Fréttir

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent

Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur

Manni, sem hafði mælt sér mót við annan til að kaupa af honum rafhlaupahjól, var ógnað með hníf og hann rændur í gærkvöldi. Lögregla hefur málið til rannsóknar, en fimmtíu þúsund krónur voru teknar í ráninu. 

Innlent

„Þessi á drapst á einni nóttu“

Yfirvöld og náttúruverndarsamtök í Sambíu óttast mikil langtímaáhrif gífurlegrar mengunar á stórri á þar í landi. Stífla við námu brast í síðasta mánuði og flæddi sýrumengaður úrgangur niður ánna og gæti það haft áhrif á milljónir manna sem búa við ánna og reiða jafnvel lífsviðurværi sitt á henni.

Erlent

Gera um­fangs­miklar á­rásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði her sínum í gærkvöldi að hefja umfangsmiklar loft- og eldflaugaárásir gegn Hútum í Jemen. Hét hann því að beita áfram „yfirþyrmandi banvænu afli“ þar til Hútar létu af árásum sínum á skip á Rauðahafi og gagnrýndi hann Joe Biden, forvera sinn, fyrir meintan veikleika.

Erlent

Á­reitið hafði mikil á­hrif

Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Moskvu urðu fyrir ítrekuðu áreiti áður en því var lokað fyrir tæpum tveimur árum. Starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra. Utanríkisráðherra segir áreitið stóran hluta þess að sendiráðinu var lokað.

Innlent

Yfir­vofandi eld­gos og íslandsmeistarmót í Ól­sen ól­sen

Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Hundrað manns ræddu um­hverfis­málin

Í dag fór fram opinn stefnumótunarfundur í umhverfis- og loftslagsmálum í HR. Skipuleggjandi segir málaflokkinn hafa gleymst upp á síðkastið, en Ísland geti verið leiðandi þar. 

Innlent

Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „út­rýmingar­búðum“

Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna.

Erlent

Rann­sókninni miðar vel á­fram

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti karlmanns á sjötugsaldri sem fannst í Gufunesi á þriðjudaginn miðar vel að sögn yfirlögregluþjóns. Fimm eru í gæsluvarðhaldi, þrír karlmenn og tvær konur.

Innlent

Svört skýrsla komi ekki á ó­vart

Umboðsmaður Alþingis telur neyðarvistun barna í fangaklefa í Hafnarfirði brjóta gróflega gegn réttindum barna. Barnamálaráðherra segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. 

Innlent

Rabarbarafélag stofnað á Blöndu­ósi í dag

Það stendur mikið til í Kvennaskólanum á Blönduósi í dag því þar verður stofnfundur Rabarbarafélagsins en tilgangur félagsins verður fyrst og fremst að halda sögu rabarbarans og nytjum hans á lofti, ásamt því að halda einu sinni á ári rabarbarahátíð á Blönduósi.

Innlent

Sjá ekki fyrir sér fram­tíð í heima­landi sínu

Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu.

Innlent

Níu mánaða geim­ferð sem átti að taka átta daga lýkur

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði.

Erlent

Veru­lega dregið úr jarðskjálftahrinunni

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftavirkni, sem hófst nærri Reykjanestá síðdegis á miðvikudag. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að síðastliðinn sólarhring hafi einn og einn smáskjálfti mælst á svæðinu og enginn skjálfti yfir þremur hafi mælst síðastliðinn sólarhring.

Innlent