Innlent

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Innlent

Bið eftir að­gerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins

Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. 

Innlent

Grautfúl að tapa for­seta­kosningunum

Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Innlent

Dynjandisheiði boðin út með verk­lokum haustið 2026

Lokaáfanginn í uppbyggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði verður boðinn út á morgun, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Til stóð að bjóða verkið út mun fyrr og sökuðu talsmenn Vestfirðinga stjórnvöld um svik fyrr á árinu þegar því var slegið á frest.

Innlent

Segir fréttir af pólitísku and­láti sínu stór­lega ýktar

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir orðróm um að hann ætli að segja skilið við stjórnmálin. Jafnframt segist hann ekki ætla að fara að starfa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Innlent

Grautfúl eftir að hafa tapað for­seta­kosningum

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni, sem varð sambýliskonu sinni að bana, mikil vonbrigði. Hún veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki hefði verið um heimilisofbeldi að ræða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Öllum starfs­mönnum sagt upp og verk­efnum út­hýst til einka­fyrir­tækis

Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn.

Innlent

Máli Sigur­línar á hendur Ríkis­út­varpinu vísað frá

Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna.

Innlent

Upp­lifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir.

Innlent

Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orku­málum

Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið.

Innlent

Skammaður af nefndinni og kærður til lög­reglu

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt.

Innlent

Fram­koma SVEIT sé „svívirði­leg at­laga að réttindum launa­fólks“

Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær.

Innlent

Rekja bilanir á Víkurstreng til efnis­töku úr ám

Talið er líklegt að rekja megi rafmagnsbilanir á Víkurstreng til efnistöku í ám neðan við strenglögnina. Efnistakan er talin möguleg ástæða þess að mikil hreyfing kemst á árfarveg í vatnsveðri og leysingum líkt og var á sunnudaginn og mánudaginn og orsakaði rafmagnsleysi á svæðinu. Þá verður allt kapp nú lagt á að setja upp varanlegt varaafl í Vík.

Innlent

Von­góð um að ís­lenskir læknar er­lendis muni snúa heim

Klukkan ellefu á morgun mun liggja fyrir hvort að félagsmenn Læknafélags Íslands samþykki nýjan kjarasamning sem að félagið gerði við ríkið í lok nóvember. Formaður Læknafélagsins segist vongóð þó að sumir félagar hafi gagnrýnt samninginn en hún viðurkennir að sumu hafi verið fórnað við samningsgerðina.

Innlent

Yfir á­tján prósent í­búa á Ís­landi eru inn­flytj­endur

Hátt í sjötíu þúsund íbúa á Íslandi voru innflytjendur samkvæmt gögnum Hagstofunnar sé miðað við 1. janúar á þessu ári. Það gera 18,2% allra íbúa landsins. Innflytjendum hefur þannig haldið áfram að fjölga á milli ára en í fyrra voru innflytjendur rétt tæplega 63 þúsund, eða 16,7% íbúa. Ljóst er að innflytjendum hefur fjölgað verulega á Íslandi undanfarin áratug en sé litið til ársins 2012 var hlutfall innflytjenda af heildarmannfjölda ekki nema 7,4%. 

Innlent

Þing­flokkar funda hver í sínu lagi

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda hver í sínu lagi í hádeginu á Alþingi í dag. Stjórnarmyndunarviðræður halda einnig áfram. Formenn flokkanna hafa ekki fundað einar í morgun en munu mögulega gera það síðar í dag.

Innlent