Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. Innlent 31.3.2025 15:55 Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur. Innlent 31.3.2025 15:51 „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Innlent 31.3.2025 15:36 Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Innlent 31.3.2025 15:01 Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Innlent 31.3.2025 14:58 Björn hvergi af baki dottinn Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Innlent 31.3.2025 14:24 Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. Innlent 31.3.2025 14:16 Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum laust fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 31.3.2025 13:55 Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel. Innlent 31.3.2025 12:31 Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Innlent 31.3.2025 12:02 Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. Innlent 31.3.2025 11:56 Segir ÍR að slökkva á skiltinu Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Innlent 31.3.2025 11:49 Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem gildir til ársins 2030. Innlent 31.3.2025 11:38 Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar. Innlent 31.3.2025 11:23 Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stóran hóp fólks á Íslandi í raun aldrei tekið út neinn þroska, það hafi aldrei tekist á við neinar áskoranir og lifi því eins og um börn sé að ræða. Innlent 31.3.2025 10:15 Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Innlent 31.3.2025 09:39 Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Innlent 31.3.2025 08:39 Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Áætlunin verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan níu. Innlent 31.3.2025 08:31 Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er sagður í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar. Innlent 31.3.2025 06:44 Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. Innlent 30.3.2025 21:58 Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Innlent 30.3.2025 20:03 Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2025 18:22 Þremur vísað út af Landspítalanum Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. Innlent 30.3.2025 17:06 Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023. Innlent 30.3.2025 14:58 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. Innlent 30.3.2025 14:30 Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Eina fjallaleiðsögunámið á Íslandi mun að óbreyttu leggjast af næsta haust þar sem ekki hefur fundist varanleg fjármögnunarleið. Kennari við skólann segir stöðuna alvarlega, sérhæft fagnám í fjallaleiðsögn sé mikilvægur liður í að koma í veg fyrir slys í fjallaferðamennsku. Innlent 30.3.2025 14:27 Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu Innlent 30.3.2025 14:02 „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Innlent 30.3.2025 14:00 Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára. Innlent 30.3.2025 12:23 Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Bílar, sem var lagt á víð og dreif í nágrenni starfsstöðvar Slökkviliðsins í Skógarhlíð, hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla fyrr í dag. Varðstjóri segir alvarlegt þegar bílum er lagt með þessum hætti. Innlent 30.3.2025 12:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka. Innlent 31.3.2025 15:55
Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað stýrihóp með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri þjónustu fyrir notendur. Innlent 31.3.2025 15:51
„Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Er rautt flagg að fylgjast með staðsetningunni þinni? Er grænt flagg að elska brosið þitt? Er rautt flagg að ég vilji ekki að þú farir á djammið án mín? Er grænt flagg að ég viti hvað þú vilt í bragðaref? Innlent 31.3.2025 15:36
Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi. Innlent 31.3.2025 15:01
Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Innlent 31.3.2025 14:58
Björn hvergi af baki dottinn Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Innlent 31.3.2025 14:24
Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. Innlent 31.3.2025 14:16
Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum laust fyrir klukkan 13 í dag. Innlent 31.3.2025 13:55
Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur nú verið við störf í hundrað daga. Almannatengill segir ríkisstjórnina hafa verið pólitískt stórtækari en hann átti von á og forystukonurnar hafa staðið sig vel. Innlent 31.3.2025 12:31
Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Rannsóknardósent við Árnastofnun og aðalmaður í mannanafnanefnd segir að um menningarslys yrði að ræða ef frumvarp um breytingu á mannanafnalögum verði samþykkt. Lagabreytingin myndi grafa undan núverandi kerfi, sem væri fljótt að láta undan síga. Innlent 31.3.2025 12:02
Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans. Innlent 31.3.2025 11:56
Segir ÍR að slökkva á skiltinu Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur krafist þess að Íþróttafélags Reykjavíkur slökkvi á ljósaskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti. Í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála segir ÍR að skiltið sé mikilvæg tekjulind fyrir barna- og unglingastarf félagsins. Innlent 31.3.2025 11:49
Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem gildir til ársins 2030. Innlent 31.3.2025 11:38
Gerðu upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra boða til fréttamannafundar klukkan 13 í dag. Til umræðu eru fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar. Innlent 31.3.2025 11:23
Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Haraldur Erlendsson geðlæknir segir stóran hóp fólks á Íslandi í raun aldrei tekið út neinn þroska, það hafi aldrei tekist á við neinar áskoranir og lifi því eins og um börn sé að ræða. Innlent 31.3.2025 10:15
Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2026 til 2030 verður ríkissjóður hallalaus strax árið 2027 og hið opinbera hallalaust árið 2028. Hvoru tveggja er ári fyrr en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Innlent 31.3.2025 09:39
Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis. Innlent 31.3.2025 08:39
Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Áætlunin verður kynnt á blaðamannafundi sem hefst klukkan níu. Innlent 31.3.2025 08:31
Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Rekstur Landakotsskóla í Reykjavík er sagður í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar. Innlent 31.3.2025 06:44
Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis. Innlent 30.3.2025 21:58
Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grindvíkingar fá hvergi að koma að borðinu í stjórnkerfinu með sín mál og segja að öll þeirra mál séu ákveðin í excel skjölum í ráðuneytum í Reykjavík. Þetta kom fram í máli formanns Járngerðar á opnum fundi, sem vill að uppbygging í bæjarfélaginu hefjist strax í vor. Innlent 30.3.2025 20:03
Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 30.3.2025 18:22
Þremur vísað út af Landspítalanum Þremur einstaklingum var vísað út af Landspítalanum í dag af lögreglu. Maður sýndi ógnandi hegðun á bráðamóttökunni en tvö önnur voru í óleyfi á sjúkrahúsinu. Innlent 30.3.2025 17:06
Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023. Innlent 30.3.2025 14:58
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. Innlent 30.3.2025 14:30
Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Eina fjallaleiðsögunámið á Íslandi mun að óbreyttu leggjast af næsta haust þar sem ekki hefur fundist varanleg fjármögnunarleið. Kennari við skólann segir stöðuna alvarlega, sérhæft fagnám í fjallaleiðsögn sé mikilvægur liður í að koma í veg fyrir slys í fjallaferðamennsku. Innlent 30.3.2025 14:27
Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu Innlent 30.3.2025 14:02
„Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Hópur manna skaut upp flugeldatertum á bílaplani rétt hjá Ölstofunni í Hafnarfirði um tvöleytið í nótt. Íbúar beindu reiði sinni að barnum á hverfissíðu en eigandi Ölstofunnar segir flugeldana ekki tengjast barnum. Innlent 30.3.2025 14:00
Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára. Innlent 30.3.2025 12:23
Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Bílar, sem var lagt á víð og dreif í nágrenni starfsstöðvar Slökkviliðsins í Skógarhlíð, hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla fyrr í dag. Varðstjóri segir alvarlegt þegar bílum er lagt með þessum hætti. Innlent 30.3.2025 12:18