Enski boltinn

Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær
Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni.

Bannað að mæta í Arsenal fötum á leikinn í kvöld
Alfons Sampsted og félagar í Bodö/Glimt taka í kvöld á móti toppliði ensku úrvalsdeildarinnar þegar Arsenal liðið kemur í heimsókn norður til Bodö.

Mbappe vill fara frá PSG í janúar og Liverpool sagt vera inn í myndinni
Samband Kylian Mbappe og Paris Saint Germain er nú sagt vera það slæmt að franski landsliðsframherjinn vill nú fara frá franska félaginu strax í janúarglugganum.

María útskrifaðist úr háskóla
María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

Segir að VAR-dómararnir hafi giskað á það hvort Saka hafi verið réttstæður
Fjölmiðlamaðurinn þekkti Richard Keys gerði lítið úr vinnubrögðum myndbandadómaranna í ensku úrvalsdeildinni í leik Arsenal og Liverpool um helgina.

Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín
Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni.

Young tryggði Villa stig gegn Forest
Nýliðar Nottingham Forest og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Ten Hag vonast til að markið opni flóðgáttir hjá Ronaldo
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vonast eftir því að Cristiano Ronaldo sé kominn í gang eftir að sjö hundraðasta mark hans fyrir félagslið tryggði United 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikmaður Brighton þarf að hætta vegna hjartasjúkdóms
Enock Mwepu, miðjumaður enska úrvalsdeildarliðsins Brighton, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna hjartavandamála. Hann er aðeins 24 ára.

Steve Bruce rekinn frá WBA
Steve Bruce hefur stýrt sínum síðasta leik hjá West Bromwich Albion en enska b-deildarliðið ákvað að segja knattspyrnustjóranum upp störfum í morgun.

Klopp: Liverpool er ekki með í titilbaráttunni
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi eftir tap á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina að liðið hans sé ekki í baráttunni um enska meistaratitilinn í ár.

Söguleg byrjun Antony hjá Man Utd
Brasilíumaðurinn Antony er strax byrjaður að skrifa söguna í herbúðum enska stórveldisins Manchester United.

Ten Hag ánægður með hugarfar liðsins í mótlæti
Erik Ten Hag, stjóri Man Utd, hrósaði liði sínu sérstaklega fyrir annan endurkomusigurinn á þremur dögum eftir að hafa séð lið sitt leggja Everton að velli í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sjöhundraðasta mark Ronaldo tryggði Man Utd endurkomusigur
Manchester United heimsótti Everton í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og vonaðist til að svara skellinum gegn Man City á góðan hátt.

Klopp: Áttum að vera búnir að hreinsa boltann í burtu þegar vítið er dæmt
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var vonsvikinn eftir að hafa séð lið sitt bíða lægri hlut fyrir Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal lagði Liverpool að velli í fimm marka leik
Fátt fær stöðvað Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um þessar mundir og Liverpool fékk að kenna á sóknarkrafti Skyttnanna á Emirates leikvangnum í Lundúnum í dag.

Leik lokið: Brighton - Tottenham 0-1 | Kane skoraði markið sem skildi liðin að
Tottenham Hotspur lagði Brighton að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í ensk úrvalsdeildinni í fótbolta karla á suðurströndinni í dag.

Potter áfram ósigraður með Chelsea
Chelsea vann öruggan 3-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag og er því áfram ósigrað frá því að Graham Potter tók við liðinu 8. september síðastliðinn.

Aftur skoraði Haaland er City sótti toppsætið
Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erling Haaland skoraði aftur, í sínum sjöunda leik í röð í deildinni.

Sonur David Beckham æfir hjá ensku félagi
Romeo Beckham æfir þessa dagana með varaliði enska félagsins Brentford en þessi tvítugi strákur er elsti sonur goðsagnarinnar David Beckham og Kryddpíunnar Victoria Beckham.

Enginn áhugi á Ronaldo sem verður um kyrrt hjá United
Allt bendir til þess að Cristiano Ronaldo klári tímabilið með Manchester United því engin af stóru liðunum í Evrópu vilja fá hann.

Spáir því að Arsenal fari létt með Liverpool á sunnudaginn
Það eru erfiðir tímar hjá Liverpool þessa dagana á meðan Arsenal situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Einn sérfræðingur í ensku úrvalsdeildinni er á því að Liverpool liðið muni fara illa út úr leik liðanna um helgina.

Milljónir vildu losna við Haaland
Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“.

Stjörnuleikmenn Tottenham syrgja þjálfara sinn
Tottenham-leikmennirnir Harry Kane og Richarlison eru meðal þeirra sem hafa í dag minnst ítalska styrktarþjálfarans Gian Piero Ventrone sem féll skyndilega frá.

Hafnar orðrómnum um klásúlu í samningi Haalands
Pep Guardiola sagði við blaðamenn eftir sigur Manchester City í gærkvöld að ekkert væri til í þeim sögusögnum að Erling Haaland væri með klásúlu í sínum samningi sem gerði honum kleift að fara frá félaginu til Real Madrid.

Lagerbäck minnir fólk á að góðu gen Haaland komi ekki síst frá mömmu hans
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þekkir vel til Norðmannsins Erling Braut Haaland eftir að hafa þjálfað hann í norska landsliðinu.

Núñez: „Ég skil ekki orð af því sem Klopp segir“
Darwin Núñez, framherji Liverpool, segist lítið skilja í Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins. Enskukunnátta leikmannsins er ekki upp á sitt besta en hann kveðst vera á réttri leið eftir erfiða byrjun í Bítlaborginni.

Eigandi City sakaður um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum
Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester City og staðgengill forsætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, gæti sætt rannsókn breskra yfirvalda vegna ásakana um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum breskra yfirvalda.

Öll mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu perlumark Liverpool
Barcelona er komið í slæm mál eftir tap gegn Inter í dauðariðlinum og Napoli heldur áfram að slá í gegn og er fyrir ofan Liverpool, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Átta leikir voru spilaðir í gær og nú má sjá mörkin úr þeim öllum hér á Vísi.

Benítez gæti verið á leið aftur í enska boltann
Knattspyrnustjórinn Rafa Benítez virðist vera efstur á blaði hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Nottingham Forest yfir þá sem gætu tekið við af Steve Cooper verði hann rekinn.