Fréttir

Málþófið endur­spegli ráða­leysi minni­hlutans gagn­vart sam­stíga stjórn

Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá.

Innlent

Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira

Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar.

Innlent

Stutt í land í þinginu og spenna fyrir lands­leik

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málþóf stjórnarandstöðunna hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin en minnihlutinn vill málið af dagskrá þingsins. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn. Prófessor í stjórnmálafræði telur stutt í land.

Innlent

Ætla að knýja Flat­ey með sólar­orku

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og forstjóri Orkubús Vestfjarða undirrituðu í gær samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Innlent

Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun

Veður fer hlýnandi á næstu dögum og bjart verður víða á landinu og hlýtt í dag. Vestlæg átt er ríkjandi 5 til 13 m/s en skýjað suðvestantil framan af degi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á suðausturlandi.

Veður

Til­kynnt um hóp pilta í grun­sam­legum erinda­gjörðum

Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum.

Innlent

Elon Musk stofnar nýjan stjórn­mála­flokk

Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði.

Erlent

Skæður hakkara­hópur herjar á fram­línu­starfs­menn

Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. 

Innlent

„Býsna margt orðið grænmerkt“

Bergþór Ólason segir að andinn sé góður og menn séu lausnamiðaðir í þinglokaviðræðum þótt menn takist á og hafi ólík sjónarmið. Obbinn af málunum sé þegar leiddur í jörð, en ennþá sé tekist á um stóru flóknustu málin.

Innlent

Nikkurnar þandar á Reyðar­firði alla helgina

Harmónikkutónar hljóma út um allt á Reyðarfirði um helgina því þar stendur yfir harmonikkulandsmót með tónleikum, böllum og almennri gleði. Harmoniku- og hljóðfæraleikarar af öllu landinu eru mættir á mótið til að spila saman eins og þeim einum er lagið.

Innlent

Konan er fundin

Konan sem lögreglan lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Tuttugu þing­menn mættu ekki á þingfund

Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni.

Innlent

Búið að boða til nýs fundar

Enn bólar ekkert á samkomulagi meiri- og minnihluta um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Þingflokksformenn funduðu fram yfir miðnætti í nótt og funda aftur eftir hádegi. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir þingmenn færast nær endamarkinu.

Innlent

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumar­búðum vegna flóða

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Erlent

Fínasta veður um land allt

Í dag verður hægt vaxandi vestanátt, 5-10 metrar á sekúndu eftir hádegi, en 8 til 13 seinnipartinn og 10-15 norðvestantil undir kvöld.

Veður