Fréttir

Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt.

Erlent

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Erlent

Þrjú hundruð þúsund klukku­stundir af sjálf­boða­vinnu

Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina.

Innlent

Vopna­hlé í höfn milli Ind­lands og Pakistans

Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum.

Erlent

Samningurinn nauð­syn­legur og ekkert at­huga­vert við hann

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent

Samningur sak­sóknara, þras á Al­þingi og bak­garðs­hlaup í blíðunni

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent

Þjófar réðust á starfs­mann verslunar

Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um fjóra aðila sem voru að stela í matvöruverslun í miðborg Reykjavíkur. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva þá réðust þjófarnir á hann. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þjófarnir farnir og fundust þeir ekki, samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent

Á­tökin ná nýjum hæðum

Árásir yfir landamæri Pakistan og Indlands virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi og í nótt. Ráðamenn í Pakistan gerðu árásir gegn indverskum herstöðvum og vopnageymslum í aðgerð sem fékk nafnið „Blýveggur“, lauslega þýtt. Indverjar svöruðu með eigin árásum og meðal annars á herstöð þar sem finna má höfuðstöðvar pakistanska hersins.

Erlent

Öku­maðurinn hefur gefið sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði ökumanns sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli fyrr í dag. Atvikið átti sér stað á gangbraut í Lönguhlíð í Reykjavík við Eskitorg rétt eftir klukkan tvö. Ökumaðurinn hefur nú gefið sig fram.

Innlent

Gagnaþjófnaður til rann­sóknar á þremur stöðum

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar.

Innlent

Yfir­völd Mexíkó kæra Google

Yfirvöld í Mexíkó hyggjast kæra tæknifyrirtækið Google fyrir að breyta nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa á landakortunum sínum í Bandaríkjunum. Þetta sagði Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó.

Erlent

Víð­feðm rann­sókn, baunað á skólaþorp á bíla­stæði og stór­virki

Nefnd um eftirlit með lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun á gagnaþjófnaði frá sérstökum saksóknara. Málið er nú á borði lögreglunnar á Suðurlandi og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ætlar einnig að taka það fyrir. Við ræðum við formann eftirlitsnefndar með störfum lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum

Aðalmeðferð í máli lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is verður háð fyrir opnum tjöldum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Margrét er ákærð fyrir ærumeiðingar í garð dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hafði sakfellt hana fyrir hótanir.

Innlent