Erlent

Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks

Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Erlent

Háleynileg gögn um Íran og Kína á heimili Trumps

Flugskeytaáætlun Írans og upplýsingaöflun bandarísku leyniþjónustunnar um Kína eru á meðal þess sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafði með sér við lok forsetíðar sinnar til heimilis hans í Flórída, Mar-a-Lago.

Erlent

Meloni orðin forsætisráðherra

Þjóðernispopúlistinn Giorgia Meloni er orðinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherra í sögu Ítalíu. Hún myndaði formlega ríkisstjórn síðdegis í dag ásamt félögum sínum af hægri væng, Silvio Berlusconi og Matteo Salvini. 

Erlent

Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni.

Erlent

Mor­daunt býður sig fram og Wallace „hallast að John­son“

Penny Mordaunt, þingmaður breska Íhaldsflokksins, hefur tilkynnt að hún bjóði sig fram til að verða næsti leiðtogi Íhaldsmanna. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherrann Ben Wallace, þungavigtarmaður í flokknum, tilkynnt að hann ætli ekki fram og „hallist að“ því að styðja Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, til að taka aftur við keflinu.

Erlent

Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara

Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi.

Erlent

Kálið, Stóri-Sam og allt það sem entist lengur en Truss

Þegar forsætisráðherratíð breska forsætisráðherrans Liz Truss líður undir lok í næstu viku verður hún sá breski forsætisráðherra sem styst hefur setið í embætti. Erlendir fjölmiðlar eru víða uppfullir af samanburði á persónum og hlutum sem entust lengur en forsætisráðherratíð Truss.

Erlent

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um á­kveðna ein­stak­linga

Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Erlent

Dæmdur fyrir að nauðga konu og skilja hana eftir í djúpri holu

Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt 41 árs karlmann, Taher Amini, í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar fyrir að hafa nauðgað konu og ýtt henni ofan 24 metra djúpa í holu á námuvinnslusvæði eftir að hún hafði hafnað bónorði hans. Konan hafði legið fótbrotin í holunni í tvo sólarhringa þegar hún fannst.

Erlent

Íhaldsflokkurinn tekur viku í að finna nýjan leiðtoga

Valdabarátta er hafin innan breska Íhaldsflokksins eftir að leiðtogi flokksins sagði af sér í morgun eftir aðeins fjörutíu og fimm daga í embætti forsætisráðherra. Flokkurinn ætlar að finna nýjan leiðtoga innan viku en leiðtogi Verkamannaflokksins krefst tafarlausra kosninga.

Erlent

Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana

Kennarar við skóla í norðvestanverðu Íran fullyrða að öryggissveitarmenn hafi barið fimmtán ára gamla stúlku til bana þegar þeir gerðu rassíu þar. Stúlkan var ein nokkurra nemenda sem fengu að kenna á því þegar þeir neituðu að syngja lofsöng um æðstaklerk landsins.

Erlent

Dráttar­véla­mót­mæli gegn ropskatti á bú­fénað

Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.

Erlent

Ríkisstjórn Truss riðar til falls

Algjör glundroði ríkir á stjórnarheimilinu í Bretlandi og er ríkisstjórn Liz Truss sögð hanga á bláþræði. Innanríkisráðherrann Suella Braverman sagði af sér í gær og var harðlega gagnrýnin á forsætisráðherrann í afsagnarbréfi sínu.

Erlent

Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn.

Erlent

Innanríkisráðherra Bretlands segir af sér og skýtur á Truss

Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun láta af embætti eftir að hafa sent tölvupóst frá persónulegu netfangi sínu. Braverman hafði áður gagnrýnt u-beygju Truss og ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum harðlega en ríkisstjórnin er sögð hanga á bláðþræði. Talið er að fyrrverandi samgönguráðherra muni taka við af Braverman. 

Erlent

Webb endurgerði frægustu mynd Hubble

Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði.

Erlent

Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukku­stundum

Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu.

Erlent

Sprengdu upp inn­gang stærsta fangelsis Mjanmar

Tvær sprengjur voru sprengdar við inngang Insein-fangelsisins í Yangon í Mjanmar í dag. Þrír starfsmenn fangelsisins létu lífið í sprengingunni og fimm gestir sem voru að heimsækja vini eða ættingja sem sitja inni í fangelsinu. 

Erlent