Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hætt hjá Ís­lenskri erfða­greiningu eftir sjö ára starf

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samherjahjónin fyrr­verandi langtekjuhæst

Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattakóngurinn flytur úr landi

Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyra á orku­drykkja­markaðinn

Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. 

Viðskipti innlent