Innlent

Borgin firrti sig allri á­byrgð á skemmunni

Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni.

Innlent

For­sætis­nefnd tekur við kvörtunum um ríkis­endur­skoðanda

Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist.

Innlent

Ríkið brot­legt í einu máli en sýknað í öðru

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti  sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna.

Innlent

Gerður höfundur að fræði­grein sem hann skrifaði ekki

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir segir fólk reglulega búið að greina sig og biðji um ákveðin lyf byggt á greiningum sem það hefur fengið hjá gervigreind. Gervigreindin sé komin til að vera og því sé mikilvægt að viðurkenna það. Jafn mikilvægt sé að gera greinarmun á upplýsingum sem fólk fær hjá gervigreind og þekkingu lækna sem fæst með endurteknum rannsóknum og greiningum á þeim. Hann þekkir af eigin raun dæmi þar sem gervigreindin skilaði falskri niðurstöðu.

Innlent

Líkams­á­rás og vinnu­slys

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst ein tilkynning um líkamsárás í gærkvöldi eða nótt, sem átti sér stað í miðborginni. Meiðsl voru minniháttar. Þá var tilkynnt um þrjá þjófnaði úr verslunum.

Innlent

Skamm­degið víkur með hækkandi sól

Dagsbirtan í Reykjavík í dag varði fimm mínútum lengur en í gær og hefur daginn núna lengt um rúma klukkustund í borginni frá stysta degi ársins. Lenging dagsins er mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu en landsmenn ættu samt flestir að vera farnir að finna fyrir því að skammdegið sé að víkja.

Innlent

Raf­magnið í skemmunni þótti „slysagildra“

Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma.

Innlent

Þetta skýrir mögnuðu norður­ljósin

Norðurljós hafa skreytt himininn síðustu kvöld svo eftir hefur verið tekið. Litrík og kvik norðurljósin hafa lokkað landann út í náttúruna líkt og mátti sjá á samfélagsmiðlum enda ansi magnað sjónarspil.

Innlent

Vaktin: Náð tökum á stór­brunanum í Gufu­nesi

Mikill eldsvoði kviknaði í Gufunesi í Reykjavík og sást reykur víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur náð tökum á eldinum. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins en TrueNorth leigir skemmuna af Reykjavíkurborg. 

Innlent

Niður­stöður sam­ræmdra prófa í vor verði opinberaðar

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr meðal annars að nýjum samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði, sem nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor. Samkvæmt reglugerðinni verða niðurstöður þessara prófa gerðar opinberar, bæði hvað varðar árangur nemenda á landsvísu sem og í einstökum grunnskólum.

Innlent

Líkti Nönnu við skerpukjöt og upp­skar gífur­lega reiði

Ummæli fjölmiðlamannsins Stefáns Einars Stefánssonar um útlit Nönnu Rögnvaldardóttur rithöfundar í Þjóðmálum hafa vakið ofsareiði á samfélagsmiðlum. Stefán Einar segir að sér þyki ágætt að sjá menningarelítu landsins ærast vegna málsins en sjálf segir Nanna það óþarft að reiðast fyrir hennar hönd.

Innlent

Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjár­hags­legs tjóns

Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna.

Innlent

Funda um Evrópumálin „fjarri kast­ljósi fjöl­miðla“

Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál.

Innlent

Fyrsta skref Guð­bjargar að taka sér frí

Hreiðar Ingi Eðvarðsson verður Ragnari Þór Ingólfssyni félagsmálaráðherra til aðstoðar. Sigurjón Arnórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland en eins og kunnugt er skipti hún um ráðuneyti, fór úr félags og húsnæðismálaráðuneytinu og tók við mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Innlent

Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnar­firði

Karmaður sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga stúlku, sem er yngri en fjórtán ára, í Hafnarfirði í október síðastliðnum hefur játað brot sín að mestu leyti. Maðurinn tengist stúlkunni fjölskylduböndum. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna.

Innlent