Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn. Innlent 9.7.2025 12:30 „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9.7.2025 11:45 Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni. Innlent 9.7.2025 11:38 Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Innlent 9.7.2025 11:05 Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 9.7.2025 11:01 „Orðaskiftismetið tikið“ Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“ Innlent 9.7.2025 10:27 Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Bifhjólamaðurinn sem lenti í slysi á Miklubrautinni klukkan hálfníu í morgun er mikið slasaður að sögn lögreglunnar. Miklabrautin er opin á ný. Innlent 9.7.2025 09:59 Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Innlent 9.7.2025 08:55 Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Flestir á aldrinum 18 til 29 ára nota samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fréttamiðla, netmiðla og sjónvarp, til að nálgast fréttir. Þrátt fyrir þetta segjast aðeins um sjö prósent þátttakenda í nýrri könnun á vegum Fjölmiðlanefndar bera mikið traust til samfélagsmiðla. Innlent 9.7.2025 08:45 Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09 „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af. Innlent 9.7.2025 07:50 Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi. Innlent 9.7.2025 07:29 Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00 Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 113. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. Innlent 9.7.2025 06:20 Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8.7.2025 22:50 „Kannski var þetta prakkarastrik“ Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni. Innlent 8.7.2025 22:05 „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Innlent 8.7.2025 20:36 Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Innlent 8.7.2025 20:13 Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar, en dósentinn telur að ríkissaksóknari verði að skýra ákvörðun sína. Innlent 8.7.2025 18:00 Íslandsmet slegið í málþófi Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Innlent 8.7.2025 17:35 Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. Innlent 8.7.2025 16:48 Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Innlent 8.7.2025 16:15 Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Innlent 8.7.2025 15:24 Konan er komin í leitirnar Kona á fertugsaldri, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi, er komin í leitirnar. Innlent 8.7.2025 15:01 Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Innlent 8.7.2025 14:35 Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20 Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. Innlent 8.7.2025 14:02 Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Innlent 8.7.2025 13:41 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Innlent 8.7.2025 13:26 Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8.7.2025 12:11 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 334 ›
Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn. Innlent 9.7.2025 12:30
„Nú verður að hafa hraðar hendur“ Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra. Innlent 9.7.2025 11:45
Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni. Innlent 9.7.2025 11:38
Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Innlent 9.7.2025 11:05
Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 9.7.2025 11:01
„Orðaskiftismetið tikið“ Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“ Innlent 9.7.2025 10:27
Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Bifhjólamaðurinn sem lenti í slysi á Miklubrautinni klukkan hálfníu í morgun er mikið slasaður að sögn lögreglunnar. Miklabrautin er opin á ný. Innlent 9.7.2025 09:59
Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Innlent 9.7.2025 08:55
Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Flestir á aldrinum 18 til 29 ára nota samfélagsmiðla frekar en hefðbundna fréttamiðla, netmiðla og sjónvarp, til að nálgast fréttir. Þrátt fyrir þetta segjast aðeins um sjö prósent þátttakenda í nýrri könnun á vegum Fjölmiðlanefndar bera mikið traust til samfélagsmiðla. Innlent 9.7.2025 08:45
Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Tæp sjötíu prósent þjóðarinnar eru hlynnt veiðigjaldafrumvarpinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Prósent. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru líklegri til að vera andvígir og fleiri Miðflokksmenn eru hlynntir en andvígir. Innlent 9.7.2025 08:09
„Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af. Innlent 9.7.2025 07:50
Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi. Innlent 9.7.2025 07:29
Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00
Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 113. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. Innlent 9.7.2025 06:20
Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári. Innlent 8.7.2025 22:50
„Kannski var þetta prakkarastrik“ Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni. Innlent 8.7.2025 22:05
„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Innlent 8.7.2025 20:36
Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Hún vill að ríkissaksóknari skýri ákvörðun sína. Innlent 8.7.2025 20:13
Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Dósent í félags og afbrotafræði telur skýrt að fleiri hafi gerst brotlegir við lög í kynferðisbrotamáli gagnvart fatlaðri konu en sá sem hlaut dóm. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar, en dósentinn telur að ríkissaksóknari verði að skýra ákvörðun sína. Innlent 8.7.2025 18:00
Íslandsmet slegið í málþófi Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Innlent 8.7.2025 17:35
Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. Innlent 8.7.2025 16:48
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Innlent 8.7.2025 16:15
Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Innlent 8.7.2025 15:24
Konan er komin í leitirnar Kona á fertugsaldri, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gærkvöldi, er komin í leitirnar. Innlent 8.7.2025 15:01
Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Hæstiréttur hefur hafnað beiðni kaupenda fasteignar í Hafnarfirði um áfrýjunarleyfi í gallamáli á hendur seljendunum. Kaupendurnir neyddust til að sofa úti á palli um tíma vegna myglu í húsinu. Innlent 8.7.2025 14:35
Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20
Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. Innlent 8.7.2025 14:02
Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Innlent 8.7.2025 13:41
Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Innlent 8.7.2025 13:26
Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8.7.2025 12:11