Fréttir Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks. Innlent 5.10.2025 18:17 Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geisar. Erlent 5.10.2025 17:01 Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5.10.2025 16:01 Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Innlent 5.10.2025 15:39 Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag. Erlent 5.10.2025 15:07 Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5.10.2025 14:15 Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. Innlent 5.10.2025 14:00 Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5.10.2025 13:33 Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Greta Thunberg er sögð sæta illri meðferð í varðhaldi í Ísrael eftir að hún og aðrir aktívistar í hinum svokallaða frelsisflota, á leið með hjálpargögn til Gasastrandarinnar, voru handteknir af ísraelskum stjórnvöldum. Hún er til að mynda sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann. Erlent 5.10.2025 12:33 Símafrí en ekki símabann Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. Innlent 5.10.2025 12:29 „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Þvottahúsinu Fjöður í gærkvöldi. Einn eiganda þvottahússins segir að um svokallaðað sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Dagurinn í dag fer í að þrífa allan þvott upp á nýtt. Innlent 5.10.2025 12:16 Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Þrátt fyrir viðræður framundan um fyrsta fasa friðaráætlunar Bandaríkjaforseta, héldu Ísraelar áfram árásum á Gasa í nótt. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5.10.2025 11:52 Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Innlent 5.10.2025 10:01 Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. Erlent 5.10.2025 09:58 Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 5.10.2025 09:47 Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á Íslandi í dag samkvæmt því sem fram kemur í textaspá Veðurstofunnar. Veður 5.10.2025 09:26 Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. Erlent 5.10.2025 08:22 Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. Innlent 5.10.2025 08:00 Gekk berserksgang og beraði sig Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína. Innlent 5.10.2025 07:24 Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Erlent 4.10.2025 23:40 Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda. Innlent 4.10.2025 21:57 Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. Innlent 4.10.2025 20:53 Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Prestur og prófastur á Suðurlandi ræður sér vart yfir spenningi að bíða eftir því að Hrútaskráin komi út enda segir hann að skráin sé eitt af helgiritum heimilisins áður en fengitíminn hefst. Sjálfur er klerkurinn með um 100 fjár. Innlent 4.10.2025 20:31 Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. Erlent 4.10.2025 19:17 Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. Innlent 4.10.2025 19:08 Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Það er enginn bragur af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play að sögn formanns Neytendasamtakanna. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslandi hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Innlent 4.10.2025 18:20 Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53 Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Erlent 4.10.2025 15:37 Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Þrettán ára drengur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um að hafa tekið þátt í skotárás. Sex manns særðust í árásinni. Erlent 4.10.2025 14:39 Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar. Erlent 4.10.2025 14:10 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist í Rússlandi. Þetta segir lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Hún segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti síns gamla flokks. Innlent 5.10.2025 18:17
Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Tæplega þúsund göngugarpar eru innlyksa á tjaldsvæði á Everest-fjalli vegna snjóstorms sem þar geisar. Erlent 5.10.2025 17:01
Óttast áhrifin á vinnandi mæður Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir tillögur meirihlutans um breytingar á gjaldskrá leikskóla koma niður á ákveðnum hópum en borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þær eiga eftir að fara í samráð. Tekist var á um tillögurnar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Innlent 5.10.2025 16:01
Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Eiganda Valka design eyddi mörgum mánuðum í að hanna tösku og sá hana síðan nokkrum mánuðum síðar á vefsíðu fataverslunarinnar Weekday. Hún segir það leiðinlegt þegar stórfyrirtæki stela hönnun lítilla fyrirtækja og íhugar að leita réttar síns. Innlent 5.10.2025 15:39
Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Tæplega fimmtugur maður er látinn eftir að hafa verið skotinn við mosku í Ishøj í Kaupmannhöfn á föstudag. Erlent 5.10.2025 15:07
Síðasti fuglinn floginn Síðasta flugvélin merkt flugfélaginu Play er farin úr landi og stefnir nú til Noregs. Vélin er í eigu kínversks félags og átti hún að standa á vellinum þar til útistandandi skuldir Play yrðu greiddar samkvæmt nýrri reglugerð innviðaráðherra. Skuldirnar hafa enn ekki verið greiddar. Innlent 5.10.2025 14:15
Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. Innlent 5.10.2025 14:00
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5.10.2025 13:33
Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Greta Thunberg er sögð sæta illri meðferð í varðhaldi í Ísrael eftir að hún og aðrir aktívistar í hinum svokallaða frelsisflota, á leið með hjálpargögn til Gasastrandarinnar, voru handteknir af ísraelskum stjórnvöldum. Hún er til að mynda sögð hafa verið látin kyssa ísraelska fánann. Erlent 5.10.2025 12:33
Símafrí en ekki símabann Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. Innlent 5.10.2025 12:29
„Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í Þvottahúsinu Fjöður í gærkvöldi. Einn eiganda þvottahússins segir að um svokallaðað sjálfsíkveikju hafi verið að ræða. Dagurinn í dag fer í að þrífa allan þvott upp á nýtt. Innlent 5.10.2025 12:16
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Þrátt fyrir viðræður framundan um fyrsta fasa friðaráætlunar Bandaríkjaforseta, héldu Ísraelar áfram árásum á Gasa í nótt. Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Innlent 5.10.2025 11:52
Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Innlent 5.10.2025 10:01
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. Erlent 5.10.2025 09:58
Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 5.10.2025 09:47
Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á Íslandi í dag samkvæmt því sem fram kemur í textaspá Veðurstofunnar. Veður 5.10.2025 09:26
Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref. Erlent 5.10.2025 08:22
Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, segir í aðsendri grein á Vísi að hans mati eigi að víkja Ísrael úr Eurovision tafarlaust. Greinina skrifar hann í eigin nafni, ekki nafni stjórnar. Útvarpsstjórar Norðurlanda funda í Reykjavík á næstu dögum um atkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember um áframhaldandi þátttöku Ísrael. Fulltrúi stjórnar Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, verður á fundinum í Reykjavík. Innlent 5.10.2025 08:00
Gekk berserksgang og beraði sig Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína. Innlent 5.10.2025 07:24
Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag. Erlent 4.10.2025 23:40
Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda. Innlent 4.10.2025 21:57
Eldur í þvottahúsi á Granda Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn. Innlent 4.10.2025 20:53
Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Prestur og prófastur á Suðurlandi ræður sér vart yfir spenningi að bíða eftir því að Hrútaskráin komi út enda segir hann að skráin sé eitt af helgiritum heimilisins áður en fengitíminn hefst. Sjálfur er klerkurinn með um 100 fjár. Innlent 4.10.2025 20:31
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. Erlent 4.10.2025 19:17
Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Mikillar gremju gætir innan þingflokks Samfylkingarinnar vegna umdeildrar brottvísunar á tveggja vikna tvíburasystrum í vikunni. Þingmaður flokksins veltir því fyrir sér hvort útlendingalögin á Íslandi séu nógu mannúðleg. Innlent 4.10.2025 19:08
Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Það er enginn bragur af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play að sögn formanns Neytendasamtakanna. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslandi hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. Innlent 4.10.2025 18:20
Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Að minnsta kosti þrjátíu særðust í drónaárás Rússa á lestarstöð í Úkraínu. Úkraínuforseti kallar eftir að vestræn ríki standi við yfirlýsingarnar sínar. Erlent 4.10.2025 16:53
Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Vonskuveður er nú í Noregi vegna stormsins Amy sem gengur þar yfir. Fjöldi heimila er án rafmagns, bílar á bólakafi og gróðureldar geysa. Erlent 4.10.2025 15:37
Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Þrettán ára drengur er í haldi sænsku lögreglunnar, grunaður um að hafa tekið þátt í skotárás. Sex manns særðust í árásinni. Erlent 4.10.2025 14:39
Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar. Erlent 4.10.2025 14:10