Veiði

Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju
Haukadalsvatn er að detta inn í sinn besta tíma þessa dagana og það sem skemmir ekkert fyrir góðri ferð í vatnið er að það kraumar af nýgenginni sjóbleikju.

Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará
Eyjafjarðará er ein af þeim ám þar sem veiðimönnum er skylt að sleppa öllum veiddum fiski en það hefur heldur betur verið að skila sér.

Flottur dagur í Jöklu í gær
Þegar veiðitölurnar í mörgum ánum eru ekki upp á marga fiska er reglulega gaman að segja frá góðum dögum þar sem vel veiðist.

Laxar og hnúðlaxar í Ásgarði
Hnúðlaxinn er farin að sýna sig í Íslensku ánum en í minna mæli en flestir áttu von á en meðal þeirra veiðisvæða sem hnúðlaxinn er mættur í er Sogið.

Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn
Inná veiðispjallinu Veiðidellan er frábær á Facebook kemur reglulega spurning frá einhverjum sem spyr hvert sé best að fara með krakka að veiða.

Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum
Það hafa nokkrir stórir laxar gengið í Elliðaárnar á þessu sumri en einn af þeim stærstu gekk í hana í gær og það verður spennandi að sjá hvort þessi lax taki flugu í sumar.

Laxveiðin langt undir væntingum
Þegar nýjustu veiðitölur úr laxveiðiánum eru skoðaðar sést vel hvað sumarið er langt undir væntingum og það er farið að hafa áhrif á sölu veiðileyfa.

Frábær veiði í Veiðivötnum
Þegar allt tal um frekar slakt veiðisumar í mörgum laxveiðiánum berst í tal gleymist oft að tala um frábæra veiði í Veiðivötnum í sumar.

Nýjar tölur úr laxveiðiánum
Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum bera þess nokkur merki að ekki verður um gott sumar að ræða og í raun undir meðallagi sýnist flestum.

Veiðimenn og leiðsögumenn beðnir um að drepa fisk
Þessi fyrirsögn hefur örugglega valdið einhverjum heilabrotum í ljósi þess að vakning um að veiða og sleppa er orðin ansi öflug.

Elliðaárnar fullar af laxi
Það er ótrúlegt að sjá hvað laxgengdin í Elliðaárnar er góð og aðstæðum við ána lýst þannig af veiðimönnum að hún er bara full af laxi.

Frábær veiði í Hítarvatni
Hítarvatn er feyknastórt og það getur verið erfitt fyrir veiðimenn sem hafa aldrei komið þangað að átta sig á hvert á að fara til að veiða.

Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum
Fyrri Barnadagurinn í Elliðaánum var í gær og var vaskru hópur ungra veiðimanna sem eru í SVFR mættir eldsnemma við bakkann.

Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið
Tungufljót í Biskupstungu er virkilega skemmtileg á og er yfirleitt þekkt fyrir að fara ekki í gang fyrr en eftir miðjan júlí.

Fer yfir 800 laxa í dag
Laxgengd í Elliðaárnar er með allra mesta móti og það eru nokkuð mörg ár síðan jafn mikið af laxi hefur sést í ánni.

Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum
Það er greinilegt að stórstreymið er að skila góðum göngum í árnar á Vesturlandi og það sést bæði á veiðitölum og auðvitað á ánni sjálfri.

Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði
Ástæðan fyrir því að veiðimenn leggja á sig 2 tíma keyrslu og rúmlega það til að kasta flugu fyrir sjóbleikju í Hraunsfirði eru augljósar.

Stígandi í veiðinni í Jöklu
Jökla er ansi magnað veiðisvæði og er að margra mati eitt það magnaðasta á landinu en veiðin þar hefur verið stígandi síðustu ár.

Laxagöngur víða nokkuð góðar
Það eru allar líkur á að sumarið verði yfir meðallagi ef það tölur laxa sem hafa gengið í gegnum laxateljara landsins eru skoðaðar.

6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum
Opnun Veiðivatna á þessu sumri er líklega ein sú besta í 10 ár eða meira og veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið þar síðustu daga koma brosandi heim.

Nýtt tölublað af Veiðimanninum komið út
Veiðimaðurinn er elsta veiðiblað landsins og sumarblaðið 2023 er komið út stútfullt af skemmtilegum greinum og viðtölum.

Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum
Nú er að vera mánuður síðan fyrstu árnar opnuðu og næstu tvær til þrjár vikur er sá tími sem stærsti hlutinn af laxagöngum sumarsins er að mæta.

Mokveiði í Urriðafossi
Urriðafoss er loksins farin í gang eftir frekar rólega fyrstu daga en miðað við fréttir þaðan núna er allt að fara í gang.

Jökla byrjar vel í frábæru vatni
Jökla hefur verið vaxandi veiðiá og nýtur sífellt meiri vinsælda hjá þeim veiðimönnum sem vilja mikið vatn og stóra laxa.

Stórlaxar við opnun á Stóru Laxá
Stóra Laxá í Hreppum opnaði með glæsibrag 21. júní og það var alveg reiknað með ágætri opnun því það er töluvert síðan fyrstu laxarnir sáust.

Áhugaverðar tölur í laxateljurum
Þegar tölur úr laxateljurum eru skoðaðar á vefsíðu Riverwatcher sést að miðað við árstíma er gangan bara ágæt í árnar.

Besta opnun Veiðivatna í 10 ár
Veiðivötn er klárlega eitt af vinsælustu veiðisvæðum landsins enda fjölmenna veiðimenn og veiðikonur þangað á hverju sumri.

99 sm lax í Elliðaánum
nú fyrst fer að verða spennandi að kasta flugu fyrir lax í Elliðaánum því það eru nokkrir stórir gengnir í gegnum teljarann og einn bikarfiskur.

Nýjar vikulegar veiðitölur
Nýjar vikulegar veiðitölur eru uppfærðar á vef Landssambands veiðifélaga alla fimmtudaga og það er ánægjulegur lestur í þeim tölum þessa dagana.

Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá
Eystri Rangá hefur ekki oft byrjað jafn vel og núna í sumar en hún gaf 20 laxa fyrstu tvo dagana og veiðimenn eru að sjá töluvert líf á neðri svæðunum.