Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. Viðskipti innlent 17.10.2025 13:25
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. Viðskipti innlent 17.10.2025 12:59
Origo kaupir Kappa Origo hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé hugbúnaðarráðgjafafyrirtækisins Kappi ehf., sem sérhæfir sig í innleiðingu Microsoft Business Central, sem er nýjasta kynslóð viðskiptakerfa frá Microsoft. Kaupin eru hluti af stefnu Origo um að efla stöðu sína sem leiðandi samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana í hagnýtingu Microsoft lausna, þar á meðal Business Central, Power Platform, Fabric og Azure. Viðskipti innlent 17.10.2025 11:59
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent 17.10.2025 06:46
Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Samkeppniseftirlitið mun taka möguleg samkeppnislagabrot starfsmanna viðskiptabanka í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða til alvarlegrar skoðunar. Viðskipti innlent 16.10.2025 15:43
Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Icelandair hefur bætt Faro í Algarve-héraði Portúgals við leiðakerfið sitt og hefur flug þangað 26. mars næstkomandi. Play hóf að fljúga þangað í apríl í fyrra og gerði þar til að félagið fór á hausinn á dögunum. Viðskipti innlent 16.10.2025 13:12
ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) lýsir yfir þungum áhyggjum af atvinnuástandi á Húsavík og nágrenni vegna lokunar kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Í ályktun miðstjórnar, sem samþykkt var á fundi þeirra í gær, hvetur stjórnin stjórnvöld til að bregðast við hið fyrsta þannig að unnt verði að hefja rekstur fyrirtækisins á ný. Viðskipti innlent 16.10.2025 10:17
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Gengi Icelandair hrapar Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær. Viðskipti innlent 16.10.2025 09:55
Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Þó tekjur Icelandair á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir á það sama ekki við kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí var gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun mun ekki hafa gengið eftir. Viðskipti innlent 15.10.2025 17:01
Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Landsbankinn telur að dómur Hæstaréttar í gær gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra umsókna um íbúðalán verður því sett á bið fram yfir helgi, en unnið verður með viðskiptavinum að afgreiðslu þeirra lánsumsókna sem þegar eru í vinnslu hjá bankanum. Viðskipti innlent 15.10.2025 16:02
Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Viðskipti innlent 15.10.2025 13:41
Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Arion banki bendir á að skilmálar íbúðalána bankans með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því sé erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum. Að því gefnu að sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg. Viðskipti innlent 15.10.2025 11:18
Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Frummat Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dóms Hæstaréttar í „vaxtamálinu“ svokallaða verði innan við milljarður króna, fyrir skatta. Viðskipti innlent 15.10.2025 08:54
Ballið búið hjá Bankanum bistró Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Bankanum bistró, veitingastað og bar í Mosfellsbæ, næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé ekki léttvæg. Viðskipti innlent 14.10.2025 23:47
Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða í fljótu bragði. Fjárhagsleg áhrif á bankana séu hugsanlega ekki eins mikil og talið var mögulegt áður. Í framhaldinu þurfi fjármálastofnanir að hafa mun skýrari vaxtaviðmið í lánum með breytilegum vöxtum. Viðskipti innlent 14.10.2025 19:51
Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Allir sjö dómarar Hæstaréttar voru sammála um að skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti hafi verið ólögmætir. Þrátt fyrir það var Íslandsbanki sýknaður af fjárkröfum í Vaxtamálinu svokallaða, þar sem að vextir á láni þeirra sem höfðuðu málið höfðu hækkað minna en stýrivextir Seðlabankans. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:47
Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Viðskipti innlent 14.10.2025 14:19
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Viðskipti innlent 14.10.2025 13:36
Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í Vaxtamálinu svokallaða. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, voru undir í málinu. Niðurstaðan var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Viðskipti innlent 14.10.2025 13:04
Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Hopp Reykjavíkur, sem sér um starfsemi Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Kristín tekur við keflinu af Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur. Sæunn tekur við sem stjórnarformaður Hopp Reykjavíkur. Viðskipti innlent 14.10.2025 12:36
Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Fjármála- og efnahagsráðherra segir að farið hafi verið vel yfir stöðu kerfislega mikilvægu bankanna í aðdraganda dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða, sem kveðinn verður upp í dag. Tugmilljarða hagsmunir bankanna, og ekki síður neytenda, eru undir í málinu. Viðskipti innlent 14.10.2025 11:35
Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir titring hafa verið á fjármálamörkuðum undanfarið en vísar sem nýttir eru til að rýna í hvort kreppa sé yfirvofandi tali hver á móti öðrum. Hann telur að það muni alltaf eitthvað bakslag eiga sér stað en undirliggjandi styrkleikar geti komið í veg fyrir að það endi í kreppu. Viðskipti innlent 13.10.2025 22:51
Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC). Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viðskipti innlent 13.10.2025 13:08
Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Viðskipti innlent 13.10.2025 12:06
Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Eignarhaldsfélag þingmannsins Jóns Péturs Zimsen, tveggja bræðra hans og föður þeirra hagnaðist um 48 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn árið áður nam 217 milljónum króna. Um áramótin nam eigið fé félagsins 848 milljónum króna en skuldir aðeins níu milljónum. Viðskipti innlent 13.10.2025 11:03