Fastir pennar

Líf eftir stjórnmálaþátttöku
Stundum finnst manni nefnilega eins og æðstu embættismenn þjóðarinnar hagi sér eins og þeir séu í fjölskyldufyrirtæki, en ekki í þjónustu hjá þjóðinni. Kannski ætti að rifja það upp að orðið embætti er af sama stofni og orðið ambátt.

Fellibylur á Íslandi er logn
Ofdrykkja á Íslandi er áreiðanlega ekki sökum þess að vín sé of ódýrt hér og of aðgengilegt, heldur er hún inngróin í menningu okkar, arfur frá þeim tíma þegar vín var hinn forboðni ávöxtur og einungis haft um hönd til að ölva sig.

Lýðræði, samráð og ríkismenning
Það er mikið rætt um aukið lýðræði og valddreifingu á vettvangi stjórnmálanna. Er ekki tími til kominn að opna þá umræðu einnig í heimi menningar og lista?
Fjölgun ferðamanna
<strong><em>Nokkur orð - Jón Kaldal</em></strong> Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú, því ef frá er talinn fiskurinn, eru erlendir ferðamenn mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar.

Um örugg sæti - og vonlaus
Hvað halda menn að hefði gerst, hefði kosningasvindlið átt sér stað í almennum kosningum til alþingis? Málið hefði verið útkljáð af almennum dómstóli samkvæmt almennt viðurkenndum réttarfarsreglum.

Búverndarblús
Stjórnvöld hafa streitzt gegn fólksfækkun í landbúnaði, af því að þau virðast hafa ruglað henni saman við fólksfækkun í sveitum.
Að verja fortíðina
Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Ég held einfaldlega að nú sé komið nóg. Við eigum ekki að festa þetta kerfi í átta ár í viðbót. Það er hvorki bændum né íslenskum landbúnaði til hagsbóta.

Íslenskur áhugi á stjórnmálum
Engum ungum manni í Kaupmannahöfn, Amsterdam, London eða Berlín dettur í hug að það geti skipt máli fyrir gengi hans og möguleika í lífinu hvort hann er í stjórnmálaflokki eða ekki.

Viðskipti með landbúnaðarvörur
Það einkennir allan atvinnurekstur sem starfað hefur við vernduð skilyrði, að menn telja sér trú um að sá rekstur sé svo sérstakur að um hann geti ekki gilt almennar viðskiptareglur. </b />
Vanmetum þá ekki!
Þóra Tómasdóttir hugsar til innbrotsþjófa þegar hún hlustar á útvarp
Hinsegin fiskidagur
Mál manna - Sigurjón M. Egilsson Um sjötíu þúsund Íslendingar komu saman á Dalvík og Reykjavík til að gera sér glaðan dag. Þrátt fyrir fjölmenni var ekkert sem skyggði á samkomurnar.

Frá Rick til Hómers
Ennþá eru Bandaríkjamenn voldugasta þjóð heims og við höfum í græðgi okkar og skammsýni bundið trúss okkar við þá. Um þessar mundir er þeim stjórnað af óútreiknanlegum manni sem lætur stjórnast af kæruleysi og skeytingarleysi um staðreyndir, djúpri vanþekkingarþrá og staðfastri þröngsýni.

Tifandi tekjuskattssprengja
Þessi tvískipting felst í því að annars vegar höfum við launamenn sem borga fullan skatt af öllum þeim tekjum sem þeir vinna fyrir, og hins vegar höfum við fjármagnseigendur og "ehf-ara" sem borga eingöngu 10% skatt af sínum tekjum.

Að gera hlutina í réttri röð
Kannski forsætisráðuneytið láti svo lítið að upplýsa, hversu margir þeir voru milljarðatugirnir í frásögn Morgunblaðsins? - og hverjir fluttu þá úr landi.

Þjóðaratkvæði og þingkosningar
Þeir sem þetta skrifa þekkja engin dæmi þess úr rúmlega 200 ára sögu almennra þingkosninga að því hafi verið haldið fram að almennar þingkosningar jafngildi þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt tiltekið mál.

Á betri enda keðjunnar
Ef menn kaupa kaffipakka úti í búð mega þeir reikna með að innan við tuttugasti hlutinn af verðinu endi hjá framleiðendum kaffisins. Þá er ég að tala um fólkið sem á akrana, ræktar kaffið, tínir baunirnar, sorterar þær, flytur og pakkar þeim í sekki.

Fjöldafjarvistir ráðherra
Það er í ljósi þessarar óvenjulegu stöðu sem fámennið í ráðherraliðinu við innsetninguna vekur athygli. Innsetningin er formleg opinber athöfn þar sem gert er ráð fyrir nærveru þingmanna og ráðherra, enda fer hún fram í þinghúsinu.

Margt býr í hæðinni
Og hér er þá hugsanlega kominn vísir að lausn á gátu, sem hagfræðingar og aðrir hafa glímt við mörg undangengin ár. Gátan er þessi: hvers vegna virðist mikill ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna í Bandaríkjunum – mun meiri ójöfnuður en tíðkast í Evrópu að Bretlandi einu undanskildu – ekki hafa bitnað á hagsæld Bandaríkjanna?

Ísland og Evrópusamstarfið
Kannski gæti það verið svo að útlendingar skilji ekki almennilega vilja Íslendinga til að innleiða hér á landi 80% af löggjöfinni sem samþykkt er í Evrópusambandinu án þess að hafa nokkuð um það að segja, án þess að vera einu sinni á fundunum þegar þessar reglur eru ákveðnar.
Vítishringur vinnualkans
Stuð milli stríða - Þórarinn Þórarinsson er í sumarfríi og líður vítiskvalir.

Höfuðborg - eða til höfuðs borg?
Ég las í gær haft eftir Jóni Atla rithöfundi að venjulega fólkið færi í Smáralind en það væru bara rónar á Lækjartorgi. Samt held ég að Kópavogur verði ekki höfuðborg. Mér finnst hann hins vegar stundum vera til höfuðs borg.
Sykur og salt
<strong><em>Nokkur orð - Jón Kaldal</em></strong> Sérstakur sykurskattur er í raun og veru miklu frekar forsjárhyggjuskattur heldur en forvarnarskattur. Skilaboðin með slíkum skatti fela í sér að verið sé að hafa vit fyrir fólki í stað þess að upplýsa það og leyfa því sjálfu að kjósa hvernig það hagar lífi sínu.

Lærum af mistökum í Írak
Stefna friðsamlegra samskipta og efnahagsaðstoðar auðugra iðnríkja við fátæk lönd, stefna sem byggir á fortölum og fræðslu, er erfið leið og seinfarin og krefst þolinmæði, en hún virðist hin eina sem nokkur skynsemi mælir með.

Hættu þá að moka
Hin pólitísku ágreiningsefni hafa síðustu misseri frekar snúist um stjórnarhætti, stjórnunarstíl og lýðræði en efnahagsmál. Á því sviði hefur ríkisstjórnin setið undir harðri gagnrýni og hvert málið á fætur öðru verið keyrt fram þrátt fyrir hávær mótmæli í samfélaginu.
Stuð milli stríða
Birgir Örn Steinarsson bendir á undarlegar hefðir Íslendinga um verslunarmannahelgina.
Í fótspor Köngulóarmannsins
Freyr Bjarnason fékk tækifæri til að verða hetja og rifja upp takta gamals kunningja.

Ný utanríkisstefna
<em><strong>Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson</strong></em> Heimsmynd Íslendinga hefur umbreyst á skömmum tíma.

Við Chuck
Þarna er hún þá lifandi komin skýringin á því, hvers vegna fætur sjarmöranna sjást yfirleitt ekki, þegar þeir kreista draumadísirnar í bíómyndunum: þeir þurfa að standa uppi á kassa til að ná.</b />
Með túrtappa að vopni
Þóra Karítas segir skjaldmeyjarnar forðum ekki hafa skeytt um hvort þær væru með lítil eða stór, silíkon- eða saltvatnsbrjóst.
Kettinum stolið
Smári Jósepsson segir undarlega sögu sem hann hleraði á kaffihúsi