Innlent

Minnis­blað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“

Starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir upplýsingum um tilurð 71. greinar þingskapalaga og hvenær ákvæðinu hefði verið beitt og barst minnisblað frá skrifstofu Alþingi tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjöldin hófst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól Alþingis í dag til að krefjast svara.

Innlent

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent

Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra

Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta.

Innlent

Hríðskotabyssa í poka kom Ís­lendingi á lista CIA

Ástæða þess að nafn Íslendings var að finna á eins konar válista bandarísku leyniþjónustunnar árið 1970 virðist hafa verið sú að þessi Íslendingur hafði óvart mætt með hríðskotabyssu þegar varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland nokkrum árum áður.

Innlent

Telja já­kvæðu skrefin of fá

Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lýsir yfir vonbrigðum yfir breytingartillögu atvinnuveganefndar Alþingis. Þau telja of fáar breytingar hafi verið gerðar.

Innlent

Mennirnir enn í haldi lög­reglu

Fimm karlmenn voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu eftir að skoti var hleypt af á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Allir eru enn í haldi lögreglu en enginn slasaðist.

Innlent

Staðan á Al­þingi og refsilaus vændiskaup

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 

Innlent

Leggja til að veiðigjaldið verði inn­leitt í skrefum

Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum.

Innlent

Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“?

Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu.

Innlent

„Kom hvergi nærri sam­ræði hans við barn­unga stúlkuna“

Gunnar Smári Egilsson segist hvergi hafa komið nálægt samræði Karls Héðins Kristjánssonar, ritara framkvæmdarstjórnar Sósíaliflokksins, við barnunga stúlku árið 2017. Karl haldi áfram linnulausri rógsherferð sinni og máli sjálfan sig upp sem fórnarlamb í sögunni.

Innlent

Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi

Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu.

Innlent

Opin­berar gamalt ástar­sam­band við táningsstúlku

Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata.

Innlent

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent

Sögu­legur dagur á Al­þingi og vændi í Airbnb-íbúðum

Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið.

Innlent

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent

Frum­varpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir

Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. 

Innlent

Einn hand­tekinn í mansalsrannsókn lög­reglunnar

Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Innlent