. „Líka að fá hvað hann er ósáttur með, það væri mjög gaman,“ sagði Logi. „Ég skil þetta ekki. Ég veit alveg að Erlingur Richardsson hefur verið að senda Kidda Guðmunds, Grím Hergeirs og Magga Stefáns í viðtöl síðustu ár og tímabil. Ég skil það mæta vel. Hann er beðinn um það sérstaklega af fréttamanni stöðvarinnar að koma í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Við erum að reyna að fjalla fagmannlega um liðið og við viljum fá svör,“ sagði Arnar Daði og fór yfir nokkur atriði sem hann vildi fá svör við. Liðið hans tapaði með tíu mörkum „Liðið tapar með tíu mörkum á móti einu kaldasta liði deildarinnar, Haukum. Vilja Eyjamenn ekki heyra í þjálfara liðsins? Mér er alveg sama hvort hann mæti í öll viðtöl eða ekki. Þegar við sem erum að reyna að fjalla um deildina, viljum fá einhver ákveðin svör, þá hljótum við að geta ætlast til þess. Menn hljóta að geta svarað fyrir gengi liðsins, gengi leikmanna, einhverjar sögusagnir. Þá er bara sagan búin,“ sagði Arnar Daði. „Ég hef svolítið gaman af þessu líka,“ skaut Logi inn í. „Hann er ekki eini þjálfarinn sem hefur ekki mætt í viðtal. Hann má heldur ekki vera eini þjálfarinn sem er ekki gagnrýndur fyrir að mæta ekki í viðtöl,“ sagði Arnar. Logi hefur engar áhyggjur af þessu „Hann er alveg að fara að koma í viðtöl. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Logi. „Við viljum alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Hann er frábær þjálfari og búin að vinna merkileg afrek á sínum ferli, búinn að vera í atvinnumennsku og allt. Við viljum hundrað prósent alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Við erum ekki að fara að vera í einhverju skítkasti hérna í þessum þætti. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Stefán Árni. „En er þetta skrípaþáttur,“ spurði þá Arnar Daði. „Nei þetta er ekki skrípaþáttur en þetta er skemmtiþáttur og mín skoðun á þessu er að ef að við værum bara með þátt fyrir handboltaþjálfara þá væri hann ekkert sérstaklega skemmtilegur,“ sagði Stefán Árni. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan. Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Við þurfum að fara í bleika fílinn í herberginu strákar,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Arnar Daði Arnarsson rétti þá upp hönd en hann hefur gagnrýnt Erling fyrir þessa ákvörðun hans að skrópa í viðtöl. Hann er þó ekki bleiki fílinn í herberginu. „Það er viðtalið sem við báðum um. Við báðum um viðtal við Erling Richardsson eftir leikinn og við höfum verið að óska eftir því að fá viðtal við hann. Hann hafnaði því. Hann var ekki sáttur við eitthvað en við vitum ekki hvað hann er ósáttur við í umfjöllun okkar um hans störf eða spilamennsku Eyjamanna,“ sagði Stefán Árni og beindi spurningunni til Loga Geirssonar. Klippa: Seinni bylgjan: Gagnrýni þjálfara ÍBV á Seinni bylgjuna „Hvað finnst þér um að þjálfarar neiti að mæta í viðtöl,“ spurði Stefán Árni Það elska allir Eyjamenn inn við beinið „Ég vil að allir fái að heyra skoðanir þjálfara. Þetta er maðurinn sem ber ábyrgð á liðinu og ég vil heyra hans skoðun og hvernig hann setti leikinn upp. Ég skil hann svo sem alveg. Honum finnst kannski vera mikið um blammeringar og við höfum gerst sekir um það að vera með alls konar leikþætti og tala um Eyjamenn svona og hins segin,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Það er bara hluti af leiknum. Það eru allir að tala um Eyjamenn og það elska allir Eyjamenn inn við beinið. Með að mæta ekki í viðtal er eitthvað sem hann lagar alveg og ég er ekki mikið að erfa það við hann. Ekki eins og Arnar Daði því Arnar Daði er ekki að jafna sig á þessu,“ sagði Logi. „Arnar, mín nálgun á það að þjálfarar mæti ekki í viðtal. Ég horfi á þetta þannig að hann er að tala við sitt fólk þegar hann mætir í viðtöl. Hann er að tala við stuðningsmenn ÍBV og ef það eru einhverjar spurningar sem stuðningsmenn ÍBV eru að velta fyrir sér þá væri gaman fyrir hann að mæta í viðtal og útskýra sitt mál,“ sagði Stefán Árni. Hvað er hann ósáttur með? „Ég myndi halda það,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar en Logi skaut þá inn í. „Líka að fá hvað hann er ósáttur með, það væri mjög gaman,“ sagði Logi. „Ég skil þetta ekki. Ég veit alveg að Erlingur Richardsson hefur verið að senda Kidda Guðmunds, Grím Hergeirs og Magga Stefáns í viðtöl síðustu ár og tímabil. Ég skil það mæta vel. Hann er beðinn um það sérstaklega af fréttamanni stöðvarinnar að koma í viðtal,“ sagði Arnar Daði. „Við erum að reyna að fjalla fagmannlega um liðið og við viljum fá svör,“ sagði Arnar Daði og fór yfir nokkur atriði sem hann vildi fá svör við. Liðið hans tapaði með tíu mörkum „Liðið tapar með tíu mörkum á móti einu kaldasta liði deildarinnar, Haukum. Vilja Eyjamenn ekki heyra í þjálfara liðsins? Mér er alveg sama hvort hann mæti í öll viðtöl eða ekki. Þegar við sem erum að reyna að fjalla um deildina, viljum fá einhver ákveðin svör, þá hljótum við að geta ætlast til þess. Menn hljóta að geta svarað fyrir gengi liðsins, gengi leikmanna, einhverjar sögusagnir. Þá er bara sagan búin,“ sagði Arnar Daði. „Ég hef svolítið gaman af þessu líka,“ skaut Logi inn í. „Hann er ekki eini þjálfarinn sem hefur ekki mætt í viðtal. Hann má heldur ekki vera eini þjálfarinn sem er ekki gagnrýndur fyrir að mæta ekki í viðtöl,“ sagði Arnar. Logi hefur engar áhyggjur af þessu „Hann er alveg að fara að koma í viðtöl. Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Logi. „Við viljum alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Hann er frábær þjálfari og búin að vinna merkileg afrek á sínum ferli, búinn að vera í atvinnumennsku og allt. Við viljum hundrað prósent alltaf fá Erling Richardsson í viðtal. Við erum ekki að fara að vera í einhverju skítkasti hérna í þessum þætti. Gleymdu hugmyndinni,“ sagði Stefán Árni. „En er þetta skrípaþáttur,“ spurði þá Arnar Daði. „Nei þetta er ekki skrípaþáttur en þetta er skemmtiþáttur og mín skoðun á þessu er að ef að við værum bara með þátt fyrir handboltaþjálfara þá væri hann ekkert sérstaklega skemmtilegur,“ sagði Stefán Árni. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira