Fréttir

Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Ís­landi

Rétt rúmt ár er nú þar til almyrkvi frá sólu mun sjást á íslandi í fyrsta sinn í 72 ár. Almyrkvinn verður 12. ágúst og hafa nú verið birt kort af Íslandi sem sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi og hvar gott verður að vera til að sjá hann. Kortin eru gerð af Sævari Helga Bragasyni og Andreas Dill.

Innlent

Eld­gos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu

Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Lewotobi Laki Laki í Indónesíu. Gosmökkurinn fór í allt að 18 kílómetra hæð og kastaðist yfir nærliggjandi þorp. Ekki hefur verið greint frá dauðsföllum. 

Erlent

Líkir tilætlunum Musk við lestar­slys

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu.

Erlent

Á níunda tug látin í hamfaraflóðum

Tala látinna í hamfaraflóðum sem dunið hafa á Texas-ríki undanfarna eftir mikla og skyndilega vatnavexti hefur náð 81. Fleiri tuga manns er enn saknað og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar standa í ströngu við að finna týnda ástvini.

Erlent

Hiti nær 22 stigum fyrir austan

Nú í morgunsárið er hæðarhryggur yfir landinu. Hægur vindur um mest allt land og yfirleitt bjart. Á Höfuðborgarsvæðinu eru enn þokuský á sveimi, en nú þegar sólin byrjar að skína hverfur þar fljótlega á brott. Hiti nær allt að 22 stigum og hlýjast er austanlands.

Innlent

Rak í roga­stans þegar hann las við­talið við Bubba

Stórsöngvarann Geir Ólafsson rak í rogastans þegar hann las viðtal við Bubba Morthens á Vísi, þar sem Bubbi lýsti yfir miklum áhyggjum af innreið gervigreindar í tónlistarbransann. Geir hefur aðra sýn á hlutina og segir að ekki megi tala gervigreindina niður með þessum hætti, hún muni aldrei taka sköpunargáfuna frá fólki.

Innlent

Metfjöldi á bið­lista og mögu­lega þarf að vísa frá

Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá.

Innlent

Bíll í ljósum logum á Skaganum

Bíll stóð í ljósum logum fyrir utan blokk við Holtsflöt á Akranesi um sexleytið í kvöld. Búið er að ráða niðurlögum eldsins en bíllinn er ónýtur.

Innlent

Vatnslögn í sundur í Smára­lind

Slökkviliðið var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna vatnsleka í Smáralind, og voru tveir dælubílar sendir á vettvang. Umsjónarmaður Smáralindar segir að ekkert stórtjón hafi orðið, allar verslanir hafi opnað í morgun nema ein.

Innlent

Aldrei fleiri börn á bið­lista og út­rás í Kína

Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent

Leggja til 80 milljónum ár­lega í nýja lík­brennslu

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Ríkissjóður leggur fram 80 milljónir króna árlega í tólf ár til að standa undir stofnkostnaði nýrrar líkbrennslu.

Innlent

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Innlent