Laxveiðin langt undir væntingum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2023 08:23 Brynjar sölustjóri Norðurár með flottan lax úr opnun Þegar nýjustu veiðitölur úr laxveiðiánum eru skoðaðar sést vel hvað sumarið er langt undir væntingum og það er farið að hafa áhrif á sölu veiðileyfa. Það er samt ekki þannig að göngurnar séu allt staðar mjög lélegar en lítið vatn í ánum og einmuna blíða og hiti hefur dregið mikið úr veiði. Ef næstu vikur verða svona verða veiðitölurnar ekki til að hrópa húrra fyrir en það getur engu að síður glæðst í lok ágúst þegar og ef það rignir vel á þeim tíma. Þá fer laxinn aftur á hreyfingu og það gæti af þeim sökum orðið gaman hjá þeim sem eiga veiðidaga síðsumars, þá sérstaklega í ánum á vesturlandi. Norðurá er efst á listanum með 533 laxa og þar þarf kraftaverk til að koma henni í 1.000 laxa þessu tímabili. Þverá og Kjarrá eru með 540 laxa en þar er haustið oft mjög sterkt og þá sérstaklega í Kjarrá. Urriðafoss er þriðja aflahæsta veiðisvæðið en það hefur ekki verið staðan síðustu sumur. Svæðið heldur ennþá í þá stöðu að vera með hæstu veiðina per stöng en heildarveiði uppá 508 laxa á fjórar stangir er ekkert til að kvarta yfir. Við erum kannski bara of góðu vön. Haffjarðará er þriðja á listanum með 357 laxa og Eystri Rangá er svo fimmta á listanum með 351 lax en þar er fyrst núna farið að bera á smálaxagöngum sem halda veiðinni uppi. Vonbrigðin eru síðan nokkuð mörg þegar tölurnar eru skoðaðar en þar má nefna Blöndu með aðeins 225 laxa, Miðfjarðará með 263 laxa, Laxá í Leirársveit með 130 laxa sem skrifast að vísu líka á að áin er í mjög litlu vatni, og Laxaá í Aðaldal með 125 laxa en þessi áður oft kallaða Drottning laxveiðiánna er með 125 laxa og hefur líklega aldrei verið með minni veiði á þessum tíma. Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði
Það er samt ekki þannig að göngurnar séu allt staðar mjög lélegar en lítið vatn í ánum og einmuna blíða og hiti hefur dregið mikið úr veiði. Ef næstu vikur verða svona verða veiðitölurnar ekki til að hrópa húrra fyrir en það getur engu að síður glæðst í lok ágúst þegar og ef það rignir vel á þeim tíma. Þá fer laxinn aftur á hreyfingu og það gæti af þeim sökum orðið gaman hjá þeim sem eiga veiðidaga síðsumars, þá sérstaklega í ánum á vesturlandi. Norðurá er efst á listanum með 533 laxa og þar þarf kraftaverk til að koma henni í 1.000 laxa þessu tímabili. Þverá og Kjarrá eru með 540 laxa en þar er haustið oft mjög sterkt og þá sérstaklega í Kjarrá. Urriðafoss er þriðja aflahæsta veiðisvæðið en það hefur ekki verið staðan síðustu sumur. Svæðið heldur ennþá í þá stöðu að vera með hæstu veiðina per stöng en heildarveiði uppá 508 laxa á fjórar stangir er ekkert til að kvarta yfir. Við erum kannski bara of góðu vön. Haffjarðará er þriðja á listanum með 357 laxa og Eystri Rangá er svo fimmta á listanum með 351 lax en þar er fyrst núna farið að bera á smálaxagöngum sem halda veiðinni uppi. Vonbrigðin eru síðan nokkuð mörg þegar tölurnar eru skoðaðar en þar má nefna Blöndu með aðeins 225 laxa, Miðfjarðará með 263 laxa, Laxá í Leirársveit með 130 laxa sem skrifast að vísu líka á að áin er í mjög litlu vatni, og Laxaá í Aðaldal með 125 laxa en þessi áður oft kallaða Drottning laxveiðiánna er með 125 laxa og hefur líklega aldrei verið með minni veiði á þessum tíma.
Stangveiði Mest lesið 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Flottar stórlaxagöngur í Stóru Laxá Veiði Ný veiðibúð í Árbænum Veiði