Enski boltinn

Glæsimörk í leik Leeds og Leicester

Það var búist við hörkuskemmtilegum leik þegar að Leeds fékk Leicester í heimsókn á Elland Road fyrr í dag, það reyndist rétt þó mörkin hafi ekki verið mörg. Áhorfendur fengu samt eitthvað fyrir sinn snúð þegar tvö glæsimörk litu dagsins ljós með einungis tveggja mínútna millibili. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1.

Enski boltinn