Erlent Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Erlent 8.1.2025 13:59 Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Erlent 8.1.2025 11:03 Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Erlent 8.1.2025 09:39 Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. Erlent 8.1.2025 08:16 Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Erlent 8.1.2025 07:33 Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna vegna skógar- og kjarrelda sem á skömmum tíma í gær fóru verulega úr böndunum. Erlent 8.1.2025 06:45 Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. Erlent 7.1.2025 18:19 Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Erlent 7.1.2025 16:41 Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Erlent 7.1.2025 13:06 Le Pen látinn Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Erlent 7.1.2025 12:28 Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. Erlent 7.1.2025 10:58 Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega. Erlent 7.1.2025 09:47 Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Erlent 7.1.2025 08:47 Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Erlent 7.1.2025 06:54 Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Að minnsta kosti fimmtíu og þrír eru látnir og sextíu og tveir slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti upp sem bandaríska jarðfræðistofnunin segir að hafi verið 7,1 stig reið yfir í Tíbet í nótt. Erlent 7.1.2025 06:34 Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. Erlent 6.1.2025 22:02 Trudeau segir af sér Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hann segir af sér bæði sem formaður Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra. Hann treysti sér ekki til að leiða flokkinn vegna átaka innan hans. Erlent 6.1.2025 16:14 Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna. Erlent 6.1.2025 13:29 Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum. Erlent 6.1.2025 11:11 Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. Erlent 6.1.2025 10:11 Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Kona á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi af völdum sára sem hún hlaut þegar karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í síðasta mánuði. Sex eru nú látnir eftir árásina. Erlent 6.1.2025 09:24 Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sagður líklegur til þess að segja af sér í þessari viku. Frjálslyndi flokkur hans á undir högg að sækja í skoðanakönnunum og æ fleiri þingmenn flokksins hvetja Trudeau til þess að stíga til hliðar. Erlent 6.1.2025 09:01 Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. Erlent 6.1.2025 07:26 Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03 Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Mikið vetrarveður gengur nú yfir Bandaríkin og hefur áhrif á um sextíu milljónir manna í rúmlega þrátíu ríkjum. Erlent 6.1.2025 06:56 Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. Erlent 6.1.2025 00:03 Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. Erlent 5.1.2025 22:01 The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Erlent 5.1.2025 19:56 Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, kvartaði yfir því á föstudaginn að enn þá verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið til heiðurs Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, daginn sem innsetningarathöfn Trumps í embætti fer fram 20. janúar. Erlent 5.1.2025 16:54 Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Erlent 5.1.2025 15:10 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að til standi að fara nýjar leiðir til að sækja jarðvegssýni til Mars. Vonast er til þess að þannig megi sækja sýnin fyrr og koma þeim til jarðar ódýrar en áður. Fyrirhugaður kostnaður við verkefnið hafði hækkað í ellefu milljarða dala. Erlent 8.1.2025 13:59
Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Erlent 8.1.2025 11:03
Ætlar að hitta kónginn í dag Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið. Erlent 8.1.2025 09:39
Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. Erlent 8.1.2025 08:16
Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Erlent 8.1.2025 07:33
Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna vegna skógar- og kjarrelda sem á skömmum tíma í gær fóru verulega úr böndunum. Erlent 8.1.2025 06:45
Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna. Erlent 7.1.2025 18:19
Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Ráðamenn í Senegal og Tjad hafa fordæmt ummæli Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ríki Sahelsvæðisins svokallaða hafi „gleymt að þakka fyrir“ hernaðaraðstoðina gegn víga- og uppreisnarhópum undanfarin ár. Frönskum hermönnum hefur verið gert að hypja sér frá báðum ríkjunum, auk annarra ríkja á undanförnum mánuðum. Erlent 7.1.2025 16:41
Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Sonur Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, er á Grænlandi, við litla hrifningu danskra fjölmiðla. Forsetinn verðandi hefur ítrekað lýst yfir áhuga sínum á því að Grænland fari undir stjórn Bandaríkjanna. Erlent 7.1.2025 13:06
Le Pen látinn Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn, 96 ára að aldri. Hann bauð sig fram fimm sinnum til forseta en dóttir hans, Marine Le Pen, fylgdi í fótspor hans. Erlent 7.1.2025 12:28
Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Snjallsímar nýnema við Verslunarskólann Saxogade í Álaborg í Danmörku voru læstir inni í skáp fyrstu þrjár vikur skólaársins. Tilraunin þykir hafa gefið góða raun og athygli nemenda sögð miklu betri í kennslustundum. Fleiri menntaskólar á Norður-Jótlandi hafa góða reynslu af snjallsímalausu skólastarfi og til greina kemur að endurtaka leikinn við uppaf næsta skólaárs. Erlent 7.1.2025 10:58
Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Lögmenn Donalds Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hafa farið fram á að Jack Smith, sérstökum rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, verði meinað að birta skýrslu um rannsókn hans á Trump. Krefjast þeir þess að Merrick Garland, dómsmálaráðherra, reki Smith og birti ekki skýrslu um skjalamálið svokallaða opinberlega. Erlent 7.1.2025 09:47
Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Fimmtán fangar dúsa nú í Guantánamo-herfangelsinu á Kúbu og hafa aldrei verið færri eftir að ellefu fangar voru fluttir til Óman. Mennirnir voru teknir höndum eftir hryðjuverkaárásirnar á New York árið 2001 en hafa aldrei verið ákærðir fyrir nokkra glæpi. Erlent 7.1.2025 08:47
Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í gær nokkuð vongóður um að vopnahléssamkomulag myndi nást á milli Ísraelsmanna og Hamas, ef ekki á næstu tveimur vikum þá fljótlega eftir það. Erlent 7.1.2025 06:54
Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Að minnsta kosti fimmtíu og þrír eru látnir og sextíu og tveir slasaðir eftir að öflugur jarðskjálfti upp sem bandaríska jarðfræðistofnunin segir að hafi verið 7,1 stig reið yfir í Tíbet í nótt. Erlent 7.1.2025 06:34
Trump yngri á leið til Grænlands Sonur verðandi forseta Bandaríkjanna er á leið til Grænlands. Trump hefur nýlega viðrað aftur hugmyndir sínar um að kaupa Grænland. Erlent 6.1.2025 22:02
Trudeau segir af sér Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sagt af sér. Hann segir af sér bæði sem formaður Frjálslynda flokksins og forsætisráðherra. Hann treysti sér ekki til að leiða flokkinn vegna átaka innan hans. Erlent 6.1.2025 16:14
Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna. Erlent 6.1.2025 13:29
Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum. Erlent 6.1.2025 11:11
Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Úkraínumenn eru sagðir hafa náð tökum á að minnsta kosti þremur þorpum í Kúrskhéraði, eftir skyndisókn sem hófst í gær. Samhliða henni munu Rússar þó hafa gert sína eigin stórsókn gegn Úkraínumönnum annarsstaðar í héraðinu og þykir það benda til þess að Rússar hafi átt von á sókn Úkraínumanna. Erlent 6.1.2025 10:11
Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Kona á sextugsaldri lést á sjúkrahúsi af völdum sára sem hún hlaut þegar karlmaður ók bíl sínum inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í síðasta mánuði. Sex eru nú látnir eftir árásina. Erlent 6.1.2025 09:24
Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, er sagður líklegur til þess að segja af sér í þessari viku. Frjálslyndi flokkur hans á undir högg að sækja í skoðanakönnunum og æ fleiri þingmenn flokksins hvetja Trudeau til þess að stíga til hliðar. Erlent 6.1.2025 09:01
Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Hvergi í Evrópu þurfa ökumenn að bíða lengur í umferðinni en í Lundúnum, þar sem meðalbiðtíminn var 101 klukkustund í fyrra samkvæmt greiningarfyrirtækinu Inrix. Erlent 6.1.2025 07:26
Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Réttarhöld hefjast í dag yfir Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, en hann er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í ólögleg kosningaframlög frá ríkisstjórn Muammar Gaddafi, þáverandi leiðtoga Líbíu, árið 2007. Erlent 6.1.2025 07:03
Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Mikið vetrarveður gengur nú yfir Bandaríkin og hefur áhrif á um sextíu milljónir manna í rúmlega þrátíu ríkjum. Erlent 6.1.2025 06:56
Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið. Erlent 6.1.2025 00:03
Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. Erlent 5.1.2025 22:01
The Vivienne er látin James Lee Williams, betur þekkt sem The Vivienne, er látin 32 ára að aldri. Williams vann það sér til frægðar að sigra fyrstu seríuna af dragkeppninni RuPaul's Drag Race UK árið 2019. Erlent 5.1.2025 19:56
Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Donald Trump, nýkjörin forseti Bandaríkjanna, kvartaði yfir því á föstudaginn að enn þá verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið til heiðurs Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, daginn sem innsetningarathöfn Trumps í embætti fer fram 20. janúar. Erlent 5.1.2025 16:54
Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Úkraínski herinn hóf í dag skyndilega gagnsókn enn lengra inn í Kúrskhérað í Rússlandi sem kom rússneskum yfirvöldum í opna skjöldu samkvæmt talsmönnum stjórnvalda í Úkraínu og rússneskum stríðsbloggurum. Erlent 5.1.2025 15:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent