
Innlent

Selma nýr skólameistari á Króknum
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Selmu Barðdal Reynisdóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft
Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki.

Þórdís kemur Þorgerði til varnar: „Birtingarmynd pólitískra öfga“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra.

Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut
Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum.

Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings
Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin.

Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm
Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins.

Sverrir Jónsson ráðinn skrifstofustjóri Alþingis
Sverrir Jónsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Alþingis. Hann tekur við embættinu í ágúst en þá lætur Ragna Árnadóttir, núverandi skrifstofustjóri, af embætti.

Þyrlan afturkölluð og hinn slasaði sóttur á björgunarskipi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á öðrum tímanum vegna slasaðs skipverja í Ísafjarðardjúpi. Þyrlan var kölluð út á fyrsta forgangi.

Draga úr framkvæmdum um meira en fjórðung vegna rekstrarstöðvunar PCC
Framkvæmdir og fjárfestingar í samstæðu Norðurþings verða skornar niður um meira en fjórðung til þess að mæta tekjutapi sveitarfélagsins vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka. Þá verður hagrætt um 160 milljónir króna á fleiri sviðum hjá sveitarfélaginu.

Kæra utanríkisráðherra fyrir landráð
Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35.

Segja skellt á Skattinn og að „ofbeldi“ viðgangist í nefndinni
Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans.

„Kanntu ekki að skammast þín?“
Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Hrósaði meirihlutanum og sendi þeim gamla pillu
Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu.

Árásir á Íran og átök á Alþingi
Í hádegisfréttum fjöllum við um hinar umfangsmiklu árásir sem Ísraelar gerðu á Íran í nótt.

Lögðu hald á töluvert magn fíkniefna og milljónir í reiðufé
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af ætluðum fíkniefnum og nokkrar milljónir í reiðufé við húsleit í íbúð í miðborginni fyrr í vikunni.

Ísland fyrsta landið til að dreifa Naloxone í öll fangelsi
Matthildur, samtök um skaðaminnkun, Afstaða, félag um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnun hafa nú hafið dreifingu Naloxone nefúða á öllum göngum í íslenskum fangelsum.

Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni.

Nemandinn sem stakk Ingunni nítján sinnum: Segir „tæknilega séð mögulegt“ að hann geri það aftur
Norski stúdentinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur dósent við Óslóarháskóla nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar segist ekki hafa átt annarra kosta völ. Hann var ósáttur með kennslu Ingunnar og hafði áhyggjur af því að aðrir nemendur þyrftu að sitja hjá henni kennslustundir.

Kínverskur dómur um banaslys skipti engu máli og TM slapp
Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki.

Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug
Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir.

Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring
Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu bókun 35 í nærri hálfan sólarhring á þingi í gær. Þing hófst klukkan 13.30 með umræðu um fyrst störf þingsins og svo um fundarstjórn. Umræða um Evrópska efnahagssvæðið, bókun 35, hófst svo klukkan 14.34 og stóð til 02:07 í nótt. Þingfundi var svo frestað klukkan 02:14 en hefst aftur klukkan 11 og er málið þar á dagskrá.

Tilkynnt um barn með vopn og vímuefni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á hamar, hnúajárn og fíkniefni í fórum barns í Breiðholti í gær. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglu hafi verið tilkynnt um einstakling undir lögaldri með bæði vopn og vímuefni utan dyra í Breiðholti.

Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir
Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag.

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand
Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi
Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna.

Boðinn flutningur en tekur ekki afstöðu fyrr en ákvörðun liggur fyrir
Vararíkissaksóknari segir dómsmálaráðherra hafa boðið honum flutning í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, embætti sem ekki hefur verið starfrækt í fimmtán ár. Hann segist ekki taka afstöðu til þess hvort hann taki embættinu fyrr en endanleg ákvörðun ráðherra liggur fyrir.

Sprengjum og öxum beitt við heimili til að kúga út fé
Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Stjórnendur First Water vísa ásökunum til föðurhúsanna. Starfsmaður þeirra hefur einnig sætt hótunum. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.

Blóðugur háhyrningur í fjöru Kjalarness
Háhyrning rak á land við Kjalarnes í dag. Íbúar Kjalarness segja í umræðuhópi á samfélagsmiðlum að hvalurinn hafi verið veikur, og búið sé að aflífa hann.

Fær þyngri dóm fyrir að nauðga fjórtán ára tálbeitu
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir Gunnari Magnússyni fyrir að nauðga pilti undir lögaldri úr átján mánaða í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Pilturinn hafði ætlað að koma upp um barnaníðing eftir að hafa horft á fréttaskýringaþáttinn Kompás, þar sem barnaníðingar voru veiddir með notkun tálbeita.

Vargöld í verktakabransanum, mótmæli og þristur fluttur
Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.