Fréttir

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Innlent

Sagði til mynd­bönd af Matt­híasi að berja menn í tál­beitu­að­gerðum

Tvö vitni í Gufunesmálinu svokallaða lýstu því fyrir dómi í dag að Matthías Björn Erlingsson, einn sakborninga í málinu, hafi verið virkur þátttakandi í svokölluðum „tálbeituhópi“. Annað vitnanna sagði Lúkas Geir Ingvarsson, annan sakborning, tilheyra sama hópi og að myndbönd væru til af Matthíasi þar sem hann beitti meinta barnaníðinga ofbeldi.

Innlent

Á­rásir á olíu­vinnslu í Rúss­landi bíta

Ítrekaðar árásir Úkraínumanna á olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum, hafa dregið verulega úr framleiðslugetu Rússa á eldsneyti. Fregnir berast af löngum biðröðum við bensínstöðvar í Rússlandi en sala á olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu.

Erlent

Þýskur her­foringi í heim­sókn á Ís­landi

Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála.

Innlent

Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra stefnir að því að kynna nýtt minnisblað fyrir ríkisstjórn í næstu viku og þá möguleika sem íslenska ríkið hefur til að beita, til dæmis, ísraelska ríkið refsiaðgerðum vegna stríðsins á Gasa og stöðunnar fyrir botni Miðjarðarhafs.

Innlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn í borginni. Það sýna nýjar niðurstöður borgarvita Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Píratar bæta við sig fylgi í borgarstjórn miðað við fylgi sem var í júní á þessu ári. Kosningar til sveitarstjórnar fara fram næsta vor. 

Innlent

Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast

Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun.

Innlent

Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“

Ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, mannsins sem lést í Gufunesmálinu svokallaða, gaf skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hún hafnar ásökunum sakborninga málsins alfarið um að hann hafi verið barnaperri.

Innlent

Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina

Stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur stefnt dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Formaður nefndarinnar, James Comer, vill þannig koma höndum yfir „öll skjöl eða gögn“ sem gætu á nokkurn hátt tengst mögulegum lista yfir skjólstæðinga Epsteins eða aðra sem komu að barnaníði eða mansali með honum.

Erlent

Metaregn í hlýindum á Ís­landi

Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst.

Innlent

Al­var­legt hversu mörg börn skorti sam­kennd

Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands og fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir meira agaleysi meðal barna og minni samkennd. Það hafi alvarleg áhrif á möguleika þeirra til að læra.

Innlent

Ís­land gat ekki gert losunar­mark­mið ESB að sínu

Íslensk stjórnvöld þurfa að setja sér sitt eigið losunarmarkmið gagnvart Parísarsamkomulaginu eftir að í ljós kom að þau gátu ekki látið duga að vísa til samstarfs síns við Evrópusambandið. Þau nýta sér jafnframt ýtrasta frest til þess að uppfæra markmiðið sem átti að skila síðasta vetur.

Innlent

Trump gerir að­för að stjórn Seðla­bankans

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að reka Lisu Cook, einn stjórnarmanna Seðlabanka Bandaríkjanna. Sérfræðingar efast um að ákvörðun Trump standist lög og Cook hyggst bera málið undir dómstóla.

Erlent

Blæs hressi­lega af austri á landinu

Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag.

Veður

Ör­lög Bayrou ráðast 8. septem­ber

Útlit er fyrir að François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, muni ekki standa af sér vantrauststillögu sem þingmenn munu greiða atkvæði um þann 8. september næstkomandi.

Erlent

Skjálfti við Húsa­vík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð á Skjálfandaflóa, 8,8 km norðvestur af Húsavík um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel á Húsavík og bárust Veðurstofu nokkrar tilkynningar um hann frá íbúum.

Innlent

Byssan reyndist leik­fang

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt eftir að sást til þriggja drengja með byssu. Lögregla fann drengina og byssan reyndist leikfang.

Innlent

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Innlent