Innherji
Umsvifin verið mikil hjá Verkís og helstu áskoranir snúið að mönnun
Þótt útlit sé fyrir að umsvifin hjá Verkís verði eitthvað minni á nýju ári miðað við fyrri ár þá verður nóg að gera, að mati framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar, en helstu áskoranir fyrirtækisins að undanförnu hafa snúið að mönnun. Hann segir að í starfsemi Verkís verði félagið áþreifanlega vart við þörf á uppbyggingu og viðhaldi innviða og samgöngumannvirkja.
Væntingar fjárfesta um mikinn framtíðarvöxt?
Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%.
Leyfum okkur að hugsa stærra
Tækifærin eru sannarlega víða og stjórnendur fyrirtækja vinna hörðum höndum að því alla daga ásamt tugþúsundum starfsmanna að sækja þau. Heimatilbúnum hindrunum þarf að ryðja úr vegi til þess að samfélagið geti blómstrað. Lausnirnar eru sannarlega til en stjórnvöld verða að sýna vilja í verki og vinna að umbótum til þess að auka stöðugleika en fyrst og fremst til þess að bæta lífskjör landsmanna til lengri tíma.
Árið einkenndist meðal annars af hagræðingu og erfiðum breytingum
Árið sem er að líða var ár naflaskoðunar og mikilla sviptinga hjá Hvíta húsinu, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en auglýsingabransinn hefur verið að finna nýrri tækni stað í sköpunar- og framleiðsluferlinu. Mikil verðbólga og háir vextir hafa haft talsverð áhrif á rekstur auglýsingastofa.
Farsæl framtíð í ferðaþjónustu – ef rétt er spilað úr stöðunni
Það kom mörgum á óvart að ný ríkisstjórn kynnti til sögunnar komugjöld og auðlindagjöld á ferðaþjónustuna til þess að standa undir kosningaloforðum á kjörtímabilinu. Í stað þess að gefa greininni svigrúm til að vaxa og styrkjast og stækka skattspor sitt með eðlilegum hætti á að grípa til sértækra skatta til þess að reyna að auka tekjurnar af greininni.
Forstjóri Kauphallarinnar sér fram á mögulega fimm nýskráningar á næsta ári
Útlit er fyrir að á næstunni verði framhald á þeirri skráningarbylgju sem hófst árið 2021, meðal annars vegna væntinga um lækkandi vaxtastig sem ætti að skila sér í bættum markaðsaðstæðum, og forstjóri Kauphallarinnar segist því gera ráð fyrir að þrjú til fimm félög muni ráðast í nýskráningar á nýju ári. Hann brýnir stjórnvöld til þess að skoða hvata til fjárfestinga við það sem best gerist í okkar nágrannaríkjum eigi að takast að tryggja áframhaldandi uppbyggingu hlutabréfamarkaðarins.
Hlutabréfamarkaður í sókn
Það eru horfur á áframhaldandi vexti íslenska hlutabréfamarkaðarins á næsta ári og raunar á næstu árum, sé vel haldið á spilunum. Þetta er mikilvægt, ekki vegna þess að vöxtur hlutabréfamarkaðar sé markmið í sjálfu sér, heldur vegna þeirrar þýðingar sem öflugur innlendur hlutabréfamarkaður hefur fyrir fjármögnun í atvinnulífinu langt út fyrir hin skráðu félög og þar með möguleika íslensks atvinnulífs til nýsköpunar og vaxtar.
Árið sem hófst og lauk
Verslunin er blómleg um þessar mundir. Sparnaður heimila virðist hafa farið vaxandi, væntanlega á kostnað einkaneyslu, en íslenski neytandinn er þó þrautseigur. Gera verður ráð fyrir að rekstrarhagræðing hafi verið mörgum atvinnurekandanum ofarlega í huga á árinu.
Lærdómar ársins og leiðin fram á við í orkumálum
Ljóst varð að þjóðin er að mestu leyti sammála um stöðuna í orkumálum. Að auka þurfi orkuframleiðslu er ekki umdeilt á meðal almennings og engir stórir pólitískir sigrar voru þangað að sækja. Sást vilji þjóðarinnar skýrast í því að flokkar sem settu aukna orkuframleiðslu ofarlega á sínar stefnuskrár enduðu á þingi á meðan þau sem létu málefnið mæta afgangi gerðu það ekki.
Viðburðarríkt ár hjá fjármálafyrirtækjum að baki
150 ár eru síðan fyrstu innlendu reglurnar um fyrirtæki í fjármálaþjónustu voru settar hér á landi með tilskipun Kristjáns IX. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en umfang innleiðingar Evrópureglna sem tengjast fjármálamörkuðum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum.
Verulega dregur úr stöðutöku fjárfesta með krónunni eftir mikla gengisstyrkingu
Framvirk staða fjárfesta og fyrirtækja með krónunni hefur ekki verið minni frá því undir lok faraldursins eftir að hafa dregist verulega saman á allra síðustu mánuðum samhliða skarpri gengisstyrkingu, meðal annars vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum verðbréfum. Lífeyrissjóðirnir fóru á sama tíma að auka á ný við fjárfestingar sínar erlendis en útlit er fyrir að hrein gjaldeyriskaup sjóðanna á yfirstandandi ári verði sambærileg að umfangi og í fyrra.
Að bjarga sökkvandi skipi
Heimildin hefur lagt í björgunarleiðangur til að bjarga sökkvandi skipi Mannlífs undir stjórn Reynis Traustasonar. Leiðangurinn hefur þó ekki verið dramalaus og augljóst að mikil átök hafa verið innan hluthafahóps Heimildarinnar.
Samkaup ætlar að auka hlutafé sitt um einn milljarð eftir mikið tap á árinu
Hluthafar Samkaupa, sem hefur núna boðað sameiningu við Heimkaup, hafa samþykkt að ráðast í hlutafjáraukningu upp á samtals liðlega einn milljarð króna eftir erfitt rekstrarár en útlit er fyrir að heildartap matvörukeðjunnar muni nema mörg hundruð milljónum. Þá hefur fjárfestingafélagið SKEL fengið Guðjón Kjartansson, sem starfaði um árabil meðal annars í fyrirtækjaráðgjöf Arion banka, sem fulltrúa sinn í stjórn Samkaupa.
Engar forsendur fyrir því að raforkuverð til heimila „stökkbreytist“ næstu tvö árin
Sölufyrirtæki með raforku hafa nú þegar keypt að stórum hluta allrar þeirrar orku sem þarf til að mæta eftirspurn almennra notenda til næstu tveggja ára og miðað við meðalverðið í þeim viðskiptum eru engar forsendur fyrir því, að mati Landsvirkjunar, að raforkuverð eigi eftir að „stökkbreytast“ á því tímabili. Sérfræðingar orkufyrirtækisins vekja athygli á því að rafmyntagröftur er á „hraðri útleið“ á Íslandi og vegna þessa hefur raforkunotkun gagnavera minnkað um meira en helming á skömmum tíma.
Sala eigna og bjartari rekstraráætlun hækkar verðmatið á Heimum
Þrátt fyrir mikla siglingu á hlutabréfaverði Heima í Kauphöllinni að undanförnu, meðal annars drifið áfram af endurkaupum, væntingum um frekari vaxtalækkanir og bættri rekstrarafkomu, þá er fasteignafélagið enn nokkuð undirverðlagt á markaði, að mati greinenda. Verðmatið á Heimum hefur verið hækkað en félagið gaf nýlega út jákvæða afkomuviðvörun og seldi frá sér eignir utan kjarnasvæða.
Verðbólguvæntingar heimila og fyrirtækja nálgast sömu gildi og fyrir faraldur
Ný könnun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila, bæði til skemmri og lengri tíma, sýnir að þær halda áfram að lækka skarpt og eru núna að nálgast sömu slóðir og fyrir farsóttina í upphafi ársins 2020. Nokkur samstaða er á meðal greinenda og hagfræðinga um verðbólguþróunina í desember og miðað við spár er útlit fyrir að hún muni haldast nánast óbreytt milli mánaða en verði síðan komin undir fjögur prósent snemma á nýju ári.
Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum
Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum.
Stjórnvöld þurfi að sýna að erlendir fjárfestar séu velkomnir á Íslandi
Stjórnandi hjá franska sjóðastýringarfélaginu Ardian, stærsti erlendi innviðafjárfestirinn á Íslandi, segir að stjórnvöld þurfi að gefa út þau skilaboð að alþjóðlegir fjárfestar séu velkomnir hér á landi en þess í stað einkennist viðhorfið fremur af „varðstöðu“ þegar kemur að mögulegri aðkomu þeirra að innviðaverkefnum. Hún telur jafnframt að Samkeppniseftirlitið geti ekki komist að annarri niðurstöðu en að fella niður kvaðir á hendur Mílu, sem Ardian festi kaup á fyrir tveimur árum, á tilteknum mörkuðum enda sé fjarskiptainnviðafélagið ekki lengur með markaðsráðandi stöðu.
Telur Kaldvík verulega vanmetið á markaði og útlit sé fyrir hraðan vöxt
Ef rétt er haldið á spilunum eftir þá miklu uppbyggingu sem hefur verið í fiskeldi undanfarin áratug þá ætti Ísland, meðal annars vegna hægstæðs orkuverðs og aðgangs að nægu ferskvatni, að hafa samkeppnisforskot á helstu keppinauta í atvinnugreininni, að mati hlutabréfagreinenda, en hann verðmetur Kaldvík langt yfir núverandi markaðsgengi. Eftir miklar fjárfestingar hjá Kaldvík að undanförnu er útlit fyrir að framleitt magn á eldislaxi muni halda áfram að stóraukast á næsta ári sem eigi að skila sér í nærri tvöfalt meiri tekjum og verulega bættri rekstrarafkomu.
Minni áhersla á innlend hlutabréf og vilja auka vægi erlendra skuldabréfa
Tveir af allra stærstu lífeyrissjóðum landsins, langasamlega umsvifamestu fjárfestarnir á markaði, hafa sett sér þá stefnu fyrir komandi ár að draga heldur úr vægi innlendra hlutabréfa í eignasafni sínu á meðan áherslan verður meðal annars á að byggja upp stærri stöðu í erlendum skuldabréfum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins segir að eftir erfið ár og verðlækkanir á íslenskum hlutabréfamarkaði þá megi samt vænta þess að tækifæri skapist fyrir langtímafjárfesta og meiri líkur séu á góðri ávöxtun til lengri tíma litið.
Stærstu sjóðirnir fallast á tilboð JBT og telja sameinað félag álitlega fjárfestingu
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Ætla að samþykkja tilboð JBT og vonast til að margir hluthafar haldi eftir bréfum
Tveir lífeyrissjóðir sem eru á meðal allra stærstu hluthafa Marel ætla að samþykkja yfirtökutilboðið frá bandaríska félaginu John Bean Technologies og framkvæmdastjóri Birtu segist binda vonir við að nægjanlega margir íslenskir fjárfestar haldi eftir bréfum í sameinuðu félagi þannig að tvískráningin muni heppnast vel. Hann telur jafnframt að með áframhaldandandi eignarhaldi Birtu geti sjóðurinn haft áhrif hvernig unnið verði með fyrirtækið eftir samruna.
Verðbólguálag hækkar og fjárfestar óttast að ný ríkisstjórn sýni ekki nægt aðhald
Vextir á skuldabréfamarkaði fóru hækkandi í aðdraganda Alþingiskosninga, meðal annars vegna óvissu um niðurstöðu þeirra, og eru verðbólguvæntingar fjárfesta núna farnar að rísa á nýjan leik sem kann að vera merki um að þeir „óttist“ að væntanleg ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins muni ekki sýna nægt aðhald í ríkisrekstrinum, að sögn sjóðstjóra. Útlit er fyrir að vextir Seðlabankans muni að óbreyttu lækka jafnt og þétt í hverri vaxtaákvörðun á nýju ári og verði mögulega komnir niður í 6,5 prósent í árslok.
Erlendir fjárfestar með nærri helminginn í um fimm milljarða útboði Amaroq
Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.
Hátt raunvaxtastig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjármálakerfið
Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist.
Íslensk ríkisbréf ekki „jafn krassandi“ með hækkandi langtímavöxtum erlendis
Hækkandi vextir á löng ríkisskuldabréf úti í heimi að undanförnu, einkum í Bandaríkjunum, hefur leitt til þess að langtímavaxtamunur við útlönd hefur lækkað og íslensk ríkisbréf eru því „ekki jafn krassandi“ í augum erlendra fjárfesta og margir gætu haldið, að sögn seðlabankastjóra. Mikil gengisstyrking krónunnar, einkum drifin áfram af fjármagnshreyfingum, er „innan jafnvægis“ en hún hefur haldist á tiltölulega þröngu bili um langt skeið.
Stjórnmálamenn segjast styðja PPP-verkefni en meina „flestir ekkert með því“
Löggjöf frá 2020 sem átti að opna á meira en hundrað milljarða fjárfestingu í vegasamgöngum með samningum við einkaaðila hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með, að sögn utanríkisráðherra, en þótt stjórnmálamenn segist iðulega vera jákvæðir á slík samvinnuverkefni stjórnvalda og fjárfesta þá meini „flestir ekkert með því.“ Framkvæmdastjóri hjá danska ráðgjafafyrirtækisins COWI, sem keypti nýlega Mannvit, tekur í sama streng og segir skorta á pólitískan vilja að styðja við slík fjárfestingaverkefni til að bæta úr bágbornu ástandi vegakerfisins hér á landi.
Nýjar reglur á verðbréfamarkaði
Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns.
Kaup SKEL á INNO verðlaunuð í Belgíu og sögð tryggja framtíð verslunarkeðjunnar
Kaupin á belgísku verslunarkeðjunni INNO, sem fjárfestingafélagið SKEL stóð að í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, hafa hlotið árleg viðskiptaverðlaun í flokki meðalstórra viðskipta í Belgíu á árinu 2024. Eftir kaupin er framtíð verslunarkeðjunnar sögð vera tryggð í höndum reynslumikilla fjárfesta á smásölumarkaði en SKEL hefur sagt aðstæður á þeim markaði í Evrópu vera mjög áhugaverðar eftir miklar áskoranir síðustu árin.