Handbolti

Bjarni og félagar hófu úrslitaeinvígið á tapi

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde þurftu að sætta sig við tveggja marka tap er liðið tók á móti Ystads í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta í kvöld, 28-30.

Handbolti

Aron úr leik í Meistaradeildinni

Aron Pálmarsson liðsfélagar hans í Álaborg eru úr leik í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir sigur á Veszprém, 37-35. Álaborg tapaði fyrri leiknum 29-36 og samanlögð niðurstaða því 66-71, Veszprém í vil.

Handbolti

Orri og Aron í úrslit

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, leikmenn Elverum, eru komnir áfram í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn í handbolta eftir stórsigur á Nærbø í undanúrslitum, 40-28. Elverum vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Handbolti

Hergeir til Stjörnunnar

Hergeir Grímsson hefur samið við Stjörnuna og mun leika með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Stjarnan greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Handbolti

Aron og félagar nálgast undanúrslitin

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan fjögurra marka sigur, 38-34, er liðið tók á móti Mors-Thy í danska handboltanum í dag. Sigurinn lyfti liðinu aftur í toppsæti riðilsins og eitt stig í viðbót kemur liðinu í undanúrslit um danska meistaratitilinn.

Handbolti

Rúnar Sigtryggsson tekur við Haukum

Rúnar Sigtryggsson er nýr þjálfari karlaliðs Hauka í handknattleik, en hann skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Spilandi aðstoðarþjálfari með honum verður Tjörvi Þorgeirsson sem hefur verið leikstjórnandi liðsins um árabil.

Handbolti

Bjarki skoraði sjö er Lemgo hafði betur í Íslendingaslag

Íslendingar voru í eldlínunni í þremur af þeim fjórum leikjum sem fram fóru í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Bjarki Már Elísson var markahæsti maður vallarins er Lemgo vann nauman eins marks sigur gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum hans í Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti