Áskorun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“

„Við tölum oft um að þurfa að uppfæra símana okkar og uppfæra tölvurnar okkar. En það sama þarf að gerast hjá fólki með fíknisjúkdóma; sem þarf má segja að uppfæra heilann á sama hátt,“ segir Bergrún Brá Kormáksdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafanemi á Vogi.

Áskorun
Fréttamynd

Sjálfið okkar: Að verða okkar besta út­gáfa

Við tölum oft um bestu útgáfuna okkar. Þessa eftirsóttu útgáfu sem gerir okkur sterkari, hamingjusamari, kátari og svo framvegis. Best í samskiptum, best í að nýta styrkleikana okkar og svo framvegis og svo framvegis.

Áskorun
Fréttamynd

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“

Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Áskorun
Fréttamynd

„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“

Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála.

Áskorun
Fréttamynd

Að hætta kvöld- og næturvafrinu

Það kannast margir við að vakna dauðþreyttir alla morgna. Ekki vegna þess að þeir fóru svo seint upp í rúm kvöldinu áður. Nei; sá tími getur verið mjög skynsamlegur.

Áskorun
Fréttamynd

Öðru­vísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hug­myndirnar“

„Það var Egyptaland sem skilaði mér heim í dálítilli rúst. Ég einfaldlega missti trúna á mannkyninu og hef aldrei kært mig um að hafa það eftir sem ég sá og heyrði þar. En get sagt að hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar,“ segir Helena Jónsdóttir þegar hún rifjar upp tímann sem hún starfaði með Læknum án landamæra í Egyptalandi.

Áskorun