Innlent

Sagði frið ekki nást án rétt­lætis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á að friður í Úkraínu myndi ekki nást án réttlætis. Hún sagði íslensk stjórnvöld vinna að því með öðrum innan Sameinuðu þjóðanna að koma sérstökum glæpadómstól vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent

Birta hættir sem vara­frétta­stjóri

Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um neyðarfund allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem fram fór í gærkvöldi en þar var ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gaza samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Innlent

Þver­tekur fyrir kröfu um 25 prósenta launa­hækkun

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við.

Innlent

Á tæpasta vaði: Deilur og drama á stjórnarheimilinu

Viðburðaríkt ár er að baki á sviði stjórnmálanna og ólga er kannski orð sem nær ágætlega utan um það. Ólga vegna kjaramála, verðbólgu, hvalveiða, laxeldis, stríðsreksturs á Gasa, bankasölu og í sjálfu stjórnarsamstarfinu. Við förum yfir liðið ár sem einkennist af deilum og dramatík.

Innlent

Fjölga sér­fræðingum hjá Veður­stofunni til um­fangs­meiri vöktunar

Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. 

Innlent

Stjórnar­slit skárri kostur en orkuskortur

Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans.

Innlent

Telur að stjórn­völd ættu að stíga inn í deiluna

Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 

Innlent

Reiði og piparúðabrúsar á mót­mælum við banda­ríska sendi­ráðið

Fundargestir reiddust mikið á mótmælum félagsins Ísland-Palestína við sendiráð Bandaríkjanna við Engjateig í Reykjavík seinnipartinn í dag. Á myndskeiði sjást lögreglumenn beina brúsum af piparúða í átt að mótmælendum. Að sögn sjónarvottar hrópuðu lögreglumenn „Gas! Gas!“ meðan þeir héldu uppi brúsunum. 

Innlent

Fundi lauk án árangurs og verk­fall á fimmtu­dag

Samningafundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, lauk um fimmleytið án árangurs. Næsti fundur í kjaradeilunni verður á fimmtudag klukkan tvö. Það er því ljóst að sú vinnustöðvun sem boðuð hefur verið næsta fimmtudag kemur til framkvæmda.

Innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá RÚV

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV.

Innlent

Stein­þóri mögu­lega ekki gerð sér­stök refsing fyrir mann­dráp

Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans.

Innlent

Stólaskiptin höfðu mikil á­hrif á traustið

Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir.

Innlent

Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur.

Innlent