6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2023 11:09 Guðbjörg með 9 punda urriða úr Hraunvötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Opnun Veiðivatna á þessu sumri er líklega ein sú besta í 10 ár eða meira og veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið þar síðustu daga koma brosandi heim. Mokveiði er eina orðið sem kemur upp í hugann eftir samtöl við veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið upp í Veiðivötnum frá opnun. Dagsveiðin hefur verið 10-20 fiskar hjá mörgum og einstaka veiðifólk hefur verið að gera enn betur en það. Það er reglulega gaman að heyra af góðum aflabrögðum úr vötnunum sem er ein mest sótta veiðiperla landsins og það er ekkert skrítið því að veiða innan um stórbrotið landslag á góðum degi í Veiðivötnum er eitthvað sem enginn gleymir. https://afli.veidivotn.is/2023/index.phpalgeir með 9 punda urriða úr Ónefnda vatni Þegar lauslega er rýnt í tölurnar kemur ekkert á óvart að sjá að veiðin í Litlasjó er mest enda vatnið mikið stundað, þar hafa veiðst 1.283 fiskar og sá stærsti 4,2 kíló eða rétt um níu pund. Ónýtavatn er næst með 541 fisk á land og þriðja vatnið á listanum eru Hraunvötn með 385 fiska á land og þar af einn 4,6 kílóa fisk sem okkur sýnist vera sá stærsti úr vötnunum í sumar. Veiðitölur úr Veiðivötnum 2023 er að finna á heimasíðu vatnana og þú getur skoðað með að smella HÉR. Stangveiði Mest lesið Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði
Mokveiði er eina orðið sem kemur upp í hugann eftir samtöl við veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið upp í Veiðivötnum frá opnun. Dagsveiðin hefur verið 10-20 fiskar hjá mörgum og einstaka veiðifólk hefur verið að gera enn betur en það. Það er reglulega gaman að heyra af góðum aflabrögðum úr vötnunum sem er ein mest sótta veiðiperla landsins og það er ekkert skrítið því að veiða innan um stórbrotið landslag á góðum degi í Veiðivötnum er eitthvað sem enginn gleymir. https://afli.veidivotn.is/2023/index.phpalgeir með 9 punda urriða úr Ónefnda vatni Þegar lauslega er rýnt í tölurnar kemur ekkert á óvart að sjá að veiðin í Litlasjó er mest enda vatnið mikið stundað, þar hafa veiðst 1.283 fiskar og sá stærsti 4,2 kíló eða rétt um níu pund. Ónýtavatn er næst með 541 fisk á land og þriðja vatnið á listanum eru Hraunvötn með 385 fiska á land og þar af einn 4,6 kílóa fisk sem okkur sýnist vera sá stærsti úr vötnunum í sumar. Veiðitölur úr Veiðivötnum 2023 er að finna á heimasíðu vatnana og þú getur skoðað með að smella HÉR.
Stangveiði Mest lesið Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Stórir birtingar ennþá að veiðast í Baugstaðarós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Veiðin ennþá góð og sjóbirtingurinn vel haldinn Veiði