Erlent

Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“
Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors.

Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana
Árásir Bandaríkjahers á þrjú kjarnorkumannvirki í Íran eyðilögðu ekki lykilinnviði kjarnorkuáætlunar landsins og seinkaði líklega áætlunum Írana aðeins um nokkra mánuði, samkvæmt frummati bandarísku leyniþjónustunnar. Ráðamenn í Hvíta húsinu segjast ósammála matinu.

„Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“
Íslendingur sem býr í nánasta nágrenni við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa. Mikill vígbúnaður er í borginni en hann segir löggæslumenn vera einstaklega vinalega.

„Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála.

Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir
Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag.

Íranir neita að hafa skotið eldflaugum
Ísraelsk stjórnvöld segja Írana hafa skotið eldflaugum í átt að Ísrael og boða harðar gagnárásir. Íranir neita því að hafa skotið eldflaugum. Allt útlit er fyrir að vopnahlé sem bæði ríki virtust hafa samþykkt í nótt sé þegar farið út um þúfur.

Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar
Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni.

Segir vopnahlé í höfn
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Ísrael og Íran hafi náð samkomulagi um vopnahlé. Hann segir að ef fram fer sem horfir muni vopnahléð binda endi á stríðið sem geisað hefur síðustu tólf daga.

Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér
Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni.

Rýma sextán þorp vegna gróðurelda í Grikklandi
Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town.

Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar
Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni.

Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael
Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið.

Byrjað að smella af með stærstu myndavél í heimi
Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni.

Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti
Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi.

Hífðu lystisnekkjuna sem sökk upp úr sjónum við Sikiley
Björgunarlið hífði lystisnekkju bresks auðkýfings sem sökk undan ströndum Sikileyjar í fyrra upp af hafsbotni um helgina. Til stendur að rannsaka flakið til þess að reyna að varpa ljósi á hvað sökkti snekkjunni og varð sjö manns að bana.

Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran
Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum.

Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt
Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum.

„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina
Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri.

Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju
Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum.

Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“
Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða.

Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael
Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi.

Aðdragandinn: Hótanir og árásir á hótanir og árásir ofan
Átökin í Mið-Austurlöndum stigmögnuðust gríðarlega í gærkvöldi þegar Bandaríkjaher hóf loftárásir á Íran. Níu dagar eru síðan Ísraelar hófu að skjóta á Íran en átökin eiga sér lengri aðdraganda.

Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina
Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn.

Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran
Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl.

Árás Bandaríkjanna á Íran: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“
Bandaríski herinn gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran í gærkvöldi. Forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi að rannsóknarstöðvarnar hafi gereyðilagst í árásunum en íranskir embættismenn segja að svo sé ekki. Þeir hafa svarað fyrir sig með árás á Ísrael. Ákvörðunin hefur vakið upp mismunandi viðbrögð meðal embættismanna víða um heim.

Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani
Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli.

Átta látnir hið minnsta eftir að kviknaði í loftbelg
Átta hið minnsta eru látnir eftir að eldur kom upp í loftbelg með tuttugu manns og borð og hrapaði til jarðar í suðurhluta Brasilíu.

Ísraelar bíði ekki eftir grænu ljósi Trump
Ísraelskri embættismenn hafa tjáð Bandaríkjastjórn að þeir hyggist ekki bíða í tvær vikur til að gefa Írönum færi á að komast að samkomulagi við Bandaríkjamenn. Spennan hefur aukist hægt og þétt undanfarna daga en Trump Bandaríkjaforseti hefur ekki gefið út hvort hann geri beinar árásir á Íran.

Leiðtogi í hvítrússnesku andspyrnuhreyfingunni frjáls
Einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi og einn helsti andstæðingur einræðisstjórnar Alexanders Lúkasjenka hefur verið látinn laus eftir fimm ára fangelsisvist. Hann var í hópi fjórtán pólitískra fanga sem náðaðir voru af Lúkasjenka í dag.

Tugir látnir eftir þeir reyndu að sækja sér mat
Að minnsta kosti 44 voru drepnir á Gasaströndinni í gær af Ísraelsher. Margir hverjir voru að leita mataraðstoðar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir bráðnauðsynlega vanta drykkjarhæft vatn.