„Er ekki að fara að skora tíu mörk í leik“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júlí 2023 08:00 Alexander Petersson á æfingu með Rhein-Neckar Löwen. mynd/@alexanderpetersson32 Ein óvæntasta íþróttafrétt ársins kom í vikunni er Alexander Petersson tilkynnti að hann hefði rifið skóna niður úr hillunni, 43 ára gamall, og samið við Valsmenn. „Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur Olís-deild karla Valur Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Þetta byrjaði eftir að Snorri hætti með liðið. Þá hitti ég Óskar Bjarna óvart og hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að þjálfa Valsliðið með honum,“ sagði Alexander í viðtali við íþróttadeild. „Ég sagðist ekkert hafa spáð í því. Svo fór ég að tala við konuna mína um hvað ég ætti að fara að gera á Íslandi. Þá fór ég að hugsa um að kannski gæti ég spilað og þjálfað með Óskari. Svo heyrði ég í Óskari og tjáði honum að kannski gæti ég spilað og hjálpað til. Málið komst þá til Bjögga [Björgvins Páls Gústavssonar] og þá þróaðist þetta hratt.“ Alexander er klárlega einn besti handboltamaður þjóðarinnar frá upphafi og hann hlakkar til að byrja að spila á ný. „Ég er mjög spenntur. Þetta er eins og að byrja ferilinn á ný. Það verður gaman að sjá hvar ég stend. Að sjálfsögðu er ég ekki að fara að skora tíu mörk í einum leik. Ég ætti samt að geta hjálpað strákunum mikið. Mér finnst gott að komast í lið þar sem ég get hjálpað mikið.“ Alexander hefur ekki æft mikið undanfarið ár en eftir tilkynninguna hefur hann farið á handboltaæfingu tvo daga í röð. „Ég fór kannski á þrjár æfingar síðasta árið. Ég hef verið að hreyfa mig samt mikið og hef ekki verið með neina verki eins og margir fyrrum handboltamenn á mínum aldri. Ég er í góðu standi.“ Viðtalið við Alexander má sjá hér að neðan. Klippa: Spenntur fyrir að byrja aftur
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira