Fréttir

Játaði gróft of­beldi gegn eigin for­eldrum og að hafa ekið á mann

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum.

Innlent

Þing­maður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna.

Innlent

Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð

Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin.

Erlent

Sjald­séður bein­hákarl í Faxa­flóa

Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins.

Innlent

Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“

Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra.

Erlent

Meiri­hluti vill banna sjókvíaeldi

Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu.

Innlent

Sökk í mýri við Stokks­eyri

Stór skurðgrafa sökk í mýri við Hraunsá skammt frá Stokkseyri í nótt þegar maður tók sig til og fór að losa stíflu í ánni í trássi við Sveitarfélagið Árborg en starfsmenn þess hafa séð um það verk þegar þess hefur þurft.

Innlent

Gosmóðan fýkur á brott

Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum.

Innlent

Karl Héðinn stígur til hliðar

Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára.

Innlent

Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan

Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Léttir til Suðaustanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti verður tíu til tuttugu stig, hlýjast á austanverðu landinu.

Veður

Um­ferð beint um Þrengslin í dag

Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg.

Innlent

Obama svarar á­sökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun

Skrifstofa Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur sent út yfirlýsingu þar sem hún fordæmir harðlega ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta og undirmanna hans þess efnis að Obama hafi gerst sekur um landráð í kjölfar sigurs Trump í kosningunum 2016.

Erlent

Ættingjar að verða fyrir hrylli­legum ódæðum

Drúsar búsettir á Íslandi boðuðu síðdegis í dag til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Um er að ræða önnur mótmælin á þremur dögum en tilefnið eru blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli Drúsa og Bedúína. 

Innlent