
Fréttir

Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“
Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka.

Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar
Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni
Mengun úr jarðvegi í neysluvatni Hvergerðinga orsakaði lyktar- og bragðgalla á vatninu. Samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Suðurlands er öruggt að drekka vatnið.

Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar.

Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu
Deildarmyrkvi á sólu verður frá klukkan tíu til hádegis. Þegar myrkvinn nær hámarki upp úr ellefu hylur tunglið rúmlega 75 prósent af sólinni á sunnanverðum Vestfjörðum.

Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva
Deildarmyrkvi á sólu verður í dag. Hann verður vel sjáanlegur á Vesturlandi þar sem bjartviðri er spáð meðan hann gengur yfir.

Unglingur hrækti á lögreglumann
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Sex manns gista í fangaklefa og 64 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar.

Tala látinna komin yfir þúsund
Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur.

Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Ekki náð að góma þjófa í dulargervi
Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, hafa herjað á túrista bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi síðustu daga. Lögreglufulltrúi segir þjófana vel skipulagða og enginn þeirra hefur verið staðinn að verki.

Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna
Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt.

Á annað hundrað látnir í Mjanmar
Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt
Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur.

Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál
Á milli þrjátíu og fjörutíu prósent íslenskra karla, sem eru á aldrinum sextíu til sjötíu ára eiga við risvandamál að stríða, sem reynist mörgum erfitt að viðurkenna. Ástæðurnar geta verið margar, til dæmis æðasjúkdómar, taugasjúkdómar, hormónaröskun eða sjúkdómar í lim.

Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík
Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík.

RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur gefið út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur.

Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík
Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.

„Það er skítkalt hérna“
Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna.

Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um gríðarstóran og mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar í dag, og hafði áhrif langt út fyrir landamæri landsins, meðal annars með þeim afleiðingum að háhýsi hrundi í Taílandi og tuga er saknað.

Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi
Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd.

Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“
Tveir menn sem fóru erlendis til þess að sækja gamla Jagúar-bifreið, sem innihélt mesta magn kristal-metamfetamíns sem fundist hefur hér á landi, áttu aðeins að fá hálfa milljón króna greidda fyrir. Götuvirði efnanna er sagt tvö hundruð milljónir króna. Mennirnir eru heimilislausir og bjuggu saman í bíl áður en þeir voru handteknir.

Eins leitað eftir slagsmál
Slagsmál brutust út fyrir utan kaffistofu Samhjálpar fyrr í dag. Eins er leitað.

Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga
Undirbúningur er hafinn að atkvæðagreiðslu á um vinnustöðvun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness sem starfa í álveri Norðuráls á Grundartanga. Stéttarfélagið segist skynja lítinn samningsvilja af hálfu fyrirtækisins og því sé vinnustöðvun það eina í stöðunni.

Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi
Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis.

Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla
Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé
Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs.

Lokaæfing fyrir almyrkva
Deildarmyrkvi á sólu mun sjást vel um allt land í fyrramálið. Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir undirbúning vera að hefjast fyrir almyrkvann sem verður í ágúst á næsta ári. Þá muni landið væntanlega fyllast af túristum og álag aukast á innviði.

Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar
Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu.

Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV
„Ég er bara rosalega sorgmædd og mjög döpur. Sendi Ástu bara kærleikskveðjur,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.

Saka lögregluna um að rægja Kínverja
Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum.