Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Þar segjum við einnig frá hörmulegum afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir Mjanmar í gær. Fjöldi ríkja hefur heitið aðstoð og sent vistir og björgunarfólk til landsins, en aðstæður eru víða erfiðar til björgunar.
Í kvöldfréttatímanum segjum við einnig frá nýju fyrirkomulagi varðandi leigubíla, sem ætlað er að auka traust farþega til bílstjóra, sýnum frá tíu tíma maraþontónleikum, kynnum okkur Íslandsleikana og verðum í beinni útsendingu frá Bjórgarðinum, þar sem kemur í ljós hver hlýtur nafnbótina kokkur ársins.