Fréttir

Ísraelsþing á­lyktar um inn­limun Vesturbakkans

Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar.

Erlent

Hneig niður vegna flogakasts

Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag.

Innlent

Ísraelskur ráð­herra kynnir á­form um þjóðernishreinsun á Gasa

Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu.

Erlent

Aron Can heill á húfi

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Innlent

Ljóst að stjórnar­and­staðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Innlent

Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur

Fólk með fötlun lendir ítrekað í því að fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að það þurfi ekki að borga. Formaður aðgengishóps segir atvik sem þessi ólíðandi.

Innlent